Legslímuflakk: bráðnauðsynlegar umbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. desember 2021 09:00 Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár. Á kvenlækningadeild Landspítalans starfar þverfaglegt legslímuflakks-teymi. Þangað er sjúklingum vísað með tilvísun eða beiðni frá sérfræðilæknum. Meðhöndlun legslímuflakks hefst oft með lyfjameðferð en þörf er á aðgerð í svæfingu til að staðfesta greiningu og til að meðhöndla sjúkdóminn ef lyfjameðferð dugar ekki. Sjúklingunum eru gefin verkjalyf við verkjum sem verulega takmarka lífsgæði. Auk þess felst meðferðin í félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu þar eð sjúkdómurinn getur haft mikil andleg áhrif og leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Að sögn samtaka um endómetríósu getur biðtími eftir viðtali verið langur og mikið er um rangar greiningar áður en sjúkdómurinn er loks greindur. Þá kann skaðinn að vera orðinn mikill, bæði líkamlega og andlega. Biðtími eftir aðgerð er sömuleiðis langur og þar sem hún er síðasta meðferðarúrræðið, er ástand sjúklingsins jafnan orðið mjög slæmt. Verkjaástand er orðið viðvarandi og viðkomandi jafnvel óvinnufær. Fjöldi sjúklinga innan samtakanna skoðar nú leiðir til að fá lausn sinna mála erlendis og þó nokkrir hafa þegar leitað út fyrir landsteinana til frekari meðhöndlunar þar. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Þeir eru verkjaðir, upplifa sig hjálparlausa og eru jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Upplýsingar og leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun legslímuflakks þurfa að vera útbreiddari. Mjög mikilvægt er að vinna á biðlistum eftir viðtali og meðhöndlun sjúkdómsins. Ég hef nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra varðandi meðhöndlun legslímuflakks. Athygli heilbrigðisyfirvalda hefur skiljanlega beinst í eina átt um nokkurt skeið. Ég hef fulla trú á að ráðherra taki þetta nú til tímabærrar skoðunar og beiti sér fyrir bráðnauðsynlegum umbótum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár. Á kvenlækningadeild Landspítalans starfar þverfaglegt legslímuflakks-teymi. Þangað er sjúklingum vísað með tilvísun eða beiðni frá sérfræðilæknum. Meðhöndlun legslímuflakks hefst oft með lyfjameðferð en þörf er á aðgerð í svæfingu til að staðfesta greiningu og til að meðhöndla sjúkdóminn ef lyfjameðferð dugar ekki. Sjúklingunum eru gefin verkjalyf við verkjum sem verulega takmarka lífsgæði. Auk þess felst meðferðin í félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu þar eð sjúkdómurinn getur haft mikil andleg áhrif og leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Að sögn samtaka um endómetríósu getur biðtími eftir viðtali verið langur og mikið er um rangar greiningar áður en sjúkdómurinn er loks greindur. Þá kann skaðinn að vera orðinn mikill, bæði líkamlega og andlega. Biðtími eftir aðgerð er sömuleiðis langur og þar sem hún er síðasta meðferðarúrræðið, er ástand sjúklingsins jafnan orðið mjög slæmt. Verkjaástand er orðið viðvarandi og viðkomandi jafnvel óvinnufær. Fjöldi sjúklinga innan samtakanna skoðar nú leiðir til að fá lausn sinna mála erlendis og þó nokkrir hafa þegar leitað út fyrir landsteinana til frekari meðhöndlunar þar. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Þeir eru verkjaðir, upplifa sig hjálparlausa og eru jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Upplýsingar og leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun legslímuflakks þurfa að vera útbreiddari. Mjög mikilvægt er að vinna á biðlistum eftir viðtali og meðhöndlun sjúkdómsins. Ég hef nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra varðandi meðhöndlun legslímuflakks. Athygli heilbrigðisyfirvalda hefur skiljanlega beinst í eina átt um nokkurt skeið. Ég hef fulla trú á að ráðherra taki þetta nú til tímabærrar skoðunar og beiti sér fyrir bráðnauðsynlegum umbótum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun