Bretar hyggjast bólusetja milljón á dag til að koma í veg fyrir ómíkron-bylgju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2021 06:47 Tímabókunum innan heilbrigðisþjónustunnar verður frestað í desember en Johnson sagði það betra en að þurfa að grípa til stórfelldra afbókana eftir áramót vegna óheftrar ómíkron-bylgju. epa/Neil Hall Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Með þessu vonast þeir meðal annars til að komast hjá því að grípa til frekari sóttvarnaaðgerða, sem eru verða síóvinsælli og mikið pólitískt hitamál innan Íhaldsflokksins. Herinn mun aðstoða við skipulagningu og framkvæmd bólusetninga og þá verður læknum gert að fresta tímabókunum og helga sig bólusetningarátakinu, sem miðar að því að allir fullorðnir Bretar geti fengið örvunarskammt fyrir áramót. Frá þessu greindi forsætisráðherrann Boris Johnson í sjónvarpsávarpi í gær, þar sem hann sagði neyðarástand í uppsiglingu vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, ómíkron. Sagði hann þörf á að treysta „bólusetningarvegginn“ til að vernda vini og ættingja. Hingað til hafa Bretar bólusett í kringum hálfa milljón manns á dag, mest 844 þúsund í mars síðastliðnum. Allir 18 ára og eldri munu geta pantað tíma frá og með deginum í dag og er nú miðað við að þrír mánuðir séu liðnir frá seinni skammti, í stað sex mánaða. Johnson sætir harðri gagnrýni heima fyrir. Íhaldsflokkurinn er klofinn vegna sóttvarnaaðgerða og þá benda gögn til þess að forsætisráðherrann hafi brotið sóttvarnalög.epa/Neil Hall Bólusett verður alla daga, meira að segja á jóladag, frá því snemma um morgun og fram á kvöld. Johnson sagði fjölda ómíkron-tilfella tvöfaldast á hverjum tveimur til þremur dögum og sagði stefna í að afbrigðið yrði ráðandi innan daga, ekki vikna. Sagði hann að óháð því hvort sjúkdómurinn af völdum afbrigðisins væri mildur eða ekki, þá lægi fyrir að miðað við hversu auðveldlega afbrigðið virtist berast manna á milli myndu margir þurfa að leggjast inn á spítala og mögulega deyja. Hann sagði engum vafa undirorpið að ómíkron-bylgja væri í uppsiglingu og að á sama tíma og tveir skammtar af bóluefni virtust ekki nóg, væru vísindamenn vongóðir um að þriðji skammturinn gæti skipt sköpum. „Ekki gera þau mistök að halda að ómíkron geti ekki valdið þér skaða, geti ekki gert þig og ástvini þína alvarlega veika,“ sagði forsætisráðherrann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira