Gular viðvaranir um nær allt Suður- og Vesturland Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2021 07:48 Gular viðvaranir eru í gildi víða á landinu. Veðurstofa Ísland Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vesturhorni landsins fram eftir degi vegna veðurs. Búast má við miklu hvassviðri og mögulega snjókomu. Veðurviðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 10 og gilda þar til klukkan 18 í kvöld. Búast má við suðaustan stormi eða hvassviðri og 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast er í efri byggðum og á Kjalarnesi. Varað er við því að lausir munir geti fokið og þá muni hlýna með rigningu síðdegis, þannig að talsverð hálka gæti myndast á vegum. Á Suðurlandi taka viðvaranir gildi klukkan 10 og er varað við suðaustanátt, 15 til 25 metrum á sekúndu en vindhviður við fjöll gætu farið upp í 40 metra á sekúndu, til dæmis undir Eyjafjöllum. Fólk er varað við því að vera á ferðinni nema það sé nauðsynlegt, varasamt geti verið fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð. Á Faxaflóa taka viðvaranir gildi núna klukkan 9 og við Breiðafjörð klukkan 8 og er gert ráð fyrir svipuðu veðri og á Suðurlandi og varað er við vindhviðum við Hafnarfjall, Kjalarnes og á Snæfellsnesi. Norðar á landinu, á Vestfjörðum, á Ströndum og Norðurlandi vestra, taka viðvaranir gildi klukkan 15 síðdegis. Gert er ráð fyrir suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu og gætu vindstrengir náð 35 metrum við fjöll. Búist er við úrkomu og skafrenningi á Vestfjörðum. Viðvaranir hafa þegar tekið gildi á Miðhálendinu en þar er jafnvel verra veður en í byggð, 20 til 25 metrar í vindi en hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 metrar á sekúndu. Snjókoma og lélegt skyggni. Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira
Veðurviðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 10 og gilda þar til klukkan 18 í kvöld. Búast má við suðaustan stormi eða hvassviðri og 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast er í efri byggðum og á Kjalarnesi. Varað er við því að lausir munir geti fokið og þá muni hlýna með rigningu síðdegis, þannig að talsverð hálka gæti myndast á vegum. Á Suðurlandi taka viðvaranir gildi klukkan 10 og er varað við suðaustanátt, 15 til 25 metrum á sekúndu en vindhviður við fjöll gætu farið upp í 40 metra á sekúndu, til dæmis undir Eyjafjöllum. Fólk er varað við því að vera á ferðinni nema það sé nauðsynlegt, varasamt geti verið fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð. Á Faxaflóa taka viðvaranir gildi núna klukkan 9 og við Breiðafjörð klukkan 8 og er gert ráð fyrir svipuðu veðri og á Suðurlandi og varað er við vindhviðum við Hafnarfjall, Kjalarnes og á Snæfellsnesi. Norðar á landinu, á Vestfjörðum, á Ströndum og Norðurlandi vestra, taka viðvaranir gildi klukkan 15 síðdegis. Gert er ráð fyrir suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu og gætu vindstrengir náð 35 metrum við fjöll. Búist er við úrkomu og skafrenningi á Vestfjörðum. Viðvaranir hafa þegar tekið gildi á Miðhálendinu en þar er jafnvel verra veður en í byggð, 20 til 25 metrar í vindi en hvassast í vindstrengjum við fjöll og hviður um 45 metrar á sekúndu. Snjókoma og lélegt skyggni.
Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira