„SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2021 09:01 Arnar Þór Viðarsson var ekki par sáttur með að mega ekki velja Kolbein Sigþórsson í landsliðshópinn í haust. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var afar ósáttur við að stjórn KSÍ hafi tekið Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum í haust. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum fyrir leiki Íslands í undankeppni HM 2022 í haust eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi sem hann hafði beitt hana. Í skýrslu úttektarnefndarinnar sem var gerð opinber í gær kemur fram að Arnar hafi ekki verið par sáttur með að Kolbeinn hafi verið tekinn út úr landsliðshópnum. Innan stjórnar KSÍ var sendur tölvupóstur með yfirskriftinni „SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann.“ Í skýrslunni segir: „Af tölvupóstsamskiptum stjórnarfólks þennan dag má ráða að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, var ekki alls kostar sáttur með að stjórn hefði tilkynnt að B væri útilokaður frá landsliðinu í komandi leikjum. Þennan dag var sendur innan stjórnarhópsins tölvupóstur með efnisheitinu „SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“. Í þeim samskiptum kemur m.a. fram að varaformenn KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir og Gísli Gíslason, hafi síðar um kvöldið átt fund með Arnari Þór og Eiði Smára Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara A-landsliðsins, þar sem gleymst hafi „að fara yfir næstu skref með landsliðsþjálfurunum og hvernig [eigi] að tækla framhaldið með landsliðið.“ Kolbeinn hefur ekki leikið með landsliðinu síðan síðasta sumar. Hann er markahæsti leikmaður í sögu þess ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Kolbeinn, sem er 31 árs, yfirgefur IFK Gautaborg þegar samningur hans við félagið rennur út. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Kolbeinn var tekinn út úr landsliðshópnum fyrir leiki Íslands í undankeppni HM 2022 í haust eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi sem hann hafði beitt hana. Í skýrslu úttektarnefndarinnar sem var gerð opinber í gær kemur fram að Arnar hafi ekki verið par sáttur með að Kolbeinn hafi verið tekinn út úr landsliðshópnum. Innan stjórnar KSÍ var sendur tölvupóstur með yfirskriftinni „SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann.“ Í skýrslunni segir: „Af tölvupóstsamskiptum stjórnarfólks þennan dag má ráða að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, var ekki alls kostar sáttur með að stjórn hefði tilkynnt að B væri útilokaður frá landsliðinu í komandi leikjum. Þennan dag var sendur innan stjórnarhópsins tölvupóstur með efnisheitinu „SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“. Í þeim samskiptum kemur m.a. fram að varaformenn KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir og Gísli Gíslason, hafi síðar um kvöldið átt fund með Arnari Þór og Eiði Smára Guðjohnsen, aðstoðarþjálfara A-landsliðsins, þar sem gleymst hafi „að fara yfir næstu skref með landsliðsþjálfurunum og hvernig [eigi] að tækla framhaldið með landsliðið.“ Kolbeinn hefur ekki leikið með landsliðinu síðan síðasta sumar. Hann er markahæsti leikmaður í sögu þess ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Kolbeinn, sem er 31 árs, yfirgefur IFK Gautaborg þegar samningur hans við félagið rennur út. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44
KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23