Segja sölu Mílu ekki ógna þjóðaröryggi Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 19:11 Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Vísir/Vilhelm Búið er að skrifa undir samning um kvaðir sem snúa að rekstri Mílu eftir að franska fyrirtækið Ardian France SA kaupir það af Símanum. Það var gert eftir viðræður fulltrúa fyrirtækjanna og ríkisstjórnar Íslands um tryggja að starfsemi Mílu samrýmist þjóðaröryggishagsmunum Íslands eftir söluna. Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skrifað undir samning milli íslenska ríkisins og Mílu um kvaðirnar. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að þar sem samningurinn varði viðskiptahagsmuni Mílu verði hann ekki opinberaður. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Þá var myndaður starfshópur sem kannaði hvort viðskiptin ógnuðu öryggi landsins eða allsherjarreglu um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Frakkarnir ógnuðu ekki þjóðaröryggi Íslands. Í áðurnefndri tilkynningu segir að á gildistíma samningsins gefist stjórnvöldum tími til að semja lög um kvaðirnar sem Míla undirgengst í samningnum. Er vísað til frumvarps um lög um fjarskipti og frumvarps um lög um rýni fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis. Þá er einnig vísað til frumvarps til laga um breytingar á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem er nú til meðferðar á Alþingi. Salan á Mílu Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09 Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17 Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur skrifað undir samning milli íslenska ríkisins og Mílu um kvaðirnar. Í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að þar sem samningurinn varði viðskiptahagsmuni Mílu verði hann ekki opinberaður. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. Þá var myndaður starfshópur sem kannaði hvort viðskiptin ógnuðu öryggi landsins eða allsherjarreglu um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Frakkarnir ógnuðu ekki þjóðaröryggi Íslands. Í áðurnefndri tilkynningu segir að á gildistíma samningsins gefist stjórnvöldum tími til að semja lög um kvaðirnar sem Míla undirgengst í samningnum. Er vísað til frumvarps um lög um fjarskipti og frumvarps um lög um rýni fjárfestinga erlendra aðila í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis. Þá er einnig vísað til frumvarps til laga um breytingar á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem er nú til meðferðar á Alþingi.
Salan á Mílu Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09 Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17 Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar vel Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta. 14. desember 2021 14:09
Mílufrumvarpinu vísað til nefndar en frestur til athugasemda að renna út Umræða um Mílufrumvarpið svokallaða, frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti, fór fram á Alþingi í gær. 14. desember 2021 07:17
Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“ Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn. 13. desember 2021 12:59