Munu krefjast þess að plastið fari í réttan farveg Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2021 13:30 Stundin birti í morgun myndir úr vöruhúsi í Suður-Svíþjóð þar sem finna má gríðarlegt magn plasts, þar á meðal frá Íslandi. Stundin Úrvinnslusjóður mun fara fram á það við sænska fyrirtækið Swerec að íslenskt plast sem Stundin greinir frá að hafi legið óhreyft undanfarin ár í vöruskemmu verði sett í réttan farveg. Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir íslenska endurvinnsluaðila hafi staðið í þeirri trú að um áreiðanlegt fyrirtæki væri að ræða en þvertekur fyrir það að ábyrgðin liggi hjá Úrvinnslusjóði. Stundin birti í dag myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna má í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Stundin greindi upprunalega frá málinu í fyrra en þar kom fram endurvinnsluhlutfall sænska fyrirtækisins Swerec, sem íslenskir endurvinnsluaðilar skiptu þá við, væri mun minna en um var samið. Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti því kerfi sem byggt hefur verið upp þegar kemur að endurvinnslu hér á landi og því hafi ráðuneytið haft samband við stjórn Úrvinnslusjóðs um leið og málið kom upp. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, segir ljóst að rekja megi plastúrganginn sem um ræðir til ársins 2016 þegar íslensk fyrirtæki skiptu við Swerec og sendu út plast. „Okkar viðbrögð við því að sjá að þarna sé enn þá íslenskt plast óunnið, eins og gert var ráð fyrir að yrði gert, er að stjórnin mun eftir helgi ganga frá bréfi til Swerec og krefjast þess að þau taki það íslenska plast sem þarna er og komi því í þann farveg sem um var samið á þeim tíma,“ segir Magnús. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða áreiðanlegt fyrirtæki og vísar til þess að systurstofnanir Úrvinnslusjóðs í Noregi og Svíþjóð hafi einnig skipt við fyrirtækið. Swerec hafði þó selt hluta íslenska plastsins til annars fyrirtækis á sínum tíma sem hafi síðar farið á hausinn og því hafi plastið legið óhreyft í umræddri vöruskemmu. „Engu að síður teljum við í stjórninni að þeim beri að ganga í þetta verk og að minnsta kosti taka þann hluta af íslenska úrganginum sem er í þessari skemmu, að endurvinna hann og koma honum í þann farveg sem að um var samið,“ segir Magnús. Magnús segir að Úrvinnslusjóður hafi talið að málið hafi verið leyst á sínum tíma. „Það var greinilega ekki og þess vegna munum við bregðast við með þessum hætti,“ segir Magnús en hann hafnar því að Úrvinnslusjóður beri ábyrgð. „Auðvitað er þetta ekki á ábyrgð Úrvinnslusjóðs, samskiptin þarna eru við erlent fyrirtæki sem tekur að sér að safna úrganginum og koma honum í vinnslu. Ábyrgðin í þessu máli er hjá Swerec, hinu sænska fyrirtæki, og við ætlum að ganga eftir því að þeir framfylgi þeirri ábyrgð,“ segir Magnús. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti túlka ummæli ráðherra sem svo að hann teldi ábyrgðina í þessu tiltekna máli liggja hjá Úrvinnslusjóði. Það er ekki rétt en ráðherra var að v ísa til þess að úrvinnslusjóður beri ábyrð á kerfinu í heild sinni en verið væri að skoða þetta tiltelkna mál. Umhverfismál Svíþjóð Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs segir íslenska endurvinnsluaðila hafi staðið í þeirri trú að um áreiðanlegt fyrirtæki væri að ræða en þvertekur fyrir það að ábyrgðin liggi hjá Úrvinnslusjóði. Stundin birti í dag myndir og myndbönd af íslensku plasti sem finna má í vöruhúsi í bænum Påryd í Suður-Svíþjóð. Stundin greindi upprunalega frá málinu í fyrra en þar kom fram endurvinnsluhlutfall sænska fyrirtækisins Swerec, sem íslenskir endurvinnsluaðilar skiptu þá við, væri mun minna en um var samið. Guðlaugur Þór Þórsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir mikilvægt að fólk treysti því kerfi sem byggt hefur verið upp þegar kemur að endurvinnslu hér á landi og því hafi ráðuneytið haft samband við stjórn Úrvinnslusjóðs um leið og málið kom upp. „Við bíðum eftir nánari skýringum á því hvað er þarna á ferðinni og hvað er hægt að gera, því að við erum ekki að standa í þessu öllu saman til þess að plast fari á þennan stað þar sem það er núna, svo mikið er víst.“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræddi við Guðlaug Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Magnús Jóhannesson, stjórnarformaður Úrvinnslusjóðs, segir ljóst að rekja megi plastúrganginn sem um ræðir til ársins 2016 þegar íslensk fyrirtæki skiptu við Swerec og sendu út plast. „Okkar viðbrögð við því að sjá að þarna sé enn þá íslenskt plast óunnið, eins og gert var ráð fyrir að yrði gert, er að stjórnin mun eftir helgi ganga frá bréfi til Swerec og krefjast þess að þau taki það íslenska plast sem þarna er og komi því í þann farveg sem um var samið á þeim tíma,“ segir Magnús. Hann bendir á að íslensk fyrirtæki hafi staðið í þeirri trú að um væri að ræða áreiðanlegt fyrirtæki og vísar til þess að systurstofnanir Úrvinnslusjóðs í Noregi og Svíþjóð hafi einnig skipt við fyrirtækið. Swerec hafði þó selt hluta íslenska plastsins til annars fyrirtækis á sínum tíma sem hafi síðar farið á hausinn og því hafi plastið legið óhreyft í umræddri vöruskemmu. „Engu að síður teljum við í stjórninni að þeim beri að ganga í þetta verk og að minnsta kosti taka þann hluta af íslenska úrganginum sem er í þessari skemmu, að endurvinna hann og koma honum í þann farveg sem að um var samið,“ segir Magnús. Magnús segir að Úrvinnslusjóður hafi talið að málið hafi verið leyst á sínum tíma. „Það var greinilega ekki og þess vegna munum við bregðast við með þessum hætti,“ segir Magnús en hann hafnar því að Úrvinnslusjóður beri ábyrgð. „Auðvitað er þetta ekki á ábyrgð Úrvinnslusjóðs, samskiptin þarna eru við erlent fyrirtæki sem tekur að sér að safna úrganginum og koma honum í vinnslu. Ábyrgðin í þessu máli er hjá Swerec, hinu sænska fyrirtæki, og við ætlum að ganga eftir því að þeir framfylgi þeirri ábyrgð,“ segir Magnús. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar mátti túlka ummæli ráðherra sem svo að hann teldi ábyrgðina í þessu tiltekna máli liggja hjá Úrvinnslusjóði. Það er ekki rétt en ráðherra var að v ísa til þess að úrvinnslusjóður beri ábyrð á kerfinu í heild sinni en verið væri að skoða þetta tiltelkna mál.
Umhverfismál Svíþjóð Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira