„Var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 13:01 Thea Imani Sturludóttir í leik með Val í vetur. Hún er með 6,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í Olís deildinni. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan valdi Theu Imani Sturludóttur úr Val besta leikmann fyrri hluta Olís deildar kvenna í handbolta. Thea var að því tilefni í viðtali í jólaþættinum. „Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki erfitt að velja besta leikmanninn heilt yfir. Trekk í trekk og leik eftir leik þá var hún alltaf með níu mörk plús. Hún er líka búa til helling fyrir Auði og Hildigunni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún stendur vörnina líka,“ skaut Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í. Byrjaði á þessu í úrslitakeppninni „Ég held bara að hún hafi tekið þetta skref sem við vorum svo spenntar fyrir að sjá hana taka eftir síðustu leiktíð,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér fannst hún byrja á þessu í úrslitakeppninni í fyrra og þá sérstaklega í einvígi Vals og Fram. Mér fannst hún mjög góð þar og hún hefur haldið því áfram á þessu tímabili,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Theu Imani Svava Kristín fór að hitta besta leikmann deildarinnar og afhenti Theu Imani verðlaunin sín. „Þetta er búin að vera frábær byrjun. Mér er búið að ganga vel og mér er búið að líða vel sem ég held að sé að spila inn í það líka. Markmiðið mitt núna hefur verið að halda stöðugleika og ég held að ég hafi náð því vel,“ sagði Thea Imani Sturludóttir. Svava spurði hana út í síðasta tímabil þegar hún var að koma heim úr atvinnumennsku og það gekk ekki nógu vel til að byrja með. Búin að fá högg á sjálfstraustið „Þetta var meira það að ég var búin að vera meidd úti og með lítið sjálfstraust. Þegar ég var að koma heim þá var ég ekki sami leikmaður og þegar ég fór út. Ég var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað. Meidd og búin að fá smá högg á sjálfstraustið,“ sagði Thea Imani. „Ég er búin að fá tíma núna til þess að vinna í meiðslunum og líða vel á Íslandi þar sem ég á heima. Það hefur allt spilað saman í að það fari að ganga vel í handboltanum,“ sagði Thea Imani. Meiri ábyrgð við brotthvarf Lovísu Thea Imani Sturludóttir.Vísir/Hulda Margrét Valsliðið missti Lovísu Thompson á miðju tímabili en hefur Thea tekið meiri ábyrgð við brotthvarf hennar. „Já kannski einhvern veginn ósjálfrátt. Ég hef ekkert verið að spá mikið í því en ég hef verið í þannig liðum áður að ég þurfi að draga vagninn eitthvað. Ég hugsa ekki um það að ég sé að draga vagninn heldur að mig langar bara að vinna leikinn,“ sagði Thea Imani. En hver var skemmtilegasti leikurinn hjá Valsliðinu fyrir áramót? Fram er með skemmtilegt lið „Ég myndi segja Framleikurinn. Það er alltaf öðruvísi að spila á móti Fram. Það er þessi Vals-Fram rígur. Fram er með skemmtilegt lið, það er mikið tempó, meiri keyrsla og kannski aðeins meira undir,“ sagði Thea Imani. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira