Bólusetningar hafa gert mikið gagn Marinó G. Njálsson skrifar 20. desember 2021 15:25 Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Marinó G. Njálsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun