Segja sölu Mílu ekki ógna þjóðaröryggi Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 19:11 Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Vísir/Vilhelm Búið er að skrifa undir samning um kvaðir sem snúa að rekstri Mílu eftir að franska fyrirtækið Ardian France SA kaupir það af Símanum. Það var gert eftir viðræður fulltrúa fyrirtækjanna og ríkisstjórnar Íslands um tryggja að starfsemi Mílu samrýmist þjóðaröryggishagsmunum Íslands eftir söluna. Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skrifað undir samning milli íslenska ríkisins og Mílu um kvaðirnar. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að þar sem samningurinn varði viðskiptahagsmuni Mílu verði hann ekki opinberaður. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Þá var myndaður starfshópur sem kannaði hvort viðskiptin ógnuðu öryggi landsins eða allsherjarreglu um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Frakkarnir ógnuðu ekki þjóðaröryggi Íslands. Í áðurnefndri tilkynningu segir að á gildistíma samningsins gefist stjórnvöldum tími til að semja lög um kvaðirnar sem Míla undirgengst í samningnum. Er vísað til frumvarps um lög um fjarskipti og frumvarps um lög um rýni fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis. Þá er einnig vísað til frumvarps til laga um breytingar á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem er nú til meðferðar á Alþingi. Salan á Mílu Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09 Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17 Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skrifað undir samning milli íslenska ríkisins og Mílu um kvaðirnar. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að þar sem samningurinn varði viðskiptahagsmuni Mílu verði hann ekki opinberaður. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Þá var myndaður starfshópur sem kannaði hvort viðskiptin ógnuðu öryggi landsins eða allsherjarreglu um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Frakkarnir ógnuðu ekki þjóðaröryggi Íslands. Í áðurnefndri tilkynningu segir að á gildistíma samningsins gefist stjórnvöldum tími til að semja lög um kvaðirnar sem Míla undirgengst í samningnum. Er vísað til frumvarps um lög um fjarskipti og frumvarps um lög um rýni fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis. Þá er einnig vísað til frumvarps til laga um breytingar á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem er nú til meðferðar á Alþingi.
Salan á Mílu Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09 Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17 Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09
Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17
Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59