Ásgeir Örn ræddi funheita Selfyssinga og skrítna stöðu Guðmundar Braga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 12:31 Guðmundur Bragi Ástþórsson spilar væntanlega sinn síðasta leik með Aftureldingu á tímabilinu þegar liðið mætir Haukum annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir síðustu umferðina í Olís deildinni á árinu en þetta verða síðustu leikirnir í deildinni áður tekur við 44 daga hlé vegna jóla, áramóta og Evrópumótsins í janúar. Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05. Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða