Menntaskólinn við Sund mismunaði á grundvelli aldurs Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 10:40 Menntaskólinn við Sund braut lög þegar það réð í stöðu kennara við skólann. Vísir/Vilhelm Menntaskólinn við Sund braut lög um jafna meðferð á vinnumarkaði þegar hann réð í stöðu kennara við skólann. Samkvæmt skólanum myndi fylgja því aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri á svokallaðri 60 ára reglu. Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Í júní 2020 auglýsti MS eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í námsgreininni lýðræðisvitund og siðferði. 21 umsókn barst um starfið og þar af voru fjórir kallaðir í viðtal. Maðurinn sem lagði fram kæruna var ekki þar á meðal. Í rökstuðningi MS fyrir ákvörðuninni kom fram að skólann hafi vantað kennara til að kenna 8 hópum í námsgreininni. Kennari sem nyti ekki sérstaks kennsluafsláttar þyrfti að skila kennslu í 7,2-7,4 hópum á skólaári til að fylla í fullt starf en kennari sem nyti kennsluafsláttar vegna svokallaðrar 60 ára reglu fyllti upp í sína kennsluskyldu með kennslu í 6 hópum yfir skólaárið. Þegar ákvörðun var tekin um boð í starfsviðtöl var meðal annars horft sérstaklega til þess hvort umsækjandi myndi njóta sérstaks afsláttar af kennsluskyldu. Ákveðið var að boða þá ekki í viðtal sem nytu afsláttarins þar sem því myndi fylgja sautján til nítján prósenta viðbótarkostnaður fyrir skólann þar sem 25 prósent kennslumagnsins yrði að greiða í yfirvinnu. Þá kom fram í rökstuðningi skólans að skólinn búi við afar þrönga fjárhagsstöðu og að mennta- og menningarráðuneytið fylgist með rekstri skólans. Eldri umsækjendur útilokaðir óháð hæfni Menntaskólinn við SundFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maðurinn kærði ákvörðunina á þeim grundvelli að honum hefði verið mismunað vegna aldurs. Í rökstuðningi MS hafi komið skýrt fram að hann hefði ekki komið til greina í starfið vegna aldurs en hann varð sextugur á síðasta ári. Í úrskurðinum kærunefndarinnar kemur fram að maðurinn telji að mismununin sé réttlætt með því að stjórnendum skólans hafi borið að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans. Jafnframt sé víað til þess að meðalaldur kennara sé hár og að endurnýjun innan hans sé nauðsynleg. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að fyrir liggi að kjarasamningsbundinn kennsluafsláttur sé tengdur aldri umsækjenda og að sú ákvörðun að boða þá ekki í viðtal sem nutu afsláttarins hafi falið í sér að þrír eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá starfinu strax í upphafi, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Þá segir að fjárhagsleg rök MS geti ekki ein og sér réttlæt slíka mismunun að eldri umsækjendur komi ekki til álita í kennarastarf því þeir séu dýrari starfsmenn en þeir sem yngri eru. Ekki heldur sé hægt að vísa til að skólinn hafi reynt að ráða yngra fólk til starfa til að tryggja að í skólanum starfi kennarar á öllum aldri. Niðurstaða nefndarinnar er sú að ákvörðun MS hafi falið í sér mismunun vegna aldurs og MS hafi því brotið lög um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Skóla - og menntamál Mannréttindi Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira