Fullvel man ég 80 ára jól Bryndís Víglundsdóttir skrifar 14. desember 2021 07:01 Það voru að koma jól. Satt að segja man ég lítið og eiginlega ekkert eftir jólunum fyrr en ég var komin í barnaskólann en þá var líka mikið um að vera. Kennarinn minn hét Anna Konráðsdóttir og hún gerði aldeilis meira en kenna okkur lestur, skrift og reikning. Öll árin sem ég var hjá henni í Barnaskóla Austurbæjar setti hún upp með bekknum leikrit sem sýnt var á jólaskemmtunum skólans. Hún hjálpaði okkur að velja leikritin, aðstoðaði okkur við að útbúa búninga og æfði svo texta og leik eftir að kennslu lauk á daginn. Stundum voru þetta fallegar skrautsýningar eins og t.d. söngleikurinn um burnirótina sem mig minnir að sé eftir Pál Árdal. Anna lét okkur um að velja sjálf í hlutverkin og var auðvitað mikill spenningur hver yrði valinn í hvað. Eitt árið sýndum vð leikrit um óskirnar þrjár og bættum við söguna ýmsu til að krydda hana. Ég var í hlutverki kellingarinna en Sveinn Einarsson(síðar Þjóðleikhússtjóri) lék karlinn hennar. Bjúgað sem festist á nefi kellingar var úttroðinn brúnn ullarsokkur og kellingin varð að halda honum við nefið um leið og hún þóttist vera að reyna að losa bjúgað. Oft sýndum við þessi leikrit okkar líka á Sumardaginn fyrsta á skemmtunum sem Barnavinafélagið Sumargjöf hélt, otast í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Þá er að minnast á kortagerðina. Anna varð sér úti um pappír handa okkur, ég held hún hafi farið í prentsmiðju og fengið afskorninga og þetta fengum við til að búa til jólakort. Við skrifuðum jólakort hvert til annars, allir urðu að fá kort! Mikið var skreytt og mér finnst að hugmyndaflugið hafi verið frábært. Ekki man ég hvernig kortin voru flokkuð en öll komust þau til viðtakenda! Klukkan var að verða sex og klukkan sex hljómaði aftansöngur í útvarpinu. Þulurinn bauð fólki gleðileg jól og sagði að nú hæfiist aftansöngur í Dómkirkjunni í Reykjavík, sr. Bjarni Jónsson myndi predika en Páll Ísólfsson spili á orgelið, dómkórinn syngi og Þuríður Pálsdóttir muni syngja einsöng. Pabbi var kominn í sparifötin sín og við, börnin vorum líka prúðbúin, stelpurnar í nýjum kjólum og Nonni bróðir í matrósafötum. Ég man sérstakega eftir einum jólunum að mamma saumaði á mig grænköflóttan taftkjól með hringsniðnu pilsi og beltið var dökkgrænn flauelsborði. Ég hef aldrei verið jafnfín og ég var aðfangadagskvöldið sem ég fór í þennan kjól! Orgelspilið fyllti út í hvern krók og kima í íbúðinni okkar og þegr kórinn hóf upp raustina tókum við öll undir. Hæst og mest söng pabbi með sinni fallegu tenór rödd. Mamma var enn frammi í eldúsi að leggja síðustu hönd á undirbúinig hátíðamáltíarinnar en söng samt með. Og svo hljómaði jólaguðspkallið- .og svo bar við um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara................við hlýddum á þessa ævafornu frásögu og sáum fyrir okkur Maríu og Jósef leita sér að húsaskjóli því að María ætlaði að fara að fæða barnið. Það var ekkert rúm fyrir þau í gistihúsunum svo að þau fóru í fjárhús og þar fæddist Jesú, barnið þeirra. Ég fór stundum inn í lambakofann í sveitinni minni og velti fyrir mér hvar kona gæti lagst þar til að fæða barn og kom ekki auga á það væri hægt. Líklega voru lambhúsin í Gyðingalandi stærri og eitthvað fínni því að þarna fæddist sjálfur frelsarinn. Svo kom að því í lok messunnar að sunginn var sálmurinn Heims um ból. Mér þótti þetta hræðilegur sálmur og skildi ekki af hverju hann var sunginn á jólunum. Ég var hrædd við þessa „mein illu skepnu sem lá í myrkrinu „ og reyndi að spyrja mömmu um skepnuna. „Ósköpar rugl er í þér, barn“ , sagði hún og ég var hrædd áfram. Svo liðu árin og ég var komin í Kvennaskólann í Reykjavík. Þar kenndi okkur þýsku ljúf og góð kona, frú Salóme Nagel. Þegar leið að jólum kenndi hún okkur jólasálminn Stille Nacht, heilige Nacht sem Sveibjörn Egilsson hafði þýtt yfir á íslensku og látið heita Heims um ból. Hvernig skyldi nú þessa meinilla skepna hljóma á þýsku, hugsaði ég. En frú Salóme söng þá bara um lítinn dreng með ljósa lokka sem svaf í „himneskum friði“. Hvílík lausn frá ótta og vansæld! Ég er frú Salóme ævinlega þakklát fyrir að kenna okkur þennan fallega jólasálm. Sparistellið var á borðinu og silfurborðbúnaður ásamt með mjög fallegum glösum. Mamma bauð okkur að gjöra svo vel og pabbi hafði blandð öl í sparikönnuna. Blandið var appelsín, malt og svolítill bjór líka. Þetta fannst okkur ótrúlega gott og svo gátum við líka fengið hvítöl sem ölgerð Egils Skallagrímssonar bruggaði fyrir jólin. Við máttum fá af þessum veigum eins mikið og við gátum drukkið. Foreldrar mínir lögðu mikla áherslu á að hafa eins góðan mat á jólunum og nokkur kostur var. Þegar ég var barn var ekki hægt að fá kalkúna eða kjúkinga hér á landi og lítið var um svínakjöt. Fyrir ein jólin sendi Geir bóndi í Eskihlíð okkur svínakótelettur sem voru hafðar í matinn á aðfangadagskvöld. Einu sinni voru rjúpur og stundum var haft lambalæri. En alltaf var borið fram niðursneitt hangikjöt með öðrum mat og hveitikökur sem mamma bakaði alltaf á aðfangadag. Pabbi bað um þetta! Pabbi var laxveiðimaður og hann lét ævinlega reykja lax fyrir jólin, kom svo heim með reykt flak á Þorláksmessu og þá var nú kátt í kotinu! Við vorum send út í Alþýðubrauðgerð til að ná í hveitibrauð, sem aldrei var annars keypt heima hjá mér og svo stóðum við á beit. Dessertinn á aðfangadagskvöld var alltaf hinn sami og hét bara jóladessert. Mamma hafði lært að gera þennan dessert hjá mömmu sinni. Í botninn á skálinni var smurt rababarasultu, makkarónukökur (úr möndlum) brotnar yfir og bleytt í með rommi- mamma notaði að vísu romm essence því að hún notaði ekki vín-. Þá var löguð „froumage“ með ávöxtum og skálin fyllt og ofan á allt saman var svo settur þeyttur rjómi og hann skreyttur með ávöxtum. Þetta þótti okkur himneskt! Þegar mamma hafði eignast ísskáp bjó hún til ís sem við gátum líka fengið okkur. En fyrir fyrstu jólin sem ég man er ein minning mjög áberandi, minningin um að ná í rjómann í dessertinn. Lítið var um rjóma og hann var skammtaður, 1 dl. á mann. Ekki er hægt að laga dessert fyrir stóra fjölskyldu úr 1 dl. af rjóma! Ekki var heldur einu sinni víst að maður fengi þennan dl. ef maður var ekki með þeim fyrstu inn í mjólkurbúðina. Við systurnar vorum þrjár og tókum það til ráðs að við fórum í sitt hvora mjólkurbúðina og voru mættar í biðröð um hálf átta um morguninn. Mjólkurbúðir voru opnaðar kl. 8. Ein fór í Alþýðubrauðgerðina þar sem seld var mjólkurvara fyrir utan brauðið, önnur fór inn á Laugaveg í búðina við hliðina á Silla og Valda á horninu á Laugavegi og Barónsstíg og sú þriðja fór í búðina á horninu á Barónsstíg og Njálsgötu. Svo hlupum við heim með feng okkar og lögðum af stað aftur og fórum nú í aðra búð en áður. Oft tókst okkur að fá aftur rjómaskammt . Þetta gerðum við tvo eða þrjá morgna, þangað til við mamma hafði nóg í dessertinn. Það var líka alltaf þó nokkur spenna hvort okkur tækist að fá nægileg egg svo að hægt væri að baka smákökur. Foreldrar mínir áttu erfðafestuland í Fossvoginum og Geir bóndi í Eskihlíð leigði túnið af pabba. Hann var mjög sáttur við samskiptin við pabba og sendi okkur yfirleitt egg fyrir jólin. Nú geng ég inn í búðirnar í Reykjavík og tek öll þau egg sem mig langar að fá úr eggjastæðunum og rjóminn flæðir um allt. Hvílíkur lúxus! Oft verð ég altekin gleðitilfinningu yfir þeim allsnægtum sem við búum við og blessa íslenska bændur. Lítið gervijólatré stóð á borði og voru kertaklemmur festar á það og undin kerti sett í þær. En ekki var kveikt á kertunum, foreldrar mínir töldu það of mikla eldættu. En við áttum fallegt skraut til að hengja á tréð, rauðan lúður, nokkrar kúlur og tvo fallega fugla. Svo settum við bómull kringum fótinn og átti hún að vera fyrir snjó. Þegar við stækkuðum náðum við í grenigreinar sem við festum fyrir ofan dyrnar, við bjuggum til músastiga úr marglitum pappír og festum á veggina og þá fannst okkur orðið mjög jólalegt heima. Foreldrar mínir gáfu ekki jólagjafir og við bjuggumst ekki við að fá þær. En við fengum samt alltaf einn pakka frá Möggu Guðmunds, konu sem hafði verið vinnukona heima þegar við vorum fjórir óvitar þar og tók hún miklu ástfóstri við okkur og hélt vinskap við heimilið alla ævina. Oftast saumaði hún flúnelsnáttkjóla á okkur stelpurnar og gaf okkur en ég man ekki hvað hún gaf Nonna. En foreldrar mínir gerðu mjög vel við okkur í mat og öllum viðurgerning á jólunum, mamma bakaði mikið af góðum kökum sem við máttum borða eins og okkur langaði í og við vorum ánægð með það. Ég læt fylgja með uppskriftina að jóladessertinum. Þekið botninn á stórri skál með rababarasultu, myljið makkarónukökur (fást núna danskar úr möndlum) og bleytið í með rommi eða sherri. Ef fólk vill ekki nota áfengi er hægt að nota essensa. 4 egg 8 mtsk. sykur Hrært saman þar til það er létt og ljóst. 12 blöð af matarlími sett í kalt bað þar til blöðin eru alveg lin. Heildós af blönduðum ávöxtum opnuð, látið safinn í lítinn pott og velgið. Matarlímið tekið úr vatnsbaðinu, vatnið strokið af plötunum og þær settar í volgan safann af ávöxtunum. Nú bráðnar mararlímið í volgum safanum. 4 sítrónur kreistar og safinn látinn út í safann með matarlíminu sem nú hefur kólnað. Þeytið hálf pott af rjóma (vel). Finnið stóra skál. Setjið rjómann í skálina. Hellið eggjaþeytingnum út í rjómann. Hellið blönduðum ávötum út í. Hellið safanum með matarlíminu og sítrónunni út í. Ath: Allt sem er hér upptalið þarf að BRJÓTA saman, ekki hræra. Notið stóra sleikju og skáskerið innihald skálarinnar þar til það verður að heild. Hellið nú í skálina með sultunni, makkarónum og sherri eða rommi, látið filmu yfir og geymið inni í ísskáp þar til á að nota dessertinn. Mamma lagaði hann alltaf á Þorláksmessu og við borðuðum hann á aðfangadag. Þeytið pela af rjóma og setjið yfir dessertinn, skreytið með berjum. Við notuðum kirsuber sem við tíndum úr blönduðu ávöxtunum en nú fást auðvitað líka jarðarber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Bryndís Víglundsdóttir Tengdar fréttir Íslandssagan er full af bulli Ef við lesum skráða sögu okkar kemur í ljós að hún er saga hraustra karla og hetja. Hún er ekki saga fólks sem bjó við vanheilsu eða fötlun og hún er ekki saga kvenna og barna. 23. ágúst 2021 10:00 Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það voru að koma jól. Satt að segja man ég lítið og eiginlega ekkert eftir jólunum fyrr en ég var komin í barnaskólann en þá var líka mikið um að vera. Kennarinn minn hét Anna Konráðsdóttir og hún gerði aldeilis meira en kenna okkur lestur, skrift og reikning. Öll árin sem ég var hjá henni í Barnaskóla Austurbæjar setti hún upp með bekknum leikrit sem sýnt var á jólaskemmtunum skólans. Hún hjálpaði okkur að velja leikritin, aðstoðaði okkur við að útbúa búninga og æfði svo texta og leik eftir að kennslu lauk á daginn. Stundum voru þetta fallegar skrautsýningar eins og t.d. söngleikurinn um burnirótina sem mig minnir að sé eftir Pál Árdal. Anna lét okkur um að velja sjálf í hlutverkin og var auðvitað mikill spenningur hver yrði valinn í hvað. Eitt árið sýndum vð leikrit um óskirnar þrjár og bættum við söguna ýmsu til að krydda hana. Ég var í hlutverki kellingarinna en Sveinn Einarsson(síðar Þjóðleikhússtjóri) lék karlinn hennar. Bjúgað sem festist á nefi kellingar var úttroðinn brúnn ullarsokkur og kellingin varð að halda honum við nefið um leið og hún þóttist vera að reyna að losa bjúgað. Oft sýndum við þessi leikrit okkar líka á Sumardaginn fyrsta á skemmtunum sem Barnavinafélagið Sumargjöf hélt, otast í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Þá er að minnast á kortagerðina. Anna varð sér úti um pappír handa okkur, ég held hún hafi farið í prentsmiðju og fengið afskorninga og þetta fengum við til að búa til jólakort. Við skrifuðum jólakort hvert til annars, allir urðu að fá kort! Mikið var skreytt og mér finnst að hugmyndaflugið hafi verið frábært. Ekki man ég hvernig kortin voru flokkuð en öll komust þau til viðtakenda! Klukkan var að verða sex og klukkan sex hljómaði aftansöngur í útvarpinu. Þulurinn bauð fólki gleðileg jól og sagði að nú hæfiist aftansöngur í Dómkirkjunni í Reykjavík, sr. Bjarni Jónsson myndi predika en Páll Ísólfsson spili á orgelið, dómkórinn syngi og Þuríður Pálsdóttir muni syngja einsöng. Pabbi var kominn í sparifötin sín og við, börnin vorum líka prúðbúin, stelpurnar í nýjum kjólum og Nonni bróðir í matrósafötum. Ég man sérstakega eftir einum jólunum að mamma saumaði á mig grænköflóttan taftkjól með hringsniðnu pilsi og beltið var dökkgrænn flauelsborði. Ég hef aldrei verið jafnfín og ég var aðfangadagskvöldið sem ég fór í þennan kjól! Orgelspilið fyllti út í hvern krók og kima í íbúðinni okkar og þegr kórinn hóf upp raustina tókum við öll undir. Hæst og mest söng pabbi með sinni fallegu tenór rödd. Mamma var enn frammi í eldúsi að leggja síðustu hönd á undirbúinig hátíðamáltíarinnar en söng samt með. Og svo hljómaði jólaguðspkallið- .og svo bar við um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara................við hlýddum á þessa ævafornu frásögu og sáum fyrir okkur Maríu og Jósef leita sér að húsaskjóli því að María ætlaði að fara að fæða barnið. Það var ekkert rúm fyrir þau í gistihúsunum svo að þau fóru í fjárhús og þar fæddist Jesú, barnið þeirra. Ég fór stundum inn í lambakofann í sveitinni minni og velti fyrir mér hvar kona gæti lagst þar til að fæða barn og kom ekki auga á það væri hægt. Líklega voru lambhúsin í Gyðingalandi stærri og eitthvað fínni því að þarna fæddist sjálfur frelsarinn. Svo kom að því í lok messunnar að sunginn var sálmurinn Heims um ból. Mér þótti þetta hræðilegur sálmur og skildi ekki af hverju hann var sunginn á jólunum. Ég var hrædd við þessa „mein illu skepnu sem lá í myrkrinu „ og reyndi að spyrja mömmu um skepnuna. „Ósköpar rugl er í þér, barn“ , sagði hún og ég var hrædd áfram. Svo liðu árin og ég var komin í Kvennaskólann í Reykjavík. Þar kenndi okkur þýsku ljúf og góð kona, frú Salóme Nagel. Þegar leið að jólum kenndi hún okkur jólasálminn Stille Nacht, heilige Nacht sem Sveibjörn Egilsson hafði þýtt yfir á íslensku og látið heita Heims um ból. Hvernig skyldi nú þessa meinilla skepna hljóma á þýsku, hugsaði ég. En frú Salóme söng þá bara um lítinn dreng með ljósa lokka sem svaf í „himneskum friði“. Hvílík lausn frá ótta og vansæld! Ég er frú Salóme ævinlega þakklát fyrir að kenna okkur þennan fallega jólasálm. Sparistellið var á borðinu og silfurborðbúnaður ásamt með mjög fallegum glösum. Mamma bauð okkur að gjöra svo vel og pabbi hafði blandð öl í sparikönnuna. Blandið var appelsín, malt og svolítill bjór líka. Þetta fannst okkur ótrúlega gott og svo gátum við líka fengið hvítöl sem ölgerð Egils Skallagrímssonar bruggaði fyrir jólin. Við máttum fá af þessum veigum eins mikið og við gátum drukkið. Foreldrar mínir lögðu mikla áherslu á að hafa eins góðan mat á jólunum og nokkur kostur var. Þegar ég var barn var ekki hægt að fá kalkúna eða kjúkinga hér á landi og lítið var um svínakjöt. Fyrir ein jólin sendi Geir bóndi í Eskihlíð okkur svínakótelettur sem voru hafðar í matinn á aðfangadagskvöld. Einu sinni voru rjúpur og stundum var haft lambalæri. En alltaf var borið fram niðursneitt hangikjöt með öðrum mat og hveitikökur sem mamma bakaði alltaf á aðfangadag. Pabbi bað um þetta! Pabbi var laxveiðimaður og hann lét ævinlega reykja lax fyrir jólin, kom svo heim með reykt flak á Þorláksmessu og þá var nú kátt í kotinu! Við vorum send út í Alþýðubrauðgerð til að ná í hveitibrauð, sem aldrei var annars keypt heima hjá mér og svo stóðum við á beit. Dessertinn á aðfangadagskvöld var alltaf hinn sami og hét bara jóladessert. Mamma hafði lært að gera þennan dessert hjá mömmu sinni. Í botninn á skálinni var smurt rababarasultu, makkarónukökur (úr möndlum) brotnar yfir og bleytt í með rommi- mamma notaði að vísu romm essence því að hún notaði ekki vín-. Þá var löguð „froumage“ með ávöxtum og skálin fyllt og ofan á allt saman var svo settur þeyttur rjómi og hann skreyttur með ávöxtum. Þetta þótti okkur himneskt! Þegar mamma hafði eignast ísskáp bjó hún til ís sem við gátum líka fengið okkur. En fyrir fyrstu jólin sem ég man er ein minning mjög áberandi, minningin um að ná í rjómann í dessertinn. Lítið var um rjóma og hann var skammtaður, 1 dl. á mann. Ekki er hægt að laga dessert fyrir stóra fjölskyldu úr 1 dl. af rjóma! Ekki var heldur einu sinni víst að maður fengi þennan dl. ef maður var ekki með þeim fyrstu inn í mjólkurbúðina. Við systurnar vorum þrjár og tókum það til ráðs að við fórum í sitt hvora mjólkurbúðina og voru mættar í biðröð um hálf átta um morguninn. Mjólkurbúðir voru opnaðar kl. 8. Ein fór í Alþýðubrauðgerðina þar sem seld var mjólkurvara fyrir utan brauðið, önnur fór inn á Laugaveg í búðina við hliðina á Silla og Valda á horninu á Laugavegi og Barónsstíg og sú þriðja fór í búðina á horninu á Barónsstíg og Njálsgötu. Svo hlupum við heim með feng okkar og lögðum af stað aftur og fórum nú í aðra búð en áður. Oft tókst okkur að fá aftur rjómaskammt . Þetta gerðum við tvo eða þrjá morgna, þangað til við mamma hafði nóg í dessertinn. Það var líka alltaf þó nokkur spenna hvort okkur tækist að fá nægileg egg svo að hægt væri að baka smákökur. Foreldrar mínir áttu erfðafestuland í Fossvoginum og Geir bóndi í Eskihlíð leigði túnið af pabba. Hann var mjög sáttur við samskiptin við pabba og sendi okkur yfirleitt egg fyrir jólin. Nú geng ég inn í búðirnar í Reykjavík og tek öll þau egg sem mig langar að fá úr eggjastæðunum og rjóminn flæðir um allt. Hvílíkur lúxus! Oft verð ég altekin gleðitilfinningu yfir þeim allsnægtum sem við búum við og blessa íslenska bændur. Lítið gervijólatré stóð á borði og voru kertaklemmur festar á það og undin kerti sett í þær. En ekki var kveikt á kertunum, foreldrar mínir töldu það of mikla eldættu. En við áttum fallegt skraut til að hengja á tréð, rauðan lúður, nokkrar kúlur og tvo fallega fugla. Svo settum við bómull kringum fótinn og átti hún að vera fyrir snjó. Þegar við stækkuðum náðum við í grenigreinar sem við festum fyrir ofan dyrnar, við bjuggum til músastiga úr marglitum pappír og festum á veggina og þá fannst okkur orðið mjög jólalegt heima. Foreldrar mínir gáfu ekki jólagjafir og við bjuggumst ekki við að fá þær. En við fengum samt alltaf einn pakka frá Möggu Guðmunds, konu sem hafði verið vinnukona heima þegar við vorum fjórir óvitar þar og tók hún miklu ástfóstri við okkur og hélt vinskap við heimilið alla ævina. Oftast saumaði hún flúnelsnáttkjóla á okkur stelpurnar og gaf okkur en ég man ekki hvað hún gaf Nonna. En foreldrar mínir gerðu mjög vel við okkur í mat og öllum viðurgerning á jólunum, mamma bakaði mikið af góðum kökum sem við máttum borða eins og okkur langaði í og við vorum ánægð með það. Ég læt fylgja með uppskriftina að jóladessertinum. Þekið botninn á stórri skál með rababarasultu, myljið makkarónukökur (fást núna danskar úr möndlum) og bleytið í með rommi eða sherri. Ef fólk vill ekki nota áfengi er hægt að nota essensa. 4 egg 8 mtsk. sykur Hrært saman þar til það er létt og ljóst. 12 blöð af matarlími sett í kalt bað þar til blöðin eru alveg lin. Heildós af blönduðum ávöxtum opnuð, látið safinn í lítinn pott og velgið. Matarlímið tekið úr vatnsbaðinu, vatnið strokið af plötunum og þær settar í volgan safann af ávöxtunum. Nú bráðnar mararlímið í volgum safanum. 4 sítrónur kreistar og safinn látinn út í safann með matarlíminu sem nú hefur kólnað. Þeytið hálf pott af rjóma (vel). Finnið stóra skál. Setjið rjómann í skálina. Hellið eggjaþeytingnum út í rjómann. Hellið blönduðum ávötum út í. Hellið safanum með matarlíminu og sítrónunni út í. Ath: Allt sem er hér upptalið þarf að BRJÓTA saman, ekki hræra. Notið stóra sleikju og skáskerið innihald skálarinnar þar til það verður að heild. Hellið nú í skálina með sultunni, makkarónum og sherri eða rommi, látið filmu yfir og geymið inni í ísskáp þar til á að nota dessertinn. Mamma lagaði hann alltaf á Þorláksmessu og við borðuðum hann á aðfangadag. Þeytið pela af rjóma og setjið yfir dessertinn, skreytið með berjum. Við notuðum kirsuber sem við tíndum úr blönduðu ávöxtunum en nú fást auðvitað líka jarðarber.
Íslandssagan er full af bulli Ef við lesum skráða sögu okkar kemur í ljós að hún er saga hraustra karla og hetja. Hún er ekki saga fólks sem bjó við vanheilsu eða fötlun og hún er ekki saga kvenna og barna. 23. ágúst 2021 10:00
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar