Á annan tug umsagna vegna stækkunar áforma Ísteka Telma Tómasson skrifar 17. desember 2021 11:01 Arnþór Guðlaugsson er framkvæmdastjóri Ísteka. Hann hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna starfsemi fyrirtækisins undanfarnar vikur. Vísir/Elín Þrettán umsagnir hafa borist Umhverfisstofnun (UST) vegna tillögu að starfsleyfi fyrir stækkun Ísteka, fyrirtæki sem vinnur frjósemisaukandi hormón úr blóði hryssa (eCG) og rekur blóðmerabújarðir hér á landi. Fréttastofu er kunnugt um að fleiri umsagnir séu í vinnslu, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur úr 22. desember. Í svari frá Umhverfisstofnun segir að farið verði yfir innkomnar athugasemdir eftir að auglýsingatímanum lýkur og afstaða tekin til þeirra. Ákvörðun um útgáfu starsleyfis verði síðan tekin innan fjögura vikna frá lok auglýsingatíma, eftir því sem segir í svari UST. Þar segir jafnframt að Ísteka sæki um starfsleyfi fyrir núverandi lyfjaverksmiðju fyrirtækisins við Grensásveg. Tillagan sem UST auglýsir gerir ráð fyrir „að heimilt verði að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa.“ Þetta kemur einnig fram í greinargerð fyrirtækisins sem fylgir tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna framtíðar stækkunar eins og greint var frá í frétt í Kjarnanum í maí. Engin konkret plön Ísteka framleiðir sem stendur 10 kíló af frjósemislyfinu eCG og væri þetta því tvöföldun á starfseminni. Blóðmerar í stóðum á 119 búum á landinu, einkum á Suður – og Norðurlandi, eru rúmlega 5000 talsins og yrði að fjölga þeim verulega. Þegar fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis óskaði eftir staðfestingu á þessum fyrirætlunum frá Arnþóri Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Ísteka, þann 26. nóvember síðastliðinn var dregið heldur í land. „Ísteka hefur verið í hægum en jöfnum vaxtarfasa seinustu ár og tekið var tillit til þess að sú þróun kynni að halda áfram við vinnu við starfsleyfi þótt ekki liggi fyrir nein konkret plön um stækkun,“ segir í svari Arnþórs. Pósturinn var sendur í tilefni af spurningum fréttastofu eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB höfðu birt myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku og meint dýraníð sem Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar. „Útflutningstekjur sem eru til komnar af sölu á fullunninni vöru Ísteka eru tæpir tveir milljarðar króna á ársgrundvelli,“ kemur fram í tölvupóstinum frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vöxtur Ísteka hefur verið stórfelldur síðustu ár og hefur afkoman ríflega sjöfaldast á fjórum árum, eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins. Vísir fjallaði um það fyrir skemmstu að Ísteka ætti sjálft hundruð blóðmera og í frétt Bændablaðsins segir að fyrirtækið sé umfangsmesti hestaeigandi landsins. Tillaga um starfsleyfi til útvíkkunar starfseminnar ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar til og með 22. desember, eins og fyrr segir. Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06 Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Í svari frá Umhverfisstofnun segir að farið verði yfir innkomnar athugasemdir eftir að auglýsingatímanum lýkur og afstaða tekin til þeirra. Ákvörðun um útgáfu starsleyfis verði síðan tekin innan fjögura vikna frá lok auglýsingatíma, eftir því sem segir í svari UST. Þar segir jafnframt að Ísteka sæki um starfsleyfi fyrir núverandi lyfjaverksmiðju fyrirtækisins við Grensásveg. Tillagan sem UST auglýsir gerir ráð fyrir „að heimilt verði að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa.“ Þetta kemur einnig fram í greinargerð fyrirtækisins sem fylgir tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna framtíðar stækkunar eins og greint var frá í frétt í Kjarnanum í maí. Engin konkret plön Ísteka framleiðir sem stendur 10 kíló af frjósemislyfinu eCG og væri þetta því tvöföldun á starfseminni. Blóðmerar í stóðum á 119 búum á landinu, einkum á Suður – og Norðurlandi, eru rúmlega 5000 talsins og yrði að fjölga þeim verulega. Þegar fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis óskaði eftir staðfestingu á þessum fyrirætlunum frá Arnþóri Guðlaugssyni, framkvæmdastjóra Ísteka, þann 26. nóvember síðastliðinn var dregið heldur í land. „Ísteka hefur verið í hægum en jöfnum vaxtarfasa seinustu ár og tekið var tillit til þess að sú þróun kynni að halda áfram við vinnu við starfsleyfi þótt ekki liggi fyrir nein konkret plön um stækkun,“ segir í svari Arnþórs. Pósturinn var sendur í tilefni af spurningum fréttastofu eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB höfðu birt myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku og meint dýraníð sem Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar. „Útflutningstekjur sem eru til komnar af sölu á fullunninni vöru Ísteka eru tæpir tveir milljarðar króna á ársgrundvelli,“ kemur fram í tölvupóstinum frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Vöxtur Ísteka hefur verið stórfelldur síðustu ár og hefur afkoman ríflega sjöfaldast á fjórum árum, eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins. Vísir fjallaði um það fyrir skemmstu að Ísteka ætti sjálft hundruð blóðmera og í frétt Bændablaðsins segir að fyrirtækið sé umfangsmesti hestaeigandi landsins. Tillaga um starfsleyfi til útvíkkunar starfseminnar ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar til og með 22. desember, eins og fyrr segir.
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 „Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06 Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47
„Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8. desember 2021 23:06
Ísteka riftir samningum við þá bændur sem birtust í myndskeiðinu Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við bændur sem sýndir voru fara illa með hross við blóðtöku í myndskeiði sem fór í dreifingu á dögunum og vakti mikla athygli. 8. desember 2021 12:37