Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2021 12:29 Þuríður segir skiljanlegt að margir reiði sig á eingreiðsluna. Vísir/Vilhelm „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Margir örorkulífeyrisþegar spyrja sig nú að því hvort þeir muni fá 50 þúsund króna eingreiðslu í desember líkt og í fyrra en ekkert hefur heyrst frá stjórnvöldum hvað þetta varðar, enda nýbúið að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Á síðasta ári var greiðslan greidd út 14. desember, til 24 þúsund örorku- og endurhæfingalífeyrisþega. Full greiðsla nam 50 þúsund krónum en var greidd út í samræmi við fjölda þeirra mánaða sem hver og einn hafði fengið greiddan lífeyri á árinu. „Ég geri mér vonir um að stjórnvöld komi til móts við afar bág kjör fatlaðs fólks og greiði út veglega eingreiðslu til örorkulífeyrisþega,“ segir Þuríður. Hún segist vera vongóð um að eiga samtal við stjórnvöld um málið á næstunni. „Þrýstingur er það sem hefur orðið til þess að þetta hefur náðst í gegn; að við höfum þrýst á um nauðsyn þess að bæta fötluðu fólki upp desemberuppbótina,“ segir Þuríður. Örorkulífeyrisþegar vissulega desemberuppbót en hún sé lág. „Og þessi hópur þarf örugglega meira á desemberuppbót að halda en margir aðrir.“ Þuríður segir eðlilegt að margir reiði sig á eingreiðsluna. „Neyðin er svo stór,“ segir hún. „Og við skulum bara athuga að þessir peningar fara beint í neyslu þannig að ríkissjóður fær til baka um það bil helming, að minnsta kosti.“ Jól Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Margir örorkulífeyrisþegar spyrja sig nú að því hvort þeir muni fá 50 þúsund króna eingreiðslu í desember líkt og í fyrra en ekkert hefur heyrst frá stjórnvöldum hvað þetta varðar, enda nýbúið að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Á síðasta ári var greiðslan greidd út 14. desember, til 24 þúsund örorku- og endurhæfingalífeyrisþega. Full greiðsla nam 50 þúsund krónum en var greidd út í samræmi við fjölda þeirra mánaða sem hver og einn hafði fengið greiddan lífeyri á árinu. „Ég geri mér vonir um að stjórnvöld komi til móts við afar bág kjör fatlaðs fólks og greiði út veglega eingreiðslu til örorkulífeyrisþega,“ segir Þuríður. Hún segist vera vongóð um að eiga samtal við stjórnvöld um málið á næstunni. „Þrýstingur er það sem hefur orðið til þess að þetta hefur náðst í gegn; að við höfum þrýst á um nauðsyn þess að bæta fötluðu fólki upp desemberuppbótina,“ segir Þuríður. Örorkulífeyrisþegar vissulega desemberuppbót en hún sé lág. „Og þessi hópur þarf örugglega meira á desemberuppbót að halda en margir aðrir.“ Þuríður segir eðlilegt að margir reiði sig á eingreiðsluna. „Neyðin er svo stór,“ segir hún. „Og við skulum bara athuga að þessir peningar fara beint í neyslu þannig að ríkissjóður fær til baka um það bil helming, að minnsta kosti.“
Jól Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira