Breska dagblaðið Telegraph greinir frá því að fjölþjóðlegt leitarteymi Breta, Ítala og Bandaríkjamanna hafi endurheimt brak vélarinnar að nær öllu leyti.
Það vakti mikla athygli þegar myndband sem sýndi þotuna hrapa í sjóinn var lekið til fjölmiðla. Í myndbandinu má sjá þotuna hrapa í sjóinn í flugtaki. Enn er óvíst hvað varð til þess að þotan hrapaði en rannsókn stendur yfir. Flugmaður vélarinnar gat skotið sér út úr vélinni og slapp að mestu ómeiddur.
Atvikið átti sér stað í síðasta mánuði.
Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm
— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021
Í frétt Telegraph segir að sjóliði um borð í HMS Queen Elizabeth hafi verið fluttur til Bretlands, grunaður um að hafa lekið umræddu myndbandi.
Breskir þingmenn höfði áhyggjur af því að Rússar myndu reyna að ná til vélarinnar á undan Bretum, svo komast mætti yfir hátæknibúnað um borð í vélinni sem hulinn er leyndarhjúpi.
Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því lengur því að í frétt Telegraph segir að allur viðkvæmur búnaður vélarinnar sé kominn í öruggar hendur.