Verðbólga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. desember 2021 07:01 Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar