Lífið

Meðlimur Il Divo látinn eftir baráttu við Covid

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hljómsveitin Il Divo hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan.
Hljómsveitin Il Divo hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan. vísir/EPA/J.J. GUILLEN

Carlos Marin, meðlimur sönghópsins Il Divo, er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við Covid-19. Hann veiktist mjög af veirunni fyrir tveimur vikum og þurfti að leggjast inn á gjörgæslu í öndunarvél þar sem hann lést síðan. 

„Með sorg í hjarta tilkynnum við ykkur um að vinur okkar og félagi, Carlos Marin, sé látinn. Hans verður sárt saknað af fjölskyldu, vinum og aðdáendum. Aldrei aftur verður hér með okkur önnur eins rödd eða sál,“ segir í tilkynningu á opinberum aðgangi sönghópsins á Twitter.

Hljómsveitin Il Divo hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan frá því að hún var stofnuð árið 2003. Hópurinn hefur selt fleiri en 30 milljón eintök af plötum sínum.

 Það var breska raunveruleikastjarnan Simon Cowell sem að stofnaði hópinn en Carlos Marin hefur verið meðlimur hans frá upphafi. 

Il Divo flytur klassísk lög en vinsælasta lag þeirra á Spotify er smellurinn Hasta mi final:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×