Einn af tólf ára guttunum sem stofnuðu HK á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 10:01 HK-ingar eru aftur komnir upp í efstu deild en það eru margir ungir leikmenn í fararbroddi eins og þeir Kristján Ottó Hjálmsson og Elías Björgvin Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Einar Þorvarðarson var ekki bara lykilleikmaður íslenska handboltalandsliðsins í langan tíma og framkvæmdastjóri HSÍ í enn lengri tíma. Hann á mikinn þátt í stofnun eins af félögunum sem nú skipa Olís deild karla í handbolta. „HK er eina félagið á Íslandi sem hefur stofnað gagngert til að spila handbolta,“ byrjaði Guðjón Guðmundsson í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Tóku strætó úr Kópavoginum Skjámynd „Það var árið 1970 sem tólf ára guttar í Kópavogi ákváðu að stofna Handboltafélag Kópavogs. Þeirra á meðal var Einar Þorvarðarson sem síðar varð okkar besti markvörður í handboltanum og einn sá besti sem við höfum átt,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við byrjuðum að æfa ellefu ára niðri í íþróttahúsinu í Túngötu. Þurftum þá að taka strætó úr Kópavoginum. Þetta var ákveðinn hópur í Kársnesskólanum og það var mjög drífandi aðili þarna inni sem heitir Magnús Gíslason, jafnaldri minn og var með mér í bekk,“ sagði Einar Þorvarðarson. Pabbinn varð fyrsti formaðurinn Timarit.is „Hann var með það alveg á hreinu að við myndum búa til félag úr þessu. Þetta þróaðist þannig að við sóttum um að komast inn í UMSK og ÍSÍ. Þá þurfti að sækja fullorðna menn í þetta þannig að pabbi minn varð fyrsti formaður HK,“ sagði Einar. „Það var ekki aftur snúið á þessum tíma. Þarna var eitt íþróttahús í Kópavogi, pínulítið hús í Kópavogsskóla. Við fórum í litla ÍR-húsið sem var við Landakot og æfðum þar. Síðan kom íþróttahúsið í Kársnesskóla árið eftir eða 1970. Þá fer þetta að byrja og við getum farið að stunda þetta,“ sagði Einar. „Það eru stofnaðir flokkar og síðan fylgir þetta okkur. Þegar við erum að færa okkur á milli flokka þá bætist alltaf nýr flokkur við að neðanverðu. Við tókum þetta stig af stigi þar til að við komust upp í meistaraflokk,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Tók þátt í því að stofna HK aðeins tólf ára gamall Ómalbikaður Vesturlandsvegur „HK fékk aðstöðu í Digranesi 1983 en það tók einhver níu ár að byggja það hús, Þá fer þetta að verða góður heimavöllur. Þegar ég var í meistaraflokki þá þurftum við að spila alla heimaleiki HK upp á Varmá. Við þurftum líka að æfa þar,“ sagði Einar. „Fyrstu ferðirnar okkar þangað voru á ómalbikuðum Vesturlandsvegi. Við þurfum að hafa heilmikið fyrir þessu. Æfðum klukkan níu á kvöldin og vorum að koma heims svona um tólf,“ sagði Einar. Væntanlega hafa menn ekki séð það fyrir sér þegar félagið var stofnað að HK yrði eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu „Það er nú einhvern veginn þannig í þessum íþróttum að þegar þú byrjar í þessu þá ertu alltaf í þessu til að ná árangri. Ég hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu en þegar þetta komst á laggirnar þá var það alltaf bara spurningin hvenær titlarnir kæmu,“ sagði Einar. „Þetta er búið að taka svolítinn tíma en þessi aðstaða sem félagið er með í dag er stórkostleg. Hér eru einhverjir þrettán til fjórtán þúsund fermetrar í þessum byggingum plús það að HK er með mikla æfingaaðstöðu niðri í Digranesi,“ sagði Einar. Bænum hefur verið skipt upp Einar Þorvarðarson.Skjámynd „Bænum hefur verið skipt upp. HK er hér í efri byggðunum en Breiðablik er í Kársnesinu, Digranesi og þar í kring. Þannig hefur þetta verið gert. Aðstaðan er frábær í þessum bæ,“ sagði Einar. HK varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2003 og liðið vann Íslandsmeistaratitilinn árið 2012. „Maður hefði viljað sjá handboltalið karla vera að marka dýpri spor í úrvalsdeildina en það er búin að vera hér uppeldisvinna í gangi. Núna eru þeir komnir aftur inn í Olís-deildina og nú bíður maður spenntur eftir því að sjá hvort þeir blómstri ekki og springi bara út. Nái þessum sess með bestu félögunum,“ sagði Einar. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan HK Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
„HK er eina félagið á Íslandi sem hefur stofnað gagngert til að spila handbolta,“ byrjaði Guðjón Guðmundsson í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Tóku strætó úr Kópavoginum Skjámynd „Það var árið 1970 sem tólf ára guttar í Kópavogi ákváðu að stofna Handboltafélag Kópavogs. Þeirra á meðal var Einar Þorvarðarson sem síðar varð okkar besti markvörður í handboltanum og einn sá besti sem við höfum átt,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við byrjuðum að æfa ellefu ára niðri í íþróttahúsinu í Túngötu. Þurftum þá að taka strætó úr Kópavoginum. Þetta var ákveðinn hópur í Kársnesskólanum og það var mjög drífandi aðili þarna inni sem heitir Magnús Gíslason, jafnaldri minn og var með mér í bekk,“ sagði Einar Þorvarðarson. Pabbinn varð fyrsti formaðurinn Timarit.is „Hann var með það alveg á hreinu að við myndum búa til félag úr þessu. Þetta þróaðist þannig að við sóttum um að komast inn í UMSK og ÍSÍ. Þá þurfti að sækja fullorðna menn í þetta þannig að pabbi minn varð fyrsti formaður HK,“ sagði Einar. „Það var ekki aftur snúið á þessum tíma. Þarna var eitt íþróttahús í Kópavogi, pínulítið hús í Kópavogsskóla. Við fórum í litla ÍR-húsið sem var við Landakot og æfðum þar. Síðan kom íþróttahúsið í Kársnesskóla árið eftir eða 1970. Þá fer þetta að byrja og við getum farið að stunda þetta,“ sagði Einar. „Það eru stofnaðir flokkar og síðan fylgir þetta okkur. Þegar við erum að færa okkur á milli flokka þá bætist alltaf nýr flokkur við að neðanverðu. Við tókum þetta stig af stigi þar til að við komust upp í meistaraflokk,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Tók þátt í því að stofna HK aðeins tólf ára gamall Ómalbikaður Vesturlandsvegur „HK fékk aðstöðu í Digranesi 1983 en það tók einhver níu ár að byggja það hús, Þá fer þetta að verða góður heimavöllur. Þegar ég var í meistaraflokki þá þurftum við að spila alla heimaleiki HK upp á Varmá. Við þurftum líka að æfa þar,“ sagði Einar. „Fyrstu ferðirnar okkar þangað voru á ómalbikuðum Vesturlandsvegi. Við þurfum að hafa heilmikið fyrir þessu. Æfðum klukkan níu á kvöldin og vorum að koma heims svona um tólf,“ sagði Einar. Væntanlega hafa menn ekki séð það fyrir sér þegar félagið var stofnað að HK yrði eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu „Það er nú einhvern veginn þannig í þessum íþróttum að þegar þú byrjar í þessu þá ertu alltaf í þessu til að ná árangri. Ég hafði enga trú á þessu á fyrsta árinu en þegar þetta komst á laggirnar þá var það alltaf bara spurningin hvenær titlarnir kæmu,“ sagði Einar. „Þetta er búið að taka svolítinn tíma en þessi aðstaða sem félagið er með í dag er stórkostleg. Hér eru einhverjir þrettán til fjórtán þúsund fermetrar í þessum byggingum plús það að HK er með mikla æfingaaðstöðu niðri í Digranesi,“ sagði Einar. Bænum hefur verið skipt upp Einar Þorvarðarson.Skjámynd „Bænum hefur verið skipt upp. HK er hér í efri byggðunum en Breiðablik er í Kársnesinu, Digranesi og þar í kring. Þannig hefur þetta verið gert. Aðstaðan er frábær í þessum bæ,“ sagði Einar. HK varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2003 og liðið vann Íslandsmeistaratitilinn árið 2012. „Maður hefði viljað sjá handboltalið karla vera að marka dýpri spor í úrvalsdeildina en það er búin að vera hér uppeldisvinna í gangi. Núna eru þeir komnir aftur inn í Olís-deildina og nú bíður maður spenntur eftir því að sjá hvort þeir blómstri ekki og springi bara út. Nái þessum sess með bestu félögunum,“ sagði Einar. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan HK Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira