Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2021 20:01 Kári Benediktsson, Jakob Már Österby Ævarsson, Björn Diljan Hálfdánarson, Þorkell Breki Gunnarsson eru ekkert ósáttir við að hafa Hagaskóla útaf fyrir sig. Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. „Myglan er þó nokkur við útveggi í þessari fyrstu byggingu, þar sem áttundi bekkur var. Það er verið að bregðast við því og verið að fræsa og hreinsa upp úr gólfum og stefnt að því að klæða húsið á næsta ári til að forðast að þetta gerist aftur,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri.Vísir/Egill Skólinn er þar af leiðandi að miklu leyti innsiglaður en mygla fannst í álmu níundu bekkinga í síðustu viku og í álmu áttundu bekkinga fyrr í þessum mánuði. Myglan reyndist meiri en talið var í fyrstu og borist hafa þó nokkrar kvartanir, flestar frá starfsfólki, sem hefur kennt sér meins og veikst vegna myglu. Þegar fréttastofu bar að garði voru nemendur nokkuð sáttir við fyrirkomulagið og fannst raunar nokkuð spennandi að fá að skipta um umhverfi en í Háskólabíói fá þeir smjörþefinn af því að sitja fyrirlestra í háskóla. Skólinn er að miklu leyti innsiglaður.Vísir/Egill Tíundu bekkingar sitja eftir í Hagaskóla en þeim finnst það sömuleiðis fínt – meira næði og ágætt að elsti árangurinn fái að vera allur saman. Þetta breyti ekki miklu enda vanir hólfaskiptingum í heimsfaraldri. ngibjörg segir að fyrirkomulagið verði með þessum hætti, að minnsta kosti að jólum. Óvissan sé vissulega óþægileg en að allt sé gert til að koma hlutum í eðlilegt horf. „Þetta húsnæði er afskaplega dýrmætt. Eins og byggingin sem áttundi bekkur var í er afskaplega glæsileg og falleg bygging þannig að það er til mikils að vinna að koma henni í samt lag. Ég hef aðeins aðra skoðun á elstu álmunum tveimur en ég myndi vilja sjá þær fara í burtu,“ segir hún. Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Myglan er þó nokkur við útveggi í þessari fyrstu byggingu, þar sem áttundi bekkur var. Það er verið að bregðast við því og verið að fræsa og hreinsa upp úr gólfum og stefnt að því að klæða húsið á næsta ári til að forðast að þetta gerist aftur,“ segir Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri.Vísir/Egill Skólinn er þar af leiðandi að miklu leyti innsiglaður en mygla fannst í álmu níundu bekkinga í síðustu viku og í álmu áttundu bekkinga fyrr í þessum mánuði. Myglan reyndist meiri en talið var í fyrstu og borist hafa þó nokkrar kvartanir, flestar frá starfsfólki, sem hefur kennt sér meins og veikst vegna myglu. Þegar fréttastofu bar að garði voru nemendur nokkuð sáttir við fyrirkomulagið og fannst raunar nokkuð spennandi að fá að skipta um umhverfi en í Háskólabíói fá þeir smjörþefinn af því að sitja fyrirlestra í háskóla. Skólinn er að miklu leyti innsiglaður.Vísir/Egill Tíundu bekkingar sitja eftir í Hagaskóla en þeim finnst það sömuleiðis fínt – meira næði og ágætt að elsti árangurinn fái að vera allur saman. Þetta breyti ekki miklu enda vanir hólfaskiptingum í heimsfaraldri. ngibjörg segir að fyrirkomulagið verði með þessum hætti, að minnsta kosti að jólum. Óvissan sé vissulega óþægileg en að allt sé gert til að koma hlutum í eðlilegt horf. „Þetta húsnæði er afskaplega dýrmætt. Eins og byggingin sem áttundi bekkur var í er afskaplega glæsileg og falleg bygging þannig að það er til mikils að vinna að koma henni í samt lag. Ég hef aðeins aðra skoðun á elstu álmunum tveimur en ég myndi vilja sjá þær fara í burtu,“ segir hún.
Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11