Bólusetningar hafa gert mikið gagn Marinó G. Njálsson skrifar 20. desember 2021 15:25 Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Marinó G. Njálsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun