Xavi: Höfum tapað einkennum Barcelona Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. desember 2021 07:00 Xavi á hliðarlínunni um helgina. vísir/Getty Xavi Hernandez, stjóri Barcelona, telur sig eiga mikið verk óunnið á Nou Camp og segir gæðin í leikmannahópnum minni en hann bjóst við. Xavi tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona í byrjun nóvember og sneri þá aftur til félagsins eftir sex ára dvöl í Katar en Xavi lauk leikmannaferli sínum hjá Barcelona árið 2015. „Við höfum tapað einkennum Barcelona og við verðum að ná þeim til baka. Ég hef ekki verið hér í sex ár og það eru hlutir sem koma mér á óvart, taktískt séð. Ég var ekki hér svo ég veit ekki hver ber ábyrgð á því en það gerir okkur erfitt fyrir,“ segir Xavi og augljóst að hann er ekki sáttur með hversu mikið þjálfuninni hefur farið aftur síðan hann yfirgaf félagið. „Stóran hluta leikmannanna skortir skortir taktískan skilning og rétt leikstöðumat. Það eru hlutir sem ég var búinn að læra sem 11 ára gamall leikmaður en við höfum leikmenn í hópnum sem hafa ekki unnið í þessu,“ segir Xavi. Þrátt fyrir það segir Xavi að framtíðin sé björt og hrósar ungu leikmönnum félagsins í hástert en þeir eru í stórum hlutverkum í liðinu um þessar mundir. Hinn sautján ára gamli Gavi var til að mynda maður leiksins í 3-2 sigri á Elche um helgina. „Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir þessari frammistöðu hjá Gavi. Hann spilar fótbolta á stórbrotinn hátt. Hann ásamt Nico, Abde, Araujo og Balde eru framtíð félagsins,“ segir Xavi. „Ég spilaði hérna þegar ég var 18 ára og ég var hræddur. Þessir strákar hafa magnaðan persónuleika. Ég er ánægður með þessa kynslóð og Gavi er sérstaklega spennandi.“ „Það sem kemur mest á óvart við hann er aldurinn á honum. Hann er 17 ára og þið sjáið hvernig hann spilar. Hann vinnur fyrir okkur leiki. Ég vil ekki bera hann saman við neinn en hann getur farið alla leið,“ segir Xavi. Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira
Xavi tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona í byrjun nóvember og sneri þá aftur til félagsins eftir sex ára dvöl í Katar en Xavi lauk leikmannaferli sínum hjá Barcelona árið 2015. „Við höfum tapað einkennum Barcelona og við verðum að ná þeim til baka. Ég hef ekki verið hér í sex ár og það eru hlutir sem koma mér á óvart, taktískt séð. Ég var ekki hér svo ég veit ekki hver ber ábyrgð á því en það gerir okkur erfitt fyrir,“ segir Xavi og augljóst að hann er ekki sáttur með hversu mikið þjálfuninni hefur farið aftur síðan hann yfirgaf félagið. „Stóran hluta leikmannanna skortir skortir taktískan skilning og rétt leikstöðumat. Það eru hlutir sem ég var búinn að læra sem 11 ára gamall leikmaður en við höfum leikmenn í hópnum sem hafa ekki unnið í þessu,“ segir Xavi. Þrátt fyrir það segir Xavi að framtíðin sé björt og hrósar ungu leikmönnum félagsins í hástert en þeir eru í stórum hlutverkum í liðinu um þessar mundir. Hinn sautján ára gamli Gavi var til að mynda maður leiksins í 3-2 sigri á Elche um helgina. „Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir þessari frammistöðu hjá Gavi. Hann spilar fótbolta á stórbrotinn hátt. Hann ásamt Nico, Abde, Araujo og Balde eru framtíð félagsins,“ segir Xavi. „Ég spilaði hérna þegar ég var 18 ára og ég var hræddur. Þessir strákar hafa magnaðan persónuleika. Ég er ánægður með þessa kynslóð og Gavi er sérstaklega spennandi.“ „Það sem kemur mest á óvart við hann er aldurinn á honum. Hann er 17 ára og þið sjáið hvernig hann spilar. Hann vinnur fyrir okkur leiki. Ég vil ekki bera hann saman við neinn en hann getur farið alla leið,“ segir Xavi.
Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira