Þitt nafn bjargar lífi í 20 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 06:30 Þessi mynd er máluð á hús við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Þitt nafn bjargar lífi, stærsta mannréttindaherferð í heimi, er 20 ára í dag. Herferðin er í fullum gangi og enn hægt að skrifa undir málefnin á heimasíðu Amnesty. 10. desember er alþjóðlegur mannréttindadagur. Þennan dag árið 2001 kviknaði hugmyndin að herferðinni meðal vina í aðgerðahópi Amnesty International í Varsjá í Póllandi þegar þeir ákváðu að fagna þessum degi á afgerandi hátt. Hópurinn kom saman og skrifaði fjölda bréfa í 24 tíma sleitulaust til stjórnvalda og kröfðust lausnar samviskufanga. Alls söfnuðust 2.326 bréf. Hugmyndin fór á flug á heimsvísu og ári síðar tóku aðgerðasinnar Amnesty International í átján löndum að skipuleggja slíka herferð í eigin landi. Herferðin hefur þróast og stækkað í gegnum árin en grunnurinn er sá að fólk hvaðanæva úr heiminum sameinast um þá hugmynd að samstaða fyrir réttlátari heimi sé möguleg þrátt fyrir fjarlægðir. Til marks um hversu mjög Þitt nafn bjargar lífi hefur vaxið sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota árið 2020. Íslendingar létu heldur ekki sitt eftir liggja en alls voru send rúmlega 70.000 undirskriftir á bréf til stjórnvalda þar sem þau voru krafin úrbóta. „Í krafti fjöldans eru þessar undirskriftir mikilvægt þrýstiafl sem getur breytt lífi þolenda mannréttindabrota. Það er í grunninn hugmyndin á bak við Þitt nafn bjargar lífi, sem hefur í tvo áratugi haft gríðarleg áhrif og með tímanum orðið að stærstu mannréttindaherferð í heimi,“ segir í tilkynninu frá Amnesty. „Sem dæmi um raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota má nefna mál Nassimu al-Sada, baráttukonu fyrir frelsi kvenna í Sádí-Arabíu en hún var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá 777.611 einstaklingum víðs vegar að úr heiminum í Þitt nafn bjargar lífi á síðasta ári. Hún er nú komin í faðm fjölskyldu og vina á ný. Mál hennar er eitt af mýmörgum sem ber vitni um áhrifamátt herferðarinnar.“ Tímamót Mannréttindi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Sjá meira
10. desember er alþjóðlegur mannréttindadagur. Þennan dag árið 2001 kviknaði hugmyndin að herferðinni meðal vina í aðgerðahópi Amnesty International í Varsjá í Póllandi þegar þeir ákváðu að fagna þessum degi á afgerandi hátt. Hópurinn kom saman og skrifaði fjölda bréfa í 24 tíma sleitulaust til stjórnvalda og kröfðust lausnar samviskufanga. Alls söfnuðust 2.326 bréf. Hugmyndin fór á flug á heimsvísu og ári síðar tóku aðgerðasinnar Amnesty International í átján löndum að skipuleggja slíka herferð í eigin landi. Herferðin hefur þróast og stækkað í gegnum árin en grunnurinn er sá að fólk hvaðanæva úr heiminum sameinast um þá hugmynd að samstaða fyrir réttlátari heimi sé möguleg þrátt fyrir fjarlægðir. Til marks um hversu mjög Þitt nafn bjargar lífi hefur vaxið sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota árið 2020. Íslendingar létu heldur ekki sitt eftir liggja en alls voru send rúmlega 70.000 undirskriftir á bréf til stjórnvalda þar sem þau voru krafin úrbóta. „Í krafti fjöldans eru þessar undirskriftir mikilvægt þrýstiafl sem getur breytt lífi þolenda mannréttindabrota. Það er í grunninn hugmyndin á bak við Þitt nafn bjargar lífi, sem hefur í tvo áratugi haft gríðarleg áhrif og með tímanum orðið að stærstu mannréttindaherferð í heimi,“ segir í tilkynninu frá Amnesty. „Sem dæmi um raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota má nefna mál Nassimu al-Sada, baráttukonu fyrir frelsi kvenna í Sádí-Arabíu en hún var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá 777.611 einstaklingum víðs vegar að úr heiminum í Þitt nafn bjargar lífi á síðasta ári. Hún er nú komin í faðm fjölskyldu og vina á ný. Mál hennar er eitt af mýmörgum sem ber vitni um áhrifamátt herferðarinnar.“
Tímamót Mannréttindi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Sjá meira