Krúsi sló í gegn: „Fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 21:15 Markús Pálsson kann að spila á salinn. stefán þór friðriksson Fáir hafa eflaust notið þess meira að keppa á Evrópumótinu í hópfimleikum en Markús Pálsson í blönduðu liði Íslands í unglingaflokki. Íslenska liðið fékk brons og Markús var hinn kátasti með afraksturinn. „Ég er meira en sáttur með þetta. Ég ætlaði ekki tómhentur heim. Auðvitað hefði gaman að fá gull eða brons en ég fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu,“ sagði Markús í samtali við Vísi. Íslenska hækkaði heildareinkunn sína verulega frá undankeppni. „Við stilltum hausinn og vorum algjörlega í „sóninu“ í dag. Við negldum dýnuna þar sem við vorum aðeins slappari síðast. Trampólínið var samt betra í undanúrslitunum. En annars var þetta mjög góður árangur hjá okkar liði. Ég er mjög sáttur.“ Íslenska liðið var ekki langt frá því sænska sem endaði í 2. sæti, aðeins 0.600. Markús neitar því ekki að hann hefði viljað fá silfrið. Allir með!stefán þór friðriksson „Við vorum mjög nálægt. Við fengum aðeins minna á trampólíni en svona er þetta sport,“ sagði Markús. Hann var í miklum fíling í undankeppninni eins og áður hefur verið fjallað um. Hann naut þess ekki síður að keppa í kvöld. „Núna fékk ég að vera í sex umferðum sem er risastórt. Ég lenti ekki alveg öllu og get gert miklu betur en svona er þetta. Það var meiri stemmning í stúkunni og þetta var geggjað,“ sagði Markús. Áður en viðtalið hófst góluðu liðsmenn annarra liða „Krúsi, Krúsi“ við góðar undirtektir hans. Markús virðist algjörlega hafa slegið í gegn á EM með mikilli keppnisgleði og einlægri ástríðu. „Ég hef farið á síðustu þrjú stórmót bara sem áhorfandi og búinn að kynnast fullt af fólki frá öllum þessum löndum og halda sambandi við það. Og þau þekkja mig sem Krúsa,“ sagði Markús, eða Krúsi. Krúsi í ham.stefán þór friðriksson Aðeins tæpt ár er í næsta Evrópumót sem fer fram í Lúxemborg. Og þar ætlar Krúsi að vera. „Ég geri mitt besta til þess. Ég held ég eigi alveg góða möguleika á að vera annað hvort í blandaða liðið eða karlaliðið og ætla að láta ljós mitt skína þar,“ sagði Krúsi að lokum. EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira
„Ég er meira en sáttur með þetta. Ég ætlaði ekki tómhentur heim. Auðvitað hefði gaman að fá gull eða brons en ég fékk að stíga upp á verðlaunapall og fá þessa geggjuðu medalíu,“ sagði Markús í samtali við Vísi. Íslenska hækkaði heildareinkunn sína verulega frá undankeppni. „Við stilltum hausinn og vorum algjörlega í „sóninu“ í dag. Við negldum dýnuna þar sem við vorum aðeins slappari síðast. Trampólínið var samt betra í undanúrslitunum. En annars var þetta mjög góður árangur hjá okkar liði. Ég er mjög sáttur.“ Íslenska liðið var ekki langt frá því sænska sem endaði í 2. sæti, aðeins 0.600. Markús neitar því ekki að hann hefði viljað fá silfrið. Allir með!stefán þór friðriksson „Við vorum mjög nálægt. Við fengum aðeins minna á trampólíni en svona er þetta sport,“ sagði Markús. Hann var í miklum fíling í undankeppninni eins og áður hefur verið fjallað um. Hann naut þess ekki síður að keppa í kvöld. „Núna fékk ég að vera í sex umferðum sem er risastórt. Ég lenti ekki alveg öllu og get gert miklu betur en svona er þetta. Það var meiri stemmning í stúkunni og þetta var geggjað,“ sagði Markús. Áður en viðtalið hófst góluðu liðsmenn annarra liða „Krúsi, Krúsi“ við góðar undirtektir hans. Markús virðist algjörlega hafa slegið í gegn á EM með mikilli keppnisgleði og einlægri ástríðu. „Ég hef farið á síðustu þrjú stórmót bara sem áhorfandi og búinn að kynnast fullt af fólki frá öllum þessum löndum og halda sambandi við það. Og þau þekkja mig sem Krúsa,“ sagði Markús, eða Krúsi. Krúsi í ham.stefán þór friðriksson Aðeins tæpt ár er í næsta Evrópumót sem fer fram í Lúxemborg. Og þar ætlar Krúsi að vera. „Ég geri mitt besta til þess. Ég held ég eigi alveg góða möguleika á að vera annað hvort í blandaða liðið eða karlaliðið og ætla að láta ljós mitt skína þar,“ sagði Krúsi að lokum.
EM í hópfimleikum Fimleikar Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira