Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2021 12:36 Guðni Bergsson var formaður KSÍ þegar ábendingar um sögur af meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna bárust í sumar. Aron Einar Gunnarsson gaf skýrslu hjá lögreglu í síðustu viku vegna máls frá því í Danmörku árið 2010. VÍSIR/VILHELM Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. Þetta kemur fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og þáverandi starfsmanns sambandsins sem jafnframt er tengdamóðir þolanda, í nýbirtri skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ um viðbrögð KSÍ vegna ábendinga um kynferðislegt ofbeldi á árunum 2010-2021. Hugmyndin að sáttafundi er, samkvæmt því sem haft er eftir Guðna í skýrslunni, komin frá þolanda en það stangast á við það sem tengdamóðir hennar segir. Guðni segir í skýrslunni að vandasamt hafi verið fyrir KSÍ að aðhafast í sumar vegna máls Arons Einars og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, þar sem vilji þolanda hafi ekki komið skýrt fram. Hann mun þó hafa gert tilraunir til að leiða málið til sátta. Guðni og Klara höfðu fengið upplýsingar um málið í júní, og Klara ræddi þá strax við starfsmann KSÍ sem upplýsti hana um sjónarhorn tengdadóttur sinnar. Klara segir í skýrslunni að þau Guðni hafi þá fengið þær upplýsingar að þolandinn vildi ekki að Aron hætti að spila fyrir Ísland, og tengdamóðirin segir það réttan skilning á afstöðu þolanda á þeim tíma. Aron hafði þá verið valinn í landsliðshóp sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í vináttulandsleikjum, og lék alla leikina, en hefur ekki spilað landsleik síðan. Guðni og starfsmaðurinn ræddu saman síðari hluta júnímánaðar um hvað hefði gerst í Danmörku á sínum tíma. Starfsmaðurinn sagði þá tengdadóttur sína ekki ætla að leggja fram kæru, ræða málið við fjölmiðla „eða fara með þetta lengra“. Það var ekki fyrr en í lok september sem í ljós kom að lögreglurannsókn vegna málsins hefði verið tekin upp að nýju, en Guðni hætti sem formaður mánuði fyrr. Guðni ræddi við Aron í síma í júlí og til máls kom að aðilar hittust Guðni sagði af sér eftir að hafa orðið uppvís að því í ágúst að fullyrða ranglega að engar ábendingar um mögulegt kynferðisofbeldi landsliðsmanna hefðu borist KSÍ. Fyrr um sumarið mun hann hafa freistað þess að fá Aron Einar til sáttafundar með þolanda, en Guðna og tengdamóður þolanda greinir á um hvaðan hugmyndin að því kom. Í skýrslunni segir að Guðni hafi rætt við Aron í síma í júlí, í kjölfar frétta af því að Gylfi Þór Sigurðsson hefði verið handtekinn vegna gruns um brot gegn barni. Þar hafi Aron sagt að hann hefði ásamt öðrum leikmanni átt kynferðislegt samneyti við konu í Danmörku árið 2010 en hafnað því alfarið að þeir hefðu brotið á henni. Guðni sagði síðar hafa komið til tals að málsaðilar hittust mögulega, þegar tengdamóðir konunnar léði máls á því samkvæmt upplýsingum frá henni, en Guðni kvaðst „ekki hafa talið rétt að KSÍ hefði óumbeðið milligöngu um það né sáttaferli í máli sem þessu.“ Taldi ljóst að Guðni hefði hvorki rætt við Geir né Ólaf Inga Í skýrslunni er haft eftir Klöru að Guðni sé maður sátta og hafi viljað sannfæra Aron um að koma til Íslands í þessum erindagjörðum. Samkvæmt tengdamóðurinni, sem nú er hætt störfum hjá KSÍ, var hugmyndin að sáttum frá Guðna komin. Hann hafi grennslast fyrir um þann möguleika í samtali við hana um miðjan ágúst. Tengdamóðirin kvaðst í viðtali við úttektarnefndina ósátt við hvernig Guðni hélt á málinu. Hún hafi spurt hann hvort að hann hefði rætt við einhverja af þeim sem störfuðu fyrir KSÍ á árinu 2010 til að kanna hvort þeir vissu eitthvað um málið, og Guðni sagst hafa gert það. Hún teldi hins vegar ljóst að Guðni hefði á þessum tíma hvorki rætt við Geir Þorsteinsson, sem var formaður árið 2010, né Ólaf Inga Skúlason sem þá var leikmaður landsliðsins en er nú þjálfari U-19 landsliðs karla. Guðni segir að mjög vandasamt hafi verið að takast á við málið. Hann hafi litið svo á að þolandi væri með forræði á því hvað yrði gert og að trúnaðarskylda ríkti gagnvart henni. Hennar vilji með framgang málsins hefði ekki komið skýrt fram fyrr en eftir að hann lét af störfum. Meintir gerendur hafi auk þess ekki verið nafngreindir og því erfiðara að nálgast þá. Hann hafi talið sig bundinn trúnaði og kosið að taka málið ekki fyrir stjórn, á meðan að hann virðist hafa unnið að því að sátt næðist í því. Ræddi aldrei við þolandann Í skýrslunni segir að úttektarnefndin hafi fengið þær upplýsingar að Guðni Bergsson hafi aldrei rætt við þolandann í sumar þrátt fyrir að fyrrnefndur starfsmaður hefði komið því á framfæri við Guðna að tengdadóttir hennar væri reiðubúin að tala við hann. Í kjölfar afsagnar Guðna mun Klara hafa ætlað að ræða við þolandann fyrir hönd KSÍ. Ekkert virðist þó hafa orðið af því en í viðtölum við úttektarnefndina kom fram að Klara hefði hins vegar orðið fyrir miklu áreiti og fengið fjölmargar hótanir í kjölfar afsagnar stjórnar og fjölmiðlaumfjöllunar. Eftir að vinna úttektarnefndarinnar hófst sagði tengdamóðir þolandans upp starfi hjá KSÍ, eftir að hafa starfaði í meira en tvo áratugi hjá sambandinu. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Klöru ráðlagt að sækja barn sitt ekki í leikskólann Fjölmargar hótanir bárust Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í haust. Henni var meðal annars ráðlagt að sækja barn sitt ekki á leikskóla. Þá gekk hún út úr höfuðstöðvum KSÍ eftir að hafa átt samtal við forseta Íslands. 8. desember 2021 10:00 „SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var afar ósáttur við að stjórn KSÍ hafi tekið Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum í haust. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 8. desember 2021 09:01 Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44 KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í máli Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og þáverandi starfsmanns sambandsins sem jafnframt er tengdamóðir þolanda, í nýbirtri skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ um viðbrögð KSÍ vegna ábendinga um kynferðislegt ofbeldi á árunum 2010-2021. Hugmyndin að sáttafundi er, samkvæmt því sem haft er eftir Guðna í skýrslunni, komin frá þolanda en það stangast á við það sem tengdamóðir hennar segir. Guðni segir í skýrslunni að vandasamt hafi verið fyrir KSÍ að aðhafast í sumar vegna máls Arons Einars og Eggerts Gunnþórs Jónssonar, þar sem vilji þolanda hafi ekki komið skýrt fram. Hann mun þó hafa gert tilraunir til að leiða málið til sátta. Guðni og Klara höfðu fengið upplýsingar um málið í júní, og Klara ræddi þá strax við starfsmann KSÍ sem upplýsti hana um sjónarhorn tengdadóttur sinnar. Klara segir í skýrslunni að þau Guðni hafi þá fengið þær upplýsingar að þolandinn vildi ekki að Aron hætti að spila fyrir Ísland, og tengdamóðirin segir það réttan skilning á afstöðu þolanda á þeim tíma. Aron hafði þá verið valinn í landsliðshóp sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í vináttulandsleikjum, og lék alla leikina, en hefur ekki spilað landsleik síðan. Guðni og starfsmaðurinn ræddu saman síðari hluta júnímánaðar um hvað hefði gerst í Danmörku á sínum tíma. Starfsmaðurinn sagði þá tengdadóttur sína ekki ætla að leggja fram kæru, ræða málið við fjölmiðla „eða fara með þetta lengra“. Það var ekki fyrr en í lok september sem í ljós kom að lögreglurannsókn vegna málsins hefði verið tekin upp að nýju, en Guðni hætti sem formaður mánuði fyrr. Guðni ræddi við Aron í síma í júlí og til máls kom að aðilar hittust Guðni sagði af sér eftir að hafa orðið uppvís að því í ágúst að fullyrða ranglega að engar ábendingar um mögulegt kynferðisofbeldi landsliðsmanna hefðu borist KSÍ. Fyrr um sumarið mun hann hafa freistað þess að fá Aron Einar til sáttafundar með þolanda, en Guðna og tengdamóður þolanda greinir á um hvaðan hugmyndin að því kom. Í skýrslunni segir að Guðni hafi rætt við Aron í síma í júlí, í kjölfar frétta af því að Gylfi Þór Sigurðsson hefði verið handtekinn vegna gruns um brot gegn barni. Þar hafi Aron sagt að hann hefði ásamt öðrum leikmanni átt kynferðislegt samneyti við konu í Danmörku árið 2010 en hafnað því alfarið að þeir hefðu brotið á henni. Guðni sagði síðar hafa komið til tals að málsaðilar hittust mögulega, þegar tengdamóðir konunnar léði máls á því samkvæmt upplýsingum frá henni, en Guðni kvaðst „ekki hafa talið rétt að KSÍ hefði óumbeðið milligöngu um það né sáttaferli í máli sem þessu.“ Taldi ljóst að Guðni hefði hvorki rætt við Geir né Ólaf Inga Í skýrslunni er haft eftir Klöru að Guðni sé maður sátta og hafi viljað sannfæra Aron um að koma til Íslands í þessum erindagjörðum. Samkvæmt tengdamóðurinni, sem nú er hætt störfum hjá KSÍ, var hugmyndin að sáttum frá Guðna komin. Hann hafi grennslast fyrir um þann möguleika í samtali við hana um miðjan ágúst. Tengdamóðirin kvaðst í viðtali við úttektarnefndina ósátt við hvernig Guðni hélt á málinu. Hún hafi spurt hann hvort að hann hefði rætt við einhverja af þeim sem störfuðu fyrir KSÍ á árinu 2010 til að kanna hvort þeir vissu eitthvað um málið, og Guðni sagst hafa gert það. Hún teldi hins vegar ljóst að Guðni hefði á þessum tíma hvorki rætt við Geir Þorsteinsson, sem var formaður árið 2010, né Ólaf Inga Skúlason sem þá var leikmaður landsliðsins en er nú þjálfari U-19 landsliðs karla. Guðni segir að mjög vandasamt hafi verið að takast á við málið. Hann hafi litið svo á að þolandi væri með forræði á því hvað yrði gert og að trúnaðarskylda ríkti gagnvart henni. Hennar vilji með framgang málsins hefði ekki komið skýrt fram fyrr en eftir að hann lét af störfum. Meintir gerendur hafi auk þess ekki verið nafngreindir og því erfiðara að nálgast þá. Hann hafi talið sig bundinn trúnaði og kosið að taka málið ekki fyrir stjórn, á meðan að hann virðist hafa unnið að því að sátt næðist í því. Ræddi aldrei við þolandann Í skýrslunni segir að úttektarnefndin hafi fengið þær upplýsingar að Guðni Bergsson hafi aldrei rætt við þolandann í sumar þrátt fyrir að fyrrnefndur starfsmaður hefði komið því á framfæri við Guðna að tengdadóttir hennar væri reiðubúin að tala við hann. Í kjölfar afsagnar Guðna mun Klara hafa ætlað að ræða við þolandann fyrir hönd KSÍ. Ekkert virðist þó hafa orðið af því en í viðtölum við úttektarnefndina kom fram að Klara hefði hins vegar orðið fyrir miklu áreiti og fengið fjölmargar hótanir í kjölfar afsagnar stjórnar og fjölmiðlaumfjöllunar. Eftir að vinna úttektarnefndarinnar hófst sagði tengdamóðir þolandans upp starfi hjá KSÍ, eftir að hafa starfaði í meira en tvo áratugi hjá sambandinu. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Klöru ráðlagt að sækja barn sitt ekki í leikskólann Fjölmargar hótanir bárust Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í haust. Henni var meðal annars ráðlagt að sækja barn sitt ekki á leikskóla. Þá gekk hún út úr höfuðstöðvum KSÍ eftir að hafa átt samtal við forseta Íslands. 8. desember 2021 10:00 „SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var afar ósáttur við að stjórn KSÍ hafi tekið Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum í haust. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 8. desember 2021 09:01 Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44 KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Klöru ráðlagt að sækja barn sitt ekki í leikskólann Fjölmargar hótanir bárust Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í haust. Henni var meðal annars ráðlagt að sækja barn sitt ekki á leikskóla. Þá gekk hún út úr höfuðstöðvum KSÍ eftir að hafa átt samtal við forseta Íslands. 8. desember 2021 10:00
„SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var afar ósáttur við að stjórn KSÍ hafi tekið Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum í haust. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 8. desember 2021 09:01
Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44
KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti