Kellogg hyggst ráða 1.400 starfsmenn í stað þeirra sem eru í verkfalli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 08:29 Starfsmennirnir segja betur farið með vélarnar en sig. AP/Lily Smith Stórfyrirtækið Kellogg hyggst ráða nýja starfsmenn í stað 1.400 starfsmanna sem hafa verið í verkfalli frá því í október síðastliðnum. Starfsmennirnir höfnuðu á dögunum samningi til fimm ára sem hljóðaði upp á 3 prósenta launahækkun. Að sögn talsmanna alþjóðaverkalýðssamtakanna BCTGM greiddi yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna atkvæði á móti tilboðinu, sem er það fyrsta sem fyrirtækið leggur fram í viðræðunum. Starfsmennirnir segja 3 prósent ekki nóg; þeim sé oft gert að vinna 80 stunda vinnuviku og fái ekki frí um helgar. Fyrst hafi fyrirtækið hrósað þeim sem hetjum fyrir að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum en nú sé komið annað hljóð í strokkinn. „Við fáum ekkert helgarfrí í raun. Við vinnum bara sjö daga vikunnar, stundum 100 til 130 daga í röð. Vélarnar ganga í 28 daga og svo eru þær hvíldar og þrifnar í þrjá daga. Þeir fara ekki einu sinni jafn vel með okkur og vélarnar,“ hefur Guardian eftir einum starfsmanna Kellogg. Starfsfólkið vinnur við framleiðslu morgunkorns í verksmiðjum í Michigan, Nebraska, Pennsylvaníu og Tennessee. Fyrirtækið hefur hingað til haldið framleiðslunni gangandi með því að fá utanaðkomandi verkamenn til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en hefur nú tilkynnt að það hyggist ráða aðra í störf þeirra. Todd Vachon, sem kennir vinnumarkaðsfræði við Rutgers University, segir fyrirtækið þó mögulega munu eiga í vandræðum með að fylla störfin. Til að mynda sé ekki víst að aðrir séu viljugir til að taka þátt í að grafa undan þeim sem eru í verkfalli. Þá virðist sú staðreynd að tilboði Kellogg var hafnað benda til þess að starfsmenn telji samningsstöðu sína góða. Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Að sögn talsmanna alþjóðaverkalýðssamtakanna BCTGM greiddi yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna atkvæði á móti tilboðinu, sem er það fyrsta sem fyrirtækið leggur fram í viðræðunum. Starfsmennirnir segja 3 prósent ekki nóg; þeim sé oft gert að vinna 80 stunda vinnuviku og fái ekki frí um helgar. Fyrst hafi fyrirtækið hrósað þeim sem hetjum fyrir að standa vaktina í kórónuveirufaraldrinum en nú sé komið annað hljóð í strokkinn. „Við fáum ekkert helgarfrí í raun. Við vinnum bara sjö daga vikunnar, stundum 100 til 130 daga í röð. Vélarnar ganga í 28 daga og svo eru þær hvíldar og þrifnar í þrjá daga. Þeir fara ekki einu sinni jafn vel með okkur og vélarnar,“ hefur Guardian eftir einum starfsmanna Kellogg. Starfsfólkið vinnur við framleiðslu morgunkorns í verksmiðjum í Michigan, Nebraska, Pennsylvaníu og Tennessee. Fyrirtækið hefur hingað til haldið framleiðslunni gangandi með því að fá utanaðkomandi verkamenn til að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en hefur nú tilkynnt að það hyggist ráða aðra í störf þeirra. Todd Vachon, sem kennir vinnumarkaðsfræði við Rutgers University, segir fyrirtækið þó mögulega munu eiga í vandræðum með að fylla störfin. Til að mynda sé ekki víst að aðrir séu viljugir til að taka þátt í að grafa undan þeim sem eru í verkfalli. Þá virðist sú staðreynd að tilboði Kellogg var hafnað benda til þess að starfsmenn telji samningsstöðu sína góða.
Bandaríkin Vinnumarkaður Kjaramál Matvælaframleiðsla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira