Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 88-108 | Gestirnir á toppinn eftir öruggan sigur í Vesturbænum Sverrir Mar Smárason skrifar 3. desember 2021 22:05 Það þarf fleiri en einn til að stöðva Milka. Vísir/Bára Dröfn KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. Keflavík hefur gengið vel á útivelli það sem af er leiktíð og er liðið nú komið á topp deildarinnar þökk sé sannfærandi sigri í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur og skiptust liðin á að skora nokkrar körfur í röð. KR-ingar stýrðu fyrsta leikhluta heilt yfir og gekk vel að sækja hratt á Keflavík. Það var greinilegt frá byrjun að Keflavík vildi ekki spila eins hraðan leik og KR hafði í huga. Milka í baráttunni.Vísir/Bára Dröfn Vörn KR var öflug til að byrja með en Valur Orri náði að setja niður þrista inn á milli og David Okeke tók sín fráköst. Keflavík jafnaði þegar lítið var eftir af 1. leikhluta, Helgi Már, þjálfari KR, tók leikhlé og snéri við blaðinu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 31-25 heimamönnum í vil. Varnarleikur Keflavíkur gekk betur í 2. leikhluta og náðu þeir að stoppa hraðar sóknir og þvinga KR-inga í skot sem þeir vildu ekki. Á sama tíma nýttu þeir sér stolna bolta og góða vörn til þess að loksins komast yfir í leiknum eftir um 15 mínútna leik. Úr leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Undir lok leikhlutans settu Calvin Burks og Jaka Brodnik sitthvorar tvær körfurnar fyrir Keflavík á meðan Þórir Guðmundur skoraði 5 stig fyrir KR. Hálfleikstölur 50-55 og Keflvíkingar búnir að snúa leiknum sér í vil. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn þegar litið er til baka. Keflvíkingar juku þó forskot sitt hægt og rólega. Þriðji leikhluti fór hægt af stað og liðin skiptust á að skora. Milka og Hörður Axel skoruðu sitthvora körfuna fyrir Keflavík á meðan Brynjar Þór steig upp og hélt KR-ingum inni í leiknum. Undir lok leikhlutans fékk Hörður Axel þrjú vítaskot og möguleika á því að koma Keflavík tíu stigum yfir. Hann hitti þó aðeins úr tveimur þeirra og staðan því 70-79 þegar liðin komu út í fjórða leikhluta. Hörður Axel stýrir sóknarleik Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Keflavík byrjaði fjórða leikhluta mun betur. Vörn þeirra náði að stoppa sókn KR fyrstu þrjár mínútur leikhlutans og sóknin hélt áfram að skora. Jaka Brodnik setti tvær körfur, Calvin Burks sömuleiðis tvær og Milka eina til þess að koma Keflaví í fimmtán stiga forystu. KR-ingar svöruðu fyrir sig og minnkuðu muninn aftur niður í níu stig. Undir lok leiks voru bæði lið komin í bónus og KR-ingar reyndu að taka sénsa en reynslan í liði Keflavíkur skein í gegn. Lokatölur 88-108, gestunum í vil. David Okeke var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 24 stig og 12 fráköst. Dominykas Milka þar á eftir með 23 stig og 9 fráköst. Í liði KR skoraði Þórir Guðmundur 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Adama Darbo, sem snéri aftur í kvöld eftir meiðsli, skoraði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar eru með reynslumikið og gott lið. Það sýndi sig í dag. Þeir fóru ekki á taugum þó svo að KR færi vel af stað. Þeir unnu sig frekar hægt og rólega inn í leikinn og tóku stjórnina á leiknum um miðjan 2. leikhluta. Þeir hafa innanborðs stóra og öfluga leikmenn sem geta stigið upp hvenær sem þeir þurfa á þeim að halda og það gerðu þeir í dag. Hverjir voru bestir? Milka og David Okeke voru yfirburðarmenn í kvöld. Jaka Brodnik ekki langt þar undan. Þórir Guðmundur hélt áfram að djöflast og berjast fyrir betri úrslitum í kvöld og endaði með góða tölfræðilínu. Flottur karakter sem þekkir svo sannarlega ekki uppgjöf. Þórir Guðmundur í baráttunni við Milka.Vísir/Bára Dröfn Hvað hefði mátt betur fara? KR voru á flottu flugi framan af er snarkólnuðu svo. Þegar þú hleypir liði eins og Keflavík fram úr þér þá er mjög erfitt að koma til baka. KR leyfði Keflavík að taka stjórnina í leiknum, þeir hættu að keyra að körfunni og hlaupa á þá og það varð þeim að falli. Hvað gerist næst? Keflavík fær Tindastól í heimsókn í Reykjanesbæ á föstudaginn eftir viku, 10. desember, klukkan 20:15. KR fer í heimsókn í Þorlákshöfn og leikur gegn Þór Þ. Næstkomandi fimmtudag, 9. desember, klukkan 19:15. Skrifast að einhverju leyti á mig Helgi Már, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn „Já vissulega svekktir, þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Við byrjuðum hann svosem alveg ágætlega og ég er bara nokkuð sáttur við fyrri hálfleikinn en svo í seinni hálfleik ná þeir að taka allt flæði úr sóknarleiknum okkar sem varð, að mér fannst, hægur og einhæfur. Við tókum sénsa undir lokin og þetta var kannski ekki tuttugu stiga leikur en við þurftum bara að taka áhættur. Líka bara erfitt að vera með einn manninn okkar meiddann sem hefði hjálpað okkur í þessum leik,“ sagði Helgi Már, þjálfari KR. Líkt og fyrr segir komust Keflavík betur inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleik og Helgi Már var svekktur út í sjálfan sig og liðið. „Þeir fóru bara að stýra tempóinu um miðbik 2. leikhluta og við náðum ekki að finna lausnir á því. Það skrifast að einhvejru leyti á mig. Ég hefði átt að undirbúa liðið betur til þess að finna lausnir á varnarleik Keflavíkur. Við vorum hálf hægir og einhæfir og þetta var ‚stagnant‘ hjá okkur,“ sagði Helgi að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla KR Keflavík ÍF Körfubolti Íslenski körfuboltinn
KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. Keflavík hefur gengið vel á útivelli það sem af er leiktíð og er liðið nú komið á topp deildarinnar þökk sé sannfærandi sigri í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur og skiptust liðin á að skora nokkrar körfur í röð. KR-ingar stýrðu fyrsta leikhluta heilt yfir og gekk vel að sækja hratt á Keflavík. Það var greinilegt frá byrjun að Keflavík vildi ekki spila eins hraðan leik og KR hafði í huga. Milka í baráttunni.Vísir/Bára Dröfn Vörn KR var öflug til að byrja með en Valur Orri náði að setja niður þrista inn á milli og David Okeke tók sín fráköst. Keflavík jafnaði þegar lítið var eftir af 1. leikhluta, Helgi Már, þjálfari KR, tók leikhlé og snéri við blaðinu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 31-25 heimamönnum í vil. Varnarleikur Keflavíkur gekk betur í 2. leikhluta og náðu þeir að stoppa hraðar sóknir og þvinga KR-inga í skot sem þeir vildu ekki. Á sama tíma nýttu þeir sér stolna bolta og góða vörn til þess að loksins komast yfir í leiknum eftir um 15 mínútna leik. Úr leik kvöldsins.Vísir/Bára Dröfn Undir lok leikhlutans settu Calvin Burks og Jaka Brodnik sitthvorar tvær körfurnar fyrir Keflavík á meðan Þórir Guðmundur skoraði 5 stig fyrir KR. Hálfleikstölur 50-55 og Keflvíkingar búnir að snúa leiknum sér í vil. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn þegar litið er til baka. Keflvíkingar juku þó forskot sitt hægt og rólega. Þriðji leikhluti fór hægt af stað og liðin skiptust á að skora. Milka og Hörður Axel skoruðu sitthvora körfuna fyrir Keflavík á meðan Brynjar Þór steig upp og hélt KR-ingum inni í leiknum. Undir lok leikhlutans fékk Hörður Axel þrjú vítaskot og möguleika á því að koma Keflavík tíu stigum yfir. Hann hitti þó aðeins úr tveimur þeirra og staðan því 70-79 þegar liðin komu út í fjórða leikhluta. Hörður Axel stýrir sóknarleik Keflavíkur.Vísir/Bára Dröfn Keflavík byrjaði fjórða leikhluta mun betur. Vörn þeirra náði að stoppa sókn KR fyrstu þrjár mínútur leikhlutans og sóknin hélt áfram að skora. Jaka Brodnik setti tvær körfur, Calvin Burks sömuleiðis tvær og Milka eina til þess að koma Keflaví í fimmtán stiga forystu. KR-ingar svöruðu fyrir sig og minnkuðu muninn aftur niður í níu stig. Undir lok leiks voru bæði lið komin í bónus og KR-ingar reyndu að taka sénsa en reynslan í liði Keflavíkur skein í gegn. Lokatölur 88-108, gestunum í vil. David Okeke var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 24 stig og 12 fráköst. Dominykas Milka þar á eftir með 23 stig og 9 fráköst. Í liði KR skoraði Þórir Guðmundur 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Adama Darbo, sem snéri aftur í kvöld eftir meiðsli, skoraði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar eru með reynslumikið og gott lið. Það sýndi sig í dag. Þeir fóru ekki á taugum þó svo að KR færi vel af stað. Þeir unnu sig frekar hægt og rólega inn í leikinn og tóku stjórnina á leiknum um miðjan 2. leikhluta. Þeir hafa innanborðs stóra og öfluga leikmenn sem geta stigið upp hvenær sem þeir þurfa á þeim að halda og það gerðu þeir í dag. Hverjir voru bestir? Milka og David Okeke voru yfirburðarmenn í kvöld. Jaka Brodnik ekki langt þar undan. Þórir Guðmundur hélt áfram að djöflast og berjast fyrir betri úrslitum í kvöld og endaði með góða tölfræðilínu. Flottur karakter sem þekkir svo sannarlega ekki uppgjöf. Þórir Guðmundur í baráttunni við Milka.Vísir/Bára Dröfn Hvað hefði mátt betur fara? KR voru á flottu flugi framan af er snarkólnuðu svo. Þegar þú hleypir liði eins og Keflavík fram úr þér þá er mjög erfitt að koma til baka. KR leyfði Keflavík að taka stjórnina í leiknum, þeir hættu að keyra að körfunni og hlaupa á þá og það varð þeim að falli. Hvað gerist næst? Keflavík fær Tindastól í heimsókn í Reykjanesbæ á föstudaginn eftir viku, 10. desember, klukkan 20:15. KR fer í heimsókn í Þorlákshöfn og leikur gegn Þór Þ. Næstkomandi fimmtudag, 9. desember, klukkan 19:15. Skrifast að einhverju leyti á mig Helgi Már, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn „Já vissulega svekktir, þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Við byrjuðum hann svosem alveg ágætlega og ég er bara nokkuð sáttur við fyrri hálfleikinn en svo í seinni hálfleik ná þeir að taka allt flæði úr sóknarleiknum okkar sem varð, að mér fannst, hægur og einhæfur. Við tókum sénsa undir lokin og þetta var kannski ekki tuttugu stiga leikur en við þurftum bara að taka áhættur. Líka bara erfitt að vera með einn manninn okkar meiddann sem hefði hjálpað okkur í þessum leik,“ sagði Helgi Már, þjálfari KR. Líkt og fyrr segir komust Keflavík betur inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleik og Helgi Már var svekktur út í sjálfan sig og liðið. „Þeir fóru bara að stýra tempóinu um miðbik 2. leikhluta og við náðum ekki að finna lausnir á því. Það skrifast að einhvejru leyti á mig. Ég hefði átt að undirbúa liðið betur til þess að finna lausnir á varnarleik Keflavíkur. Við vorum hálf hægir og einhæfir og þetta var ‚stagnant‘ hjá okkur,“ sagði Helgi að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.