Leifur gröfustjóri mætti með risaávísun og keypti landsliðsmarkvörðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 10:02 Leifur Guðjónsson á tali við Guðjón Guðmundsson. S2 Sport Gaupi var á ferðinni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og að þessu sinni var hann kom til Mosfellsbæjar til að hitta mikilvæga menn sem vinna á bak við tjöldin hjá Olís deildar liði Aftureldingar. „Sjálfboðaliðarnir í Olís deild karla í handbolta skipta mikli máli og sumir hverjir hafa verið lengi að. Leifur gröfustjóri í Mosfellsbænum er búinn að vera í átján ár, ótrúlegt eintak. Sumir segja eina eintakið í Mosfellbænum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi innslagsins síns, Eina, í gær. Gaupi vildi vita hvers vegna menn gefa kost á sér í svona sjálfboðastarf. Ég vil skila einhverju til baka hérna „Þetta er ómetanlegur áhugi hjá mér. Ég hef verið í handboltanum síðan ég man eftir mér og ég vil skila einhverju til baka hérna. Ég er líka í gríðarlega skemmtilegum félagsskap í kringum þetta,“ sagði Leifur Guðjónsson. Guðjón segir frá því að Leifur hafi farið í Hafnarfjörð árið 1997 með ávísun upp á níu hundruð þúsund krónur og að hann hafi keypt með því Bergsvein Bergsveinsson, þáverandi landsliðsmarkvörð. Klippa: Seinni bylgjan: Mennirnir á bak við tjöldin hjá Aftureldingu Leifur svaraði játandi en Gaupi vildi vita meira um málið. Einn kjúklingur sendur með tékkann „Það var einn kjúklingur sendur með tékkann og hann var keyptur hingað. Þetta var hitamál og viðkvæmt mál en það endaði mjög vel fyrir okkur,“ sagði Leifur. Bergsveinn átti eftir að hjálpa Aftureldingu að vinna tvöfalt veturinn 1998-99 fyrstu titla félagsins í karlahandboltanum. Liðið vann gamla lið Bergsveins í báðum úrslitaleikjum. „Nú erum við að upplýsa það hvað hann kostaði,“ sagði Guðjón en Leiftur bætti við: „Þú verður bara að uppreikna það. Þetta var 1999,“ sagði Leifur. Gaupi spurði Leif líka út í skoðanir hans á handboltanum því hann hefur þær og lætur í sér heyra. Tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum S2 Sport „Ég tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum og við sjáum þetta nokkuð rétt. Við höfum verið að fara oft yfir þetta og ég held að það sé mikill sannleikur í því,“ sagði Leifur og hann er ekki alltaf sáttur með dómarana. „Nei, langt frá því. Það er ágætt að einhver veiti þeim aðhald og geti sagt þeim til,“ sagði Leifur. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs í Mosfellsbæ og fyrrum formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, segir að menn eins og Leifur séu ómissandi. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum „Leifur er okkar traustasti maður og er örugglega búinn að vera í kringum þetta í tuttugu ár. Það er ekki til neitt sem heitir nei hjá Leibba. Það er bara við reddum þessu og svoleiðis menn eru bara nauðsynlegir í svona sjálfboðaliðastarf eins og við erum að reka hérna,“ sagði Ásgeir. Ingi Már og Gunnar Ólafur hafa starfið lengi fyrir Aftureldingu.S2 Sport „Hann sér um þetta allt saman. Hann fer í bakaríið, mokar göturnar í Mosfellsbænum og svo er hann blómakóngur í Grímsbæ. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum,“ sagði Ásgeir. Guðjón sagði einnig frá mönnunum á ritaborðinu í Mosfellsbænum sem hafa verið þar í áratugi. „Þeir fundu upp handboltann að eigin sögn,“ sagði Guðjón. „Við erum búnir að vera rúmlega fjörutíu ár og þú sérð engan bilbug á okkur. Við verðum hér alveg þangað til að við förum á elliheimilið,“ sagði Ingi Már, tímavörður en með honum var Gunnar Ólafur. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Sjálfboðaliðarnir í Olís deild karla í handbolta skipta mikli máli og sumir hverjir hafa verið lengi að. Leifur gröfustjóri í Mosfellsbænum er búinn að vera í átján ár, ótrúlegt eintak. Sumir segja eina eintakið í Mosfellbænum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi innslagsins síns, Eina, í gær. Gaupi vildi vita hvers vegna menn gefa kost á sér í svona sjálfboðastarf. Ég vil skila einhverju til baka hérna „Þetta er ómetanlegur áhugi hjá mér. Ég hef verið í handboltanum síðan ég man eftir mér og ég vil skila einhverju til baka hérna. Ég er líka í gríðarlega skemmtilegum félagsskap í kringum þetta,“ sagði Leifur Guðjónsson. Guðjón segir frá því að Leifur hafi farið í Hafnarfjörð árið 1997 með ávísun upp á níu hundruð þúsund krónur og að hann hafi keypt með því Bergsvein Bergsveinsson, þáverandi landsliðsmarkvörð. Klippa: Seinni bylgjan: Mennirnir á bak við tjöldin hjá Aftureldingu Leifur svaraði játandi en Gaupi vildi vita meira um málið. Einn kjúklingur sendur með tékkann „Það var einn kjúklingur sendur með tékkann og hann var keyptur hingað. Þetta var hitamál og viðkvæmt mál en það endaði mjög vel fyrir okkur,“ sagði Leifur. Bergsveinn átti eftir að hjálpa Aftureldingu að vinna tvöfalt veturinn 1998-99 fyrstu titla félagsins í karlahandboltanum. Liðið vann gamla lið Bergsveins í báðum úrslitaleikjum. „Nú erum við að upplýsa það hvað hann kostaði,“ sagði Guðjón en Leiftur bætti við: „Þú verður bara að uppreikna það. Þetta var 1999,“ sagði Leifur. Gaupi spurði Leif líka út í skoðanir hans á handboltanum því hann hefur þær og lætur í sér heyra. Tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum S2 Sport „Ég tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum og við sjáum þetta nokkuð rétt. Við höfum verið að fara oft yfir þetta og ég held að það sé mikill sannleikur í því,“ sagði Leifur og hann er ekki alltaf sáttur með dómarana. „Nei, langt frá því. Það er ágætt að einhver veiti þeim aðhald og geti sagt þeim til,“ sagði Leifur. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs í Mosfellsbæ og fyrrum formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, segir að menn eins og Leifur séu ómissandi. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum „Leifur er okkar traustasti maður og er örugglega búinn að vera í kringum þetta í tuttugu ár. Það er ekki til neitt sem heitir nei hjá Leibba. Það er bara við reddum þessu og svoleiðis menn eru bara nauðsynlegir í svona sjálfboðaliðastarf eins og við erum að reka hérna,“ sagði Ásgeir. Ingi Már og Gunnar Ólafur hafa starfið lengi fyrir Aftureldingu.S2 Sport „Hann sér um þetta allt saman. Hann fer í bakaríið, mokar göturnar í Mosfellsbænum og svo er hann blómakóngur í Grímsbæ. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum,“ sagði Ásgeir. Guðjón sagði einnig frá mönnunum á ritaborðinu í Mosfellsbænum sem hafa verið þar í áratugi. „Þeir fundu upp handboltann að eigin sögn,“ sagði Guðjón. „Við erum búnir að vera rúmlega fjörutíu ár og þú sérð engan bilbug á okkur. Við verðum hér alveg þangað til að við förum á elliheimilið,“ sagði Ingi Már, tímavörður en með honum var Gunnar Ólafur. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira