„Við skulum bara láta verkin tala“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2021 18:15 Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu á dögunum. Vísir/Vilhelm Jóni Gunnarssyni innanríkisráðherra þykir umræða í tengslum við undirskriftasöfnun þar sem skorað er á forsætisráðherra að víkja Jóni úr embætti vera ómálaefnanleg og ekki svaraverð. Hann segist ætla að láta verkin tala. Greint var frá því dag að hópur sem berst gegn ofbeldismenningu hafi hafið undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra víki Jóni Gunnarssyni úr starfi sem ráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telur ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með Jón í brúnni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.700 manns skrifað undir listann. Jón var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskriftarsöfnunni. „Ég segi bara eitt um þessi mál almennt. Það er gríðarlega mikilvægt að við öll tökumst á við þennan vágest í íslensku samfélagi, sem kynferðisafbrotamál eru. Ég mun ekki draga af mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón. Segist hann ætla að láta verkin tala og þolendur ofbeldis þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að málefnum þeirra verði sópað undir teppið. „Mér finnst þessi umræða hafa verið ómálefnanlegt og mér finnst hún ekki svaraverð. Ég ætla ekki að elta ólar við hana. Við skulum bara láta verkin tala, það er það sem við ætlum að gera hér. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að fara að sópa einhverjum slíkum málaflokkum undir teppið. Það er ekki í kortunum,“ sagði Jón. Fyrr í þættinum greindi hann frá því að hann hafi í morgun átt fund með ríkislögreglustjóra og starfsmönnum þar sem þessi mál voru rædd. Benti Jón á að aðeins væri talið að um tuttugu prósent af kynferðisbrotum væru tilkynnt til lögreglunnar. „Það þarf auðvitað að auka traust þeirra sem standa frammi fyrir slíkum málum, brotaþolum og annarra, einfalda kannski leiðir þeirra til að tilkynna þetta inn,“ sagði Jón sem reiknar með að tilkynningum um brot muni fara fjölgandi. „Með auknu viðbragði og auknu trausti á því kerfi sem tekur við þessum málum gerum við ráð fyrir að það muni fjölga mjög brotum sem verða tilkynnt inn til lögreglunnar. Þá þarf auðvitað að fylgja því eftir með fjármagni svo hún geti brugðist og málsmeðferðartíminn verði ekki alltof langur. Það hefur verið gagnrýnt og það er réttmæt gagnrýni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Greint var frá því dag að hópur sem berst gegn ofbeldismenningu hafi hafið undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra víki Jóni Gunnarssyni úr starfi sem ráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telur ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með Jón í brúnni. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 1.700 manns skrifað undir listann. Jón var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við undirskriftarsöfnunni. „Ég segi bara eitt um þessi mál almennt. Það er gríðarlega mikilvægt að við öll tökumst á við þennan vágest í íslensku samfélagi, sem kynferðisafbrotamál eru. Ég mun ekki draga af mér á þeim vettvangi,“ sagði Jón. Segist hann ætla að láta verkin tala og þolendur ofbeldis þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að málefnum þeirra verði sópað undir teppið. „Mér finnst þessi umræða hafa verið ómálefnanlegt og mér finnst hún ekki svaraverð. Ég ætla ekki að elta ólar við hana. Við skulum bara láta verkin tala, það er það sem við ætlum að gera hér. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að fara að sópa einhverjum slíkum málaflokkum undir teppið. Það er ekki í kortunum,“ sagði Jón. Fyrr í þættinum greindi hann frá því að hann hafi í morgun átt fund með ríkislögreglustjóra og starfsmönnum þar sem þessi mál voru rædd. Benti Jón á að aðeins væri talið að um tuttugu prósent af kynferðisbrotum væru tilkynnt til lögreglunnar. „Það þarf auðvitað að auka traust þeirra sem standa frammi fyrir slíkum málum, brotaþolum og annarra, einfalda kannski leiðir þeirra til að tilkynna þetta inn,“ sagði Jón sem reiknar með að tilkynningum um brot muni fara fjölgandi. „Með auknu viðbragði og auknu trausti á því kerfi sem tekur við þessum málum gerum við ráð fyrir að það muni fjölga mjög brotum sem verða tilkynnt inn til lögreglunnar. Þá þarf auðvitað að fylgja því eftir með fjármagni svo hún geti brugðist og málsmeðferðartíminn verði ekki alltof langur. Það hefur verið gagnrýnt og það er réttmæt gagnrýni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi MeToo Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53 Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. 6. desember 2021 11:53