Leifur gröfustjóri mætti með risaávísun og keypti landsliðsmarkvörðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 10:02 Leifur Guðjónsson á tali við Guðjón Guðmundsson. S2 Sport Gaupi var á ferðinni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og að þessu sinni var hann kom til Mosfellsbæjar til að hitta mikilvæga menn sem vinna á bak við tjöldin hjá Olís deildar liði Aftureldingar. „Sjálfboðaliðarnir í Olís deild karla í handbolta skipta mikli máli og sumir hverjir hafa verið lengi að. Leifur gröfustjóri í Mosfellsbænum er búinn að vera í átján ár, ótrúlegt eintak. Sumir segja eina eintakið í Mosfellbænum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi innslagsins síns, Eina, í gær. Gaupi vildi vita hvers vegna menn gefa kost á sér í svona sjálfboðastarf. Ég vil skila einhverju til baka hérna „Þetta er ómetanlegur áhugi hjá mér. Ég hef verið í handboltanum síðan ég man eftir mér og ég vil skila einhverju til baka hérna. Ég er líka í gríðarlega skemmtilegum félagsskap í kringum þetta,“ sagði Leifur Guðjónsson. Guðjón segir frá því að Leifur hafi farið í Hafnarfjörð árið 1997 með ávísun upp á níu hundruð þúsund krónur og að hann hafi keypt með því Bergsvein Bergsveinsson, þáverandi landsliðsmarkvörð. Klippa: Seinni bylgjan: Mennirnir á bak við tjöldin hjá Aftureldingu Leifur svaraði játandi en Gaupi vildi vita meira um málið. Einn kjúklingur sendur með tékkann „Það var einn kjúklingur sendur með tékkann og hann var keyptur hingað. Þetta var hitamál og viðkvæmt mál en það endaði mjög vel fyrir okkur,“ sagði Leifur. Bergsveinn átti eftir að hjálpa Aftureldingu að vinna tvöfalt veturinn 1998-99 fyrstu titla félagsins í karlahandboltanum. Liðið vann gamla lið Bergsveins í báðum úrslitaleikjum. „Nú erum við að upplýsa það hvað hann kostaði,“ sagði Guðjón en Leiftur bætti við: „Þú verður bara að uppreikna það. Þetta var 1999,“ sagði Leifur. Gaupi spurði Leif líka út í skoðanir hans á handboltanum því hann hefur þær og lætur í sér heyra. Tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum S2 Sport „Ég tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum og við sjáum þetta nokkuð rétt. Við höfum verið að fara oft yfir þetta og ég held að það sé mikill sannleikur í því,“ sagði Leifur og hann er ekki alltaf sáttur með dómarana. „Nei, langt frá því. Það er ágætt að einhver veiti þeim aðhald og geti sagt þeim til,“ sagði Leifur. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs í Mosfellsbæ og fyrrum formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, segir að menn eins og Leifur séu ómissandi. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum „Leifur er okkar traustasti maður og er örugglega búinn að vera í kringum þetta í tuttugu ár. Það er ekki til neitt sem heitir nei hjá Leibba. Það er bara við reddum þessu og svoleiðis menn eru bara nauðsynlegir í svona sjálfboðaliðastarf eins og við erum að reka hérna,“ sagði Ásgeir. Ingi Már og Gunnar Ólafur hafa starfið lengi fyrir Aftureldingu.S2 Sport „Hann sér um þetta allt saman. Hann fer í bakaríið, mokar göturnar í Mosfellsbænum og svo er hann blómakóngur í Grímsbæ. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum,“ sagði Ásgeir. Guðjón sagði einnig frá mönnunum á ritaborðinu í Mosfellsbænum sem hafa verið þar í áratugi. „Þeir fundu upp handboltann að eigin sögn,“ sagði Guðjón. „Við erum búnir að vera rúmlega fjörutíu ár og þú sérð engan bilbug á okkur. Við verðum hér alveg þangað til að við förum á elliheimilið,“ sagði Ingi Már, tímavörður en með honum var Gunnar Ólafur. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
„Sjálfboðaliðarnir í Olís deild karla í handbolta skipta mikli máli og sumir hverjir hafa verið lengi að. Leifur gröfustjóri í Mosfellsbænum er búinn að vera í átján ár, ótrúlegt eintak. Sumir segja eina eintakið í Mosfellbænum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi innslagsins síns, Eina, í gær. Gaupi vildi vita hvers vegna menn gefa kost á sér í svona sjálfboðastarf. Ég vil skila einhverju til baka hérna „Þetta er ómetanlegur áhugi hjá mér. Ég hef verið í handboltanum síðan ég man eftir mér og ég vil skila einhverju til baka hérna. Ég er líka í gríðarlega skemmtilegum félagsskap í kringum þetta,“ sagði Leifur Guðjónsson. Guðjón segir frá því að Leifur hafi farið í Hafnarfjörð árið 1997 með ávísun upp á níu hundruð þúsund krónur og að hann hafi keypt með því Bergsvein Bergsveinsson, þáverandi landsliðsmarkvörð. Klippa: Seinni bylgjan: Mennirnir á bak við tjöldin hjá Aftureldingu Leifur svaraði játandi en Gaupi vildi vita meira um málið. Einn kjúklingur sendur með tékkann „Það var einn kjúklingur sendur með tékkann og hann var keyptur hingað. Þetta var hitamál og viðkvæmt mál en það endaði mjög vel fyrir okkur,“ sagði Leifur. Bergsveinn átti eftir að hjálpa Aftureldingu að vinna tvöfalt veturinn 1998-99 fyrstu titla félagsins í karlahandboltanum. Liðið vann gamla lið Bergsveins í báðum úrslitaleikjum. „Nú erum við að upplýsa það hvað hann kostaði,“ sagði Guðjón en Leiftur bætti við: „Þú verður bara að uppreikna það. Þetta var 1999,“ sagði Leifur. Gaupi spurði Leif líka út í skoðanir hans á handboltanum því hann hefur þær og lætur í sér heyra. Tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum S2 Sport „Ég tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum og við sjáum þetta nokkuð rétt. Við höfum verið að fara oft yfir þetta og ég held að það sé mikill sannleikur í því,“ sagði Leifur og hann er ekki alltaf sáttur með dómarana. „Nei, langt frá því. Það er ágætt að einhver veiti þeim aðhald og geti sagt þeim til,“ sagði Leifur. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs í Mosfellsbæ og fyrrum formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, segir að menn eins og Leifur séu ómissandi. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum „Leifur er okkar traustasti maður og er örugglega búinn að vera í kringum þetta í tuttugu ár. Það er ekki til neitt sem heitir nei hjá Leibba. Það er bara við reddum þessu og svoleiðis menn eru bara nauðsynlegir í svona sjálfboðaliðastarf eins og við erum að reka hérna,“ sagði Ásgeir. Ingi Már og Gunnar Ólafur hafa starfið lengi fyrir Aftureldingu.S2 Sport „Hann sér um þetta allt saman. Hann fer í bakaríið, mokar göturnar í Mosfellsbænum og svo er hann blómakóngur í Grímsbæ. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum,“ sagði Ásgeir. Guðjón sagði einnig frá mönnunum á ritaborðinu í Mosfellsbænum sem hafa verið þar í áratugi. „Þeir fundu upp handboltann að eigin sögn,“ sagði Guðjón. „Við erum búnir að vera rúmlega fjörutíu ár og þú sérð engan bilbug á okkur. Við verðum hér alveg þangað til að við förum á elliheimilið,“ sagði Ingi Már, tímavörður en með honum var Gunnar Ólafur. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira