Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 11:43 Strandgæslan vinnur að því að flytja fólk á brott í borginni Cagayan de Oro í suðurhluta Filippseyja. AP/Philippine Coast Guard Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða. Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári. Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári.
Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira