Mikill vöxtur er í tilraunum til tölvuárása vegna Log4j Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 14:23 Veikleikinn er einn sá alvarlegasti sem hefur fundist á seinustu árum. Getty Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans. Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra starfa allir ómissandi innviðir og þjónusta nú eðlilega. Netöryggissveitin hefur aflað upplýsinga um stöðu mála frá rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu og mikilvægra innviða á sviði orku-, heilbrigðis-, fjármála-, fjarskipta, stafrænna grunnvirkja og samgöngumála. Yfir 90% telja sig hafa náð utan um heildarmynd sinna kerfa með tilliti til Log4j veikleikans. Aðrir hafa náð utan um hann að hluta til en eru enn að greina sín kerfi. Um 80% hafa gripið til sértækra aðgerða til að bregðast við veikleikanum og í sumum tilfellum hefur tímabundin truflun verið á kerfum samhliða því. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggi forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Þá sé hætta á því að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum. Telja sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti Fram kemur í nýju stöðumati almannavarna að rekstraraðilar telji sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti. Þá séu þeir komnir eða við það að komast á þann stað að búið sé að uppfæra kerfin eða grípa til annarra fullnægjandi tímabundinna varna. Að sögn almannavarna vinna vinna rekstraraðilar enn að málinu og bregðast við nýjum upplýsingum og uppfærslum eftir því sem þær berast. Fylgst sé náið með kerfum og hegðun þeirra ásamt þróun veikleikans á heimsvísu og hvaða áhrif hún geti haft. Áfram er unnið undir óvissustigi og er það metið daglega. Eiga að uppfæra hugbúnað án tafar Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Mikilvægt sé að uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og setja sig í samband við framleiðendur kerfa og hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þurfi að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir. Netöryggi Almannavarnir Tölvuárásir Tengdar fréttir Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00 Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra starfa allir ómissandi innviðir og þjónusta nú eðlilega. Netöryggissveitin hefur aflað upplýsinga um stöðu mála frá rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu og mikilvægra innviða á sviði orku-, heilbrigðis-, fjármála-, fjarskipta, stafrænna grunnvirkja og samgöngumála. Yfir 90% telja sig hafa náð utan um heildarmynd sinna kerfa með tilliti til Log4j veikleikans. Aðrir hafa náð utan um hann að hluta til en eru enn að greina sín kerfi. Um 80% hafa gripið til sértækra aðgerða til að bregðast við veikleikanum og í sumum tilfellum hefur tímabundin truflun verið á kerfum samhliða því. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggi forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Þá sé hætta á því að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum. Telja sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti Fram kemur í nýju stöðumati almannavarna að rekstraraðilar telji sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti. Þá séu þeir komnir eða við það að komast á þann stað að búið sé að uppfæra kerfin eða grípa til annarra fullnægjandi tímabundinna varna. Að sögn almannavarna vinna vinna rekstraraðilar enn að málinu og bregðast við nýjum upplýsingum og uppfærslum eftir því sem þær berast. Fylgst sé náið með kerfum og hegðun þeirra ásamt þróun veikleikans á heimsvísu og hvaða áhrif hún geti haft. Áfram er unnið undir óvissustigi og er það metið daglega. Eiga að uppfæra hugbúnað án tafar Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Mikilvægt sé að uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og setja sig í samband við framleiðendur kerfa og hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þurfi að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir.
Netöryggi Almannavarnir Tölvuárásir Tengdar fréttir Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00 Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Fleiri fréttir Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Sjá meira
Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00
Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07