Arnar Gunnlaugs í nýja Víkingsþættinum: Kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:30 Arnar Gunnlaugsson fagnar marki í leik Víkingsliðsins sem hann hefur unnið þrjá titla með á síðustu þremur tímabilum. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti þátturinn af nýrri þáttröð um magnað tímabil Víkinga í fótboltanum í ár er á dagskrá Stöð 2 Sport á morgun. Þættirnir heita „Víkingar - Fullkominn endir“ en þar er fjallað um tvöfaldan sigur Víkingsliðsins í sumar. Gunnlaugur Jónsson fékk einstakt aðgengi að Víkingsliðinu í sumar og auka myndavélar voru á Víkingum bæði inn á vellinum sem og inn í klefa. Nú verða þættirnir sýndir næstu helgar á Stöð 2 Sport. Víkingar höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991 en ráðin var goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið. Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og var með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Í þáttunum fékk Stöð 2 Sport einstakt tækifæri til að fylgja Kára og Sölva eftir síðustu mánuði á þeirra ferli og verða um leið vitni af ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni og Mjólkurbikarnum sumarið 2021. Í fyrsta þættinum af fjórum kynnumst við meðal annars þjálfara liðsins Arnari Gunnlaugssyni en farið er yfir ráðningu hans til Víkings og fyrstu tímabil hans með liðið. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti en þar ræða Arnar, Kári og Sölvi meðal annars vonbrigðatímabilið 2020 eftir að Víkingsliðið hafði sett markið mjög hátt. Klippa: Arnar, Kári og Sölvi í þættinum Víkingar - Fullkominn endir „Það kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn. Þetta var eiginlega síðasta árið hjá Kára og Sölva. Menn missa móðinn einhvern veginn þrátt fyrir að það sé nóg eftir af mótinu. Covid er skollið þarna á af fullum þunga, fáir áhorfendur ef einhverjir voru,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um um vonbrigðin sumarið 2020. „Ég ætla ekki að fara að kenna Covid um en það gekk bara ekkert. Við vorum slakir að búa til færi og liðin náðu að beita rosalega mikið af skyndisóknum gegn okkur. Það var eins og liðin væru búin að fatta hvernig ætti að spila á móti okkur. Þetta var svolítið barnalegt,“ sagði Kári Árnason. „Við vorum meira að reyna að halda boltanum en um leið og hann tapaðist þá fengum við á okkur skyndisókn, við vorum með fáa menn til baka og mörkin voru yfirleitt skoruð þannig gegn okkur. Liðin biðu bara eftir okkur og náðu okkur síðan á skyndisóknum,“ sagði Kári. Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum töluðum flestir um Víkinga sem vonbrigði sumarsins 2020. „Þeir töluðu digurbarkalega í byrjun móts og komu brattir inn í mótið. Það var engin innistæða fyrir því og þeir enda í tíunda sæti. Það hljóta að vera stærstu vonbrigði sumarsins,“ sagði Atli Viðar Björnsson meðal annars. „Síðasti leikurinn minn á þessu tímabili var fyrir framan tóma stúku, í skítaveðri á móti KA. Ég slit liðböndin í viðbeininu hjá mér. Ég lendi illa á öxlinni og liðbandið slitnar. Ég missi af restinni en ég held að mótið hafi verið flautað af tveimur til þremur leikjum eftir það,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Hér fyrir ofan má sjá þetta brot úr þættinum. Hann verður á dagskrá á morgun laugardag, fyrst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4 en svo verður hann líka sýndur eftir Subway Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eða um klukkan 22.00. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson fékk einstakt aðgengi að Víkingsliðinu í sumar og auka myndavélar voru á Víkingum bæði inn á vellinum sem og inn í klefa. Nú verða þættirnir sýndir næstu helgar á Stöð 2 Sport. Víkingar höfðu ekki orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu síðan 1991 en ráðin var goðsögn frá Akranesi til að þjálfa liðið. Arnar Gunnlaugsson tekur við liðinu haustið 2018 og var með stóra drauma. Gulldrengir Víkinga, Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen snúa heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku og ætla að ljúka ferli sínum heima, í Víkinni. Í þáttunum fékk Stöð 2 Sport einstakt tækifæri til að fylgja Kára og Sölva eftir síðustu mánuði á þeirra ferli og verða um leið vitni af ótrúlegum lokasprett hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni og Mjólkurbikarnum sumarið 2021. Í fyrsta þættinum af fjórum kynnumst við meðal annars þjálfara liðsins Arnari Gunnlaugssyni en farið er yfir ráðningu hans til Víkings og fyrstu tímabil hans með liðið. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þessum fyrsta þætti en þar ræða Arnar, Kári og Sölvi meðal annars vonbrigðatímabilið 2020 eftir að Víkingsliðið hafði sett markið mjög hátt. Klippa: Arnar, Kári og Sölvi í þættinum Víkingar - Fullkominn endir „Það kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn. Þetta var eiginlega síðasta árið hjá Kára og Sölva. Menn missa móðinn einhvern veginn þrátt fyrir að það sé nóg eftir af mótinu. Covid er skollið þarna á af fullum þunga, fáir áhorfendur ef einhverjir voru,“ sagði Arnar Gunnlaugsson um um vonbrigðin sumarið 2020. „Ég ætla ekki að fara að kenna Covid um en það gekk bara ekkert. Við vorum slakir að búa til færi og liðin náðu að beita rosalega mikið af skyndisóknum gegn okkur. Það var eins og liðin væru búin að fatta hvernig ætti að spila á móti okkur. Þetta var svolítið barnalegt,“ sagði Kári Árnason. „Við vorum meira að reyna að halda boltanum en um leið og hann tapaðist þá fengum við á okkur skyndisókn, við vorum með fáa menn til baka og mörkin voru yfirleitt skoruð þannig gegn okkur. Liðin biðu bara eftir okkur og náðu okkur síðan á skyndisóknum,“ sagði Kári. Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum töluðum flestir um Víkinga sem vonbrigði sumarsins 2020. „Þeir töluðu digurbarkalega í byrjun móts og komu brattir inn í mótið. Það var engin innistæða fyrir því og þeir enda í tíunda sæti. Það hljóta að vera stærstu vonbrigði sumarsins,“ sagði Atli Viðar Björnsson meðal annars. „Síðasti leikurinn minn á þessu tímabili var fyrir framan tóma stúku, í skítaveðri á móti KA. Ég slit liðböndin í viðbeininu hjá mér. Ég lendi illa á öxlinni og liðbandið slitnar. Ég missi af restinni en ég held að mótið hafi verið flautað af tveimur til þremur leikjum eftir það,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Hér fyrir ofan má sjá þetta brot úr þættinum. Hann verður á dagskrá á morgun laugardag, fyrst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 4 en svo verður hann líka sýndur eftir Subway Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eða um klukkan 22.00. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira