Milos stýrði Hammarby frá því í júní á þessu ári og hjálpaði Hammarby að enda í 5. sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Hann daðraði í kjölfarið við starfið hjá Rosenborg sem virðist hafa farið í stjórn Hammarby.
Hún gaf út að vegna atburða undanfarinna daga hafi verið ákveðið að láta Milos fara.
Milos hefur þjálfað Víking og Breiðablik hér á landi ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari Rauðu Stjörnunnar í Serbíu sem og aðstoðar- og aðalþjálfari hjá sænska liðinu Mjällby.