María Guðmundsdóttir leikkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2021 16:16 María Guðmundsdóttir var mikill húmoristi. Oddvar Hjartar María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun. María fæddist þann 9. nóvember 1935 og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur. Það var þó ekki fyrr en hún var um sextugt sem hún fór að leika en þá gekk hún til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011. Þá hafði hún slegið í gegn í þáttunum Konfekt á Skjá einum nokkrum árum fyrr en eftirminnilegt atriði má sjá hér að neðan. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ sagði María í viðtalinu og hló. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." María fór sömuleiðis á kostum í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar á Stöð 2. Þar var húmorinn oft grófari en gekk og gerðist í íslensku gríni. Steinda tókst aldrei að hneyksla Maríu María sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steinda, þó aldrei hafa tekist að hneyksla sig þegar hann bæri undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ sagði María hlæjandi. „Það getur ekki orðið verra!" Vinirnir María og Steindi við tökur.Úr einkasafni Þá lék María í bíómyndum á borð við Perlur og Svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Steindi sagði í viðtali árið 2016 að hann vildi helst ekki gera neitt án þess að vinna með Maríu. Hún væri leynivopnið. María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útförin verður auglýst síðar. Leikhús Andlát Mosfellsbær Tengdar fréttir María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00 Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
María fæddist þann 9. nóvember 1935 og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur. Það var þó ekki fyrr en hún var um sextugt sem hún fór að leika en þá gekk hún til liðs við Leikfélag Mosfellssveitar. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011. Þá hafði hún slegið í gegn í þáttunum Konfekt á Skjá einum nokkrum árum fyrr en eftirminnilegt atriði má sjá hér að neðan. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ sagði María í viðtalinu og hló. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." María fór sömuleiðis á kostum í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar á Stöð 2. Þar var húmorinn oft grófari en gekk og gerðist í íslensku gríni. Steinda tókst aldrei að hneyksla Maríu María sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, Steinda, þó aldrei hafa tekist að hneyksla sig þegar hann bæri undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt,“ sagði María hlæjandi. „Það getur ekki orðið verra!" Vinirnir María og Steindi við tökur.Úr einkasafni Þá lék María í bíómyndum á borð við Perlur og Svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Þá kom hún fram í sjónvarpsþáttum á borð við Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni. Steindi sagði í viðtali árið 2016 að hann vildi helst ekki gera neitt án þess að vinna með Maríu. Hún væri leynivopnið. María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útförin verður auglýst síðar.
Leikhús Andlát Mosfellsbær Tengdar fréttir María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00 Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15 Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
María er leynivopn Steypustöðvarinnar Steypustöðin eru nýir gamanþættir sem sýndir verða á Stöð 2 í byrjun næsta ár. Þættirnir eru úr smiðju Steinda Jr sem segir handritið líta í það minnsta líta vel út á blaði. 16. september 2016 08:00
Steindi byrjar með Ghetto Betur á Stöð 2: Hlín Einars dómari og Kalli Bjarni stigavörður Nýr spurningaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. 13. apríl 2016 11:15
Til í allt með Steinda Jr. "Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. 18. apríl 2011 11:00