Heldur starfinu en þarf að greiða sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2021 16:15 Frá vettvangi handtökunnar í Hafnarfirði í fyrra. Aðsend Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu sem leystur var frá störfum í nóvember í fyrra vegna framkvæmdar handtöku í Hafnarfirði er aftur kominn til starfa. Hann þarf að greiða eitt hundrað þúsund króna sekt vegna þess hvernig hann beitti kylfu sinni. Fréttablaðið greindi frá málinu á forsíðu sinni þann 6. nóvember í fyrra. Umræddur maður hafði verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Sagðist hann vera með Covid-19. Var haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að fjórir lögreglumenn sem handtóku manninn við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði hefðu gengið allt of langt í aðgerðum sínum. Sökuðu þeir lögreglumennina um gróft ofbeldi. Lýstu þeir því hvernig einn lögreglumannannana hefði slegið inn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til héraðssaksóknara og var lögreglumaðurinn sendur í tímabundið leyfi. Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr búkmyndavél lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í svari við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins að héraðssaksóknari hafi skoðað málið en það verið fellt niður. Sú niðurstaða hafi verið kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurfellinguna að mestu leyti í haust. Hins vegar hafi ríkissaksóknari ekki fallist á niðurfellingu varðandi hvernig lögreglumaðurinn lokaði kylfu sinni með því að ýta henni í bak hins handtekna. Þeim þætti málsins hafi verið lokið með sektargerð upp á eitt hundrað þúsund krónur. Málið rataði einnig inn á borð Nefndar um eftirlit með lögreglu sem getur nú tekið það fyrir þar sem meðferð málsins hjá ákæruvaldinu er lokið. Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22 Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51 Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá málinu á forsíðu sinni þann 6. nóvember í fyrra. Umræddur maður hafði verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Sagðist hann vera með Covid-19. Var haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að fjórir lögreglumenn sem handtóku manninn við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði hefðu gengið allt of langt í aðgerðum sínum. Sökuðu þeir lögreglumennina um gróft ofbeldi. Lýstu þeir því hvernig einn lögreglumannannana hefði slegið inn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til héraðssaksóknara og var lögreglumaðurinn sendur í tímabundið leyfi. Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr búkmyndavél lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í svari við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins að héraðssaksóknari hafi skoðað málið en það verið fellt niður. Sú niðurstaða hafi verið kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurfellinguna að mestu leyti í haust. Hins vegar hafi ríkissaksóknari ekki fallist á niðurfellingu varðandi hvernig lögreglumaðurinn lokaði kylfu sinni með því að ýta henni í bak hins handtekna. Þeim þætti málsins hafi verið lokið með sektargerð upp á eitt hundrað þúsund krónur. Málið rataði einnig inn á borð Nefndar um eftirlit með lögreglu sem getur nú tekið það fyrir þar sem meðferð málsins hjá ákæruvaldinu er lokið.
Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22 Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51 Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22
Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51
Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44