Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 12:59 Oddný Harðardóttir fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. Vísir/Vilhelm Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. Síminn náði samkomulagi við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian um kaup á Mílu sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins í október. Samkvæmt íslenskum lögum hefur ríkið átta vikur til að gera athugasemdir við slíka sölu og þann 17. desember næstkomandi rennur sá tími út. Viðskiptin hafa verið umdeild. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Fyrsta umræða Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti fer fram á Alþingi í dag. Frumvarpinu er ætlað að taka á ýmsum þáttum sem hafa komið upp vegna sölunnar á Mílu. Skilyrði við erlenda fjárfestingu Í greinargerð með frumvarpinu kemur t.d. fram að þar séu gerðar ítarlegri kröfur til fjarskiptafyrirækja um áhættustýringu og viðbúnað. Ekki síst að því er varðar útvistun rekstrarþátta út fyrir íslenska lögsögu. Lögfest verði ákvæði sem lúta að staðsetningu fjarskiptaneta. Skýrar verði kveðið á um eftirlitsheimildir Fjarskiptastofu og hlutverk stofnunarinnar er varðar almannahagsmuni og þjóðaröryggi. Þá er lagt til að ráðherra geti bundið erlenda fjárfestingu skilyrðum í því skyni að koma í veg fyrir að hún geti ógnað öryggi landsins. Oddný Harðardóttir fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði telur þingið hafa alltof skamman tíma til að fara yfir málið. „Við erum hér að ræða um innviði sem eru algjör undirstaða fyrir fjarskipti á Íslandi. Þess vegna er svo mikilvægt að með lagasetningu þá getum við tryggt þjóðaröryggi og hag almennings. Þannig að það skipti ekki máli hver á eign í fjarskiptafyrirtæki. Nú er Míla að fara til erlendra aðila og mér sýnist að í frumvarpinu sé ekki kveðið nægilega fast á hvernig eigi að koma í veg fyrir útvistun afrmarkaðra þátta starfseminnar,“ segir Oddný. Tryggja eftirlit Oddný segir einnig gríðarlega mikilvægt að Fjarskiptastofa verði efld til muna og það komi skýrt fram í lagafrumvarpinu. „Við verðum að fara yfir það hvernig hún er í stakk búin til að sinna eftirliti með fjarskiptafyrirtækjum og munu þessi lög gilda um samninga sem þegar eru farnir af stað eins á við um samninginn um Mílu,“ veltir Oddný fyrir sér. Hún óttast að of lítill tími sé til stefnu til að tryggja þjóðarhagsmuni. „Þessi knappi tími eykur líkur á mistökum sem gætu dregið dilk á eftir sér,“ segir Oddný Harðardóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 19. nóvember 2021 07:01 Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01 „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Síminn náði samkomulagi við franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian um kaup á Mílu sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins í október. Samkvæmt íslenskum lögum hefur ríkið átta vikur til að gera athugasemdir við slíka sölu og þann 17. desember næstkomandi rennur sá tími út. Viðskiptin hafa verið umdeild. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, kallaði til að mynda á dögunum eftir fundi með ráðherrum til að ganga úr skugga um að þjóðaröryggi Íslands væri ekki ógnað með sölunni. Þá kallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, eftir því að ríkisstjórnin gripi inn í söluna og kæmi í veg fyrir hana. Fyrsta umræða Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti fer fram á Alþingi í dag. Frumvarpinu er ætlað að taka á ýmsum þáttum sem hafa komið upp vegna sölunnar á Mílu. Skilyrði við erlenda fjárfestingu Í greinargerð með frumvarpinu kemur t.d. fram að þar séu gerðar ítarlegri kröfur til fjarskiptafyrirækja um áhættustýringu og viðbúnað. Ekki síst að því er varðar útvistun rekstrarþátta út fyrir íslenska lögsögu. Lögfest verði ákvæði sem lúta að staðsetningu fjarskiptaneta. Skýrar verði kveðið á um eftirlitsheimildir Fjarskiptastofu og hlutverk stofnunarinnar er varðar almannahagsmuni og þjóðaröryggi. Þá er lagt til að ráðherra geti bundið erlenda fjárfestingu skilyrðum í því skyni að koma í veg fyrir að hún geti ógnað öryggi landsins. Oddný Harðardóttir fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði telur þingið hafa alltof skamman tíma til að fara yfir málið. „Við erum hér að ræða um innviði sem eru algjör undirstaða fyrir fjarskipti á Íslandi. Þess vegna er svo mikilvægt að með lagasetningu þá getum við tryggt þjóðaröryggi og hag almennings. Þannig að það skipti ekki máli hver á eign í fjarskiptafyrirtæki. Nú er Míla að fara til erlendra aðila og mér sýnist að í frumvarpinu sé ekki kveðið nægilega fast á hvernig eigi að koma í veg fyrir útvistun afrmarkaðra þátta starfseminnar,“ segir Oddný. Tryggja eftirlit Oddný segir einnig gríðarlega mikilvægt að Fjarskiptastofa verði efld til muna og það komi skýrt fram í lagafrumvarpinu. „Við verðum að fara yfir það hvernig hún er í stakk búin til að sinna eftirliti með fjarskiptafyrirtækjum og munu þessi lög gilda um samninga sem þegar eru farnir af stað eins á við um samninginn um Mílu,“ veltir Oddný fyrir sér. Hún óttast að of lítill tími sé til stefnu til að tryggja þjóðarhagsmuni. „Þessi knappi tími eykur líkur á mistökum sem gætu dregið dilk á eftir sér,“ segir Oddný Harðardóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Salan á Mílu Tengdar fréttir Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 19. nóvember 2021 07:01 Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01 „Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50 Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 19. nóvember 2021 07:01
Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01
„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. 23. október 2021 11:50
Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39