Fótbolti

Íslendingaliðin á leið í undanúrslit þrátt fyrir töp

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB eru á leið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar.
Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB eru á leið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar. Getty/Lars Ronbog

Íslendingaliðin OB og Midtjylland eru bæði á leið í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í fótbolta, þrátt fyrir að hafa bæði tapað leikjum sínum 2-1 í kvöld. 

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB er liðið tapaði 1-2 gegn Randers. Gestirnir í Randers leiddu 0-1 í hálfleik, en Emmanuel Sabbi jafnaði metin fyrir OB á 71. mínútu áður en Vito Hammershoy-Mistrati tryggði Randers 1-2 sigur.

Aron og félagar unnu fyrri leik liðanna 2-0 og eru því á leið í undanúrslit eftir samanlagðan 3-2 sigur.

Elías Rafn Ólafsson var ónotaður varamaður í liði Midtjylland sem tapaði 2-1 gegn Brøndby. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-0 sigri Midtjylland og liðið fer því áfram eftir samanlagðan 3-2 sigur, líkt og OB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×