Handbolti

Ótrúlegir sigrar Svíþjóðar og Noregs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Noregur vann stórsigur í dag.
Noregur vann stórsigur í dag. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Öllum leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta er nú lokið. Svíðþjóð og Noregur unnu bæði sína leiki með yfir 30 marka mun.

Það var lítið um spennu í leikjum dagsins ef þriggja marka sigur Rússlands á Slóveníu er frá talinn. Svíþjóð vann Púertó Ríkó með 38 marka mun, lokatölur 48-10. Nathalie Mari Hagman gerði sér lítið fyrir og skoraði 19 mörk í liði Svíþjóðar.

Noregur vann Íran með 32 marka mun, lokatölur þar 41-9. Þórir Hergeirsson nýtti hóp sinn vel og dreifðist markaskorun Noregs á nær alla leikmenn liðsins. Marit Røsberg Jacobsen var markahæst í liði Noregs með sjö mörk.

Heimsmeistarar Hollands unnu svo stærsta sigur dagsins en Holland lagði Úsbekistan með 41 marks mun, lokatölur 58-17.

Önnur úrslit

Rúmenía 38-17 Kasakstan

Slóvenía 18-29 Frakkland

Svartfjallaland 30-20 Angóla

Serbía 43-18 Kamerún

Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli fyrir sig. Hér má sjá stöðuna í riðlum mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×