Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 11:11 Ferðamenn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Þetta kemur fram í Korni sem Greining Íslandsbanka gaf út í dag. Þar er vísað til talna Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega í nóvember. Þær hafa ekki verið færri síðan í júní en þó tuttugu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru sjaldséðir hvítir hrafnar vegna faraldursins. Fækkun hefur verið á milli mánaða í nóvember undanfarin ár. Sé síðasta ár undanskilið hafa farþegar í nóvember ekki verið færri síðan árið 2015 og raunar er það ár líka nærtækast til samanburðar fyrir undanfarna mánuði. Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 623 þúsund ferðamenn landið heim um Keflavíkurflugvöll. Þeir eru því þegar orðnir heldur fleiri í ár en þau 600 þúsund sem Greining Íslandsbanka spáði í september. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, spáir því að fjöldi ferðafólks á næsta ári geti orðið í kringum 1,3 milljónir 2022 og 1,5 milljónir 2023. „Þótt vissulega sé ekki á vísan að róa varðandi þróun faraldursins og áhrif hans á ferðavilja og -getu á heimsvísu hefur reynsla síðustu missera sýnt okkur að Ísland er ferðafúsu fólki víða um heim ofarlega í huga um leið og færi gefast og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á bata ferðaþjónustunnar á komandi misserum,“ segir á vef Íslandsbanka. Þá er snert á þróun þjónustujafnaðar þar sem vantar tölur í desember til að loka síðasta fjórðungi ársins. „Líklegt má telja að fjöldi ferðamanna á tímabilinu verði á bilinu 50 – 70 þúsund í þeim mánuði og þar með eitthvað á þriðja hundrað þúsund á 4F í heild. Gangi það eftir gætu útflutningstekjur tengdar ferðamönnum orðið í námunda við 60 ma.kr. á lokafjórðungi ársins,“ segir í greiningunni. „Að okkar mati má túlka það sem ákveðinn varnarsigur að þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í framgangi faraldursins og hægar hafi gengið að ráða niðurlögum hans en vonir stóðu til hefur ferðaþjónustan samt komið á ný til skjalanna sem býsna öflugur þáttur í öflun gjaldeyristekna.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Korni sem Greining Íslandsbanka gaf út í dag. Þar er vísað til talna Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir erlendra farþega í nóvember. Þær hafa ekki verið færri síðan í júní en þó tuttugu sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra þegar erlendir ferðamenn voru sjaldséðir hvítir hrafnar vegna faraldursins. Fækkun hefur verið á milli mánaða í nóvember undanfarin ár. Sé síðasta ár undanskilið hafa farþegar í nóvember ekki verið færri síðan árið 2015 og raunar er það ár líka nærtækast til samanburðar fyrir undanfarna mánuði. Á fyrstu 11 mánuðum ársins sóttu 623 þúsund ferðamenn landið heim um Keflavíkurflugvöll. Þeir eru því þegar orðnir heldur fleiri í ár en þau 600 þúsund sem Greining Íslandsbanka spáði í september. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, spáir því að fjöldi ferðafólks á næsta ári geti orðið í kringum 1,3 milljónir 2022 og 1,5 milljónir 2023. „Þótt vissulega sé ekki á vísan að róa varðandi þróun faraldursins og áhrif hans á ferðavilja og -getu á heimsvísu hefur reynsla síðustu missera sýnt okkur að Ísland er ferðafúsu fólki víða um heim ofarlega í huga um leið og færi gefast og engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á bata ferðaþjónustunnar á komandi misserum,“ segir á vef Íslandsbanka. Þá er snert á þróun þjónustujafnaðar þar sem vantar tölur í desember til að loka síðasta fjórðungi ársins. „Líklegt má telja að fjöldi ferðamanna á tímabilinu verði á bilinu 50 – 70 þúsund í þeim mánuði og þar með eitthvað á þriðja hundrað þúsund á 4F í heild. Gangi það eftir gætu útflutningstekjur tengdar ferðamönnum orðið í námunda við 60 ma.kr. á lokafjórðungi ársins,“ segir í greiningunni. „Að okkar mati má túlka það sem ákveðinn varnarsigur að þrátt fyrir að gengið hafi á ýmsu í framgangi faraldursins og hægar hafi gengið að ráða niðurlögum hans en vonir stóðu til hefur ferðaþjónustan samt komið á ný til skjalanna sem býsna öflugur þáttur í öflun gjaldeyristekna.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira