Ásmundur eftir 0-3 tap Breiðabliks gegn Real Madríd: Verður jólagjöfin okkar í ár Sverrir Mar Smárason skrifar 8. desember 2021 23:30 Ásmundur var ekki sáttur með að fá á sig mark eftir hornspyrnu og úr ódýrri vítaspyrnu í kvöld. Vyacheslav Madiyevskyy/Getty Images Breiðablik tapaði 0-3 gegn Real Madrid í snjóþungum leik á Kópavogsvelli í Meistaradeild kvenna í kvöld. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, segir úrslitin vera svekkjandi. „Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
„Okkar fyrstu viðbrögð eru auðvitað svekkelsi þannig lagað séð. Mér finnst samt að ef maður horfir á spilamennsku liðsins og ber saman þessa tvo leiði (við Real Madrid) fyrri og seinni að þá er ég mikið ánægðari með frammistöðuna í dag heldur en úti.“ „Við vorum vel skipulagðar og þær voru ekki mikið að opna okkur. Á móti var svekkjandi að fá þá á sig mark úr föstu leikatriði eftir horn og svona frekar ódýrt víti. Ánægður með seinni hálfleikinn. Við komum með kraft inn í hann og það var mikill hugur. Mest svekkjandi að ná ekki að setja inn að minnsta kosti eitt mark í dag,“ sagði Ási á blaðamananfund eftir leik. Talsverður munur var á leiknum á milli hálfleikja þar sem Real Madrid var með boltann nánast allan fyrri hálfleik inni á vallarhelmingi Blika en í síðari hálfleik stigu Blikastúlkur ofar á völlinn. Tvær megin ástæður voru fyrir því að mati Ásmundar. „Kannski tvennt sem var megin atriði í þessu. Það fyrra eru aðstæðurnar. Það var talsverður vindur á annað markið þannig að það stýrði svolítið hlutunum. Svo var það líka að Vigdís Lilja kom inná með mikinn kraft og það hjálpaði okkur við að sækja betur á þær.“ Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, ungur leikmaður Breiðabliks, kom inná í hálfleik og átti stóran þátt í bættum sóknarleik Blika í síðari hálfleik. Ásmundur var mjög sáttur með hennar frammistöðu. „Ég var mjög ánægður með Vigdísi Lilju í dag og get alveg sagt að hún kom vel til greina í byrjunarliðið í dag. Hún er búin að vera að standa sig vel undanfarið í leikjum og á æfingum og við vitum að það er mikill kraftur í henni sem nýttist svo sannarlega í dag. Það er virkilega gaman að sjá hana koma inn og leiða liðið. Það hefði verið gaman ef það hefði svo endað með marki,“ sagði Ási um Vigdísi Lilju. Næsti leikur liðsins og jafnframt sá síðasti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í bili verður í næstu viku gegn PSG í París. Eitt af markmiðum liðsins verður að skora loks sitt fyrsta mark í keppninni. „Við erum aftur að fara að spila við geysilega öflugan andstæðing og við þurfum að spila þéttan og skipulagðan varnarleik og reyna að nýta hraðaupphlaupin okkar eins vel og við getum. Það verða svipuð markmið og svipaðar áherslur (líkt og í fyrri leikjum) og ég treysti því og trúi að við fáum fyrst markið okkar í París rétt fyrir jólin, það verður Jólagjöfin okkar í ár,“ sagði Ási að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn