Samuel Eto'o kom ríkjandi forseta úr embætti og er tekinn sjálfur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 16:30 Samuel Etoo á tíma sínum sem leikmaður Internazionale. EPA/ALI HAIDER Kamerúnska knattspyrnugoðsögnin Samuel Eto'o er kominn í valdastöðu í heimalandinu. Eto'o er einn allra besti knattspyrnumaðurinn í sögu Kamerún og nú um helgina var hann kjörinn nýr forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins. I ll be remembering today as one of the proudest moments of my life. I m deeply grateful for to be elected as the new president of @FecafootOfficie. Every vote represents the energy and ambition of our football family to take our beloved sport to a level we ve never seen before. pic.twitter.com/2z8fjLBMLA— Samuel Eto'o (@SamuelEtoo) December 11, 2021 Eto'o fékk 43 atkvæði á móti 31 hjá andstæðingi sínum. Sá heitir Seidou Mbombo Njoya og var ríkjandi forseti sambandsins. Njoya er einnig varaforseti afríska knattspyrnusambandsins. Eto'o talaði um mikilvægi þess að fá fótboltamenn inn í pólitíkina í kamerúnskum fótbolta. Það stendur mikið til hjá sambandinu því Kamerún heldur Afríkukeppni landsliða eftir aðeins einn mánuð. Hinn fertugi Eto'o fær mjög krefjandi starf í fangið en í gegnum tíðina hefur verið mikið um innbyrðis deilur, óstjórn og ásakanir um spillingu hjá kamerúnska sambandinu. Cameroonian soccer legend Samuel Eto'o was elected president of the Cameroon Football Federation on Saturday pic.twitter.com/ey2HoB2wlT— Reuters (@Reuters) December 13, 2021 Eto'o hafði reyndar verið lýstur vanhæfur fyrir kjörið af því að hann er einnig spænskur ríkisborgari en þeirri reglu var síðan hent út fyrir kosningarnar. Margir fyrrum leikmenn lýstu yfir stuðningi við hann og Eto'o lofaði því að koma spillingunni út úr kamerúnskum fótbolta. Afríkukeppnin fer fram í Kamerún frá 9. janúar til 6. febrúar næstkomandi. Kamerún átti að halda hana 2019 en missti hana þá vegna áhyggja af öryggismálum og óstjórnunnar í undirbúningi keppninnar. Samuel Eto'o var á sínum tíma einn besti framherji heims og átti mörg góð ár hjá liðum eins og Barcelona og Internazionale Milan. Hann vann þrennuna meðal annars tvö tímabil í röð, fyrst 20009 með Barcelona og svo 2009-10 með Internazionale. Eto'o varð fjórum sinnum kosinn besti knattspyrnumaður Afríku og hann varð tvisvar Afríkumeistari og einu sinni Ólympíumeistari með kamerúnska landsliðið. Fótbolti Kamerún Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Eto'o er einn allra besti knattspyrnumaðurinn í sögu Kamerún og nú um helgina var hann kjörinn nýr forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins. I ll be remembering today as one of the proudest moments of my life. I m deeply grateful for to be elected as the new president of @FecafootOfficie. Every vote represents the energy and ambition of our football family to take our beloved sport to a level we ve never seen before. pic.twitter.com/2z8fjLBMLA— Samuel Eto'o (@SamuelEtoo) December 11, 2021 Eto'o fékk 43 atkvæði á móti 31 hjá andstæðingi sínum. Sá heitir Seidou Mbombo Njoya og var ríkjandi forseti sambandsins. Njoya er einnig varaforseti afríska knattspyrnusambandsins. Eto'o talaði um mikilvægi þess að fá fótboltamenn inn í pólitíkina í kamerúnskum fótbolta. Það stendur mikið til hjá sambandinu því Kamerún heldur Afríkukeppni landsliða eftir aðeins einn mánuð. Hinn fertugi Eto'o fær mjög krefjandi starf í fangið en í gegnum tíðina hefur verið mikið um innbyrðis deilur, óstjórn og ásakanir um spillingu hjá kamerúnska sambandinu. Cameroonian soccer legend Samuel Eto'o was elected president of the Cameroon Football Federation on Saturday pic.twitter.com/ey2HoB2wlT— Reuters (@Reuters) December 13, 2021 Eto'o hafði reyndar verið lýstur vanhæfur fyrir kjörið af því að hann er einnig spænskur ríkisborgari en þeirri reglu var síðan hent út fyrir kosningarnar. Margir fyrrum leikmenn lýstu yfir stuðningi við hann og Eto'o lofaði því að koma spillingunni út úr kamerúnskum fótbolta. Afríkukeppnin fer fram í Kamerún frá 9. janúar til 6. febrúar næstkomandi. Kamerún átti að halda hana 2019 en missti hana þá vegna áhyggja af öryggismálum og óstjórnunnar í undirbúningi keppninnar. Samuel Eto'o var á sínum tíma einn besti framherji heims og átti mörg góð ár hjá liðum eins og Barcelona og Internazionale Milan. Hann vann þrennuna meðal annars tvö tímabil í röð, fyrst 20009 með Barcelona og svo 2009-10 með Internazionale. Eto'o varð fjórum sinnum kosinn besti knattspyrnumaður Afríku og hann varð tvisvar Afríkumeistari og einu sinni Ólympíumeistari með kamerúnska landsliðið.
Fótbolti Kamerún Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira