Dýr myndi Elliði allur Tómas Guðbjartsson skrifar 3. desember 2021 08:01 Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ölfus Tómas Guðbjartsson Tengdar fréttir Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00 Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka? Þar gagnrýndi ég harðlega að umhverfis-, loftslags- og orkumál séu nú færð undir sama ráðuneyti – með ráðherra sem pottþétt mun setja náttúruna í annað sæti á eftir gírugum stóriðju- og virkjanafyrirtækjum. Elliði var þessu ósammála og taldi að með nýjum ráðherra þyrfti „landvernd“ ekki lengur að "standa í vegi" fyrir nauðsynlegri uppbyggingu samfélagsins. Þetta ætti ekki síst við í Ölfusi, hans eigin sveitarfélagi, en þar taldi hann vanta 600 MW af orku! Það er hvorki meira né minna en heil Kárahnjúkavirkjun, og 1/3 af því rafmagni sem við framleiðum í dag! Ekki skrítið að hann fagni nýjum virkjanaglöðum „umhverfisráðherra“. Þetta er náttúrulega algjört rugl og er ekkert annað en græðgi. Aðspurður gat Elliði heldur ekki svarað því hvar ætti að virkja, en rafmagnið ætti ekki síst að nota til matvælaframleiðslu, t.d. búa til bleikan lax í landeldi. Slíkt landeldi þarf þó aldrei nema brot af 600 MW, og sama á við um ofur-gróðurhúsabyggð fyrir útflutning á grænmeti. Slíkar hugmyndir voru viðraðar með látum fyrir áratug síðan í Grindavík og Ölfusi, en ekkert varð af. Markaðir fyrir „umhverfisvænt“ grænmeti eru jú enn jafn fjarlægir og þá, og sólskinið yfir vetrarmánuðina hefur heldur ekki aukist, en það er augljós takmarkandi þáttur í allri ræktun hérlendis. Ég vil þó taka fram að ég er mjög fylgjandi aukinni framleiðslu grænmetis til innanlandsnota og brýnt að íslenskir bændur fái rafmagn á sama hrakvirði og álverin. Að gefnu tilefni vil ég einnig taka fram að ég er ekki neinn talsmaður þess að loka þeim álverum sem nú starfa, en því hélt Vilhjálmur Birgisson fram í aðsendri grein á Vísi. Sum álveranna eru þó þegar í öndunarvél og eiga eftir lognast út af, eins og álverið í Straumsvík. Það er staðföst skoðun mín að framtíðin liggur ekki í frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, ekki síst mengandi álvera. Sama á við um kísilver sem brenna tugum þúsunda af kolum árlega. Eldrauð viðvörunarljós á Bakka og hjá United Silicon í Helguvík ættu að hjálpa stjórnvöldum að forða okkur frá frekari slíkum tilraunum. Enda hefur kísilruglið kostað okkur tugi milljarða. Enn dýrkeyptari væru þó óraunsæ áform Elliða Vignissonar í Ölfusi, bæði fyrir íbúa Ölfuss en ekki síst fyrir íslenska náttúru, enda er hún ónsortin sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Lækna-Tómasi svarað – gjaldeyrisskapandi greinar er hjartað í okkar efnahagslífi Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skrifar grein í gær undir heitinu „Hægri græn orka“. Mér finnst það skjóta skökku við að svona mikill umhverfisinni eins og Tómas skuli leggjast gegn því að við Íslendingar sem þjóð reynum að verða fyrsta þjóðin sem takist að hverfa alfarið frá því að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa hér á landi eins og stefnt er að samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 30. nóvember 2021 13:00
Hægri græn orka? Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. 29. nóvember 2021 17:00
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun