Konur sem elska karlmenn Elín Jósepsdóttir skrifar 21. desember 2021 15:00 Við lifum á mögnuðum tímum. Jafnrétti kynjanna eru mikilvægt málefni í hugum flestra. Lög okkar og reglur gera ráð fyrir því að veita konum og öðrum kynjum sérstakt aðhald og rétta það misrétti sem hefur verið til staðar öldum saman. Karlar eru ekki þungamiðja alheimsins lengur. Konur geta orðið læknar, sjómenn, bifvélavirkjar, formenn, geimkönnuðir, vísindamenn, þingmenn og jafnvel forsetar. Þolendur hafa stigið upp úr holunum sínum og skilað skömminni. Konur hafa loksins fengið viðurkenningu á því að þær hafa verið níddar, beittar ofbeldi og þeim haldið niðri af körlum síðan mannkynið varð til. Það er að verða almenn vitneskja að konur og önnur kyn eru og hafa alltaf verið í lægri stöðu en karlar. En þó eru alltaf einhverjir sem berjast á móti og gera það að verkum að kerfið breytist hægt. Fólk sem heldur því fram að gagnrýni okkar sem berjumst gegn kynjamisrétti og ofbeldi sé ofbeldi. Fólk sem æpir um "dómstól götunnar" og slaufunarmenningu og segir að við verðum að treysta á löggjöf, dómstóla og kerfi sem er mölbrotið og ævagamalt. Fólk sem heldur því fram að konur tali um ofbeldi af illmennskunni einni saman og að konur sem tali um ofbeldi séu sjálfar sekar um ofbeldi. Karlar sem halda því fram að þeir séu allt í einu minnihlutahópur, af því að þeir njóta ekki lengur allra þeirra forréttinda sem þeir hafa haft öldum saman. Karlar sem vilja halda áfram að beita konur ofbeldi. Karlar sem vilja ekki sleppa völdunum og skilja ekki af hverju heimurinn snýst ekki lengur um þá. Fólk sem heldur að þetta eigi að vera svona. Ég á tvo bræður. Ég á kærasta, pabba, afa og fullt af frændum. Svo á ég fullt af karlkyns vinum. Þó ég ætli ekki að fullyrða að þeir sé allir fullkomnir get ég samt sagt að mér þykir vænt um þá alla. Þeir eru allir yndislegir og góðir menn og þess vegna veit ég að karlmenn geta betur en það sem þeir hafa gert öldum saman. Ég veit þeir geta komið fram við aðra af virðingu, ég veit þeir geta tekið ábyrgð á gjörðum sínum, ég veit þeir geta verið ljúfir og mjúkir, ég veit þeir geta sleppt því að beita ofbeldi, ég veit þeir geta séð það misrétti kynjanna sem er til staðar og ég veit að þeir eru það sem karlmenn eiga að vera. Og þess vegna er ég femínisti. Af því að ég elska karlmenn. Af því að ég trúi og veit að ofbeldi er ekki normið. Þess vegna berst ég gegn kynbundnu ofbeldi. Ég trúi og veit að karlmenn eru ekki allir ofbeldismenn. Ég trúi því að aðrir karlmenn geti betur og ég trúi því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og jafnað rétt kynjanna að fullu. En til þess þurfa öll að taka saman okkur saman í andlitinu, hlusta á konur og trúa að karlmenn geti gert betur. Gleðilega hátíð! Höfundur er meistaranemi í klínískri barnasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Sjá meira
Við lifum á mögnuðum tímum. Jafnrétti kynjanna eru mikilvægt málefni í hugum flestra. Lög okkar og reglur gera ráð fyrir því að veita konum og öðrum kynjum sérstakt aðhald og rétta það misrétti sem hefur verið til staðar öldum saman. Karlar eru ekki þungamiðja alheimsins lengur. Konur geta orðið læknar, sjómenn, bifvélavirkjar, formenn, geimkönnuðir, vísindamenn, þingmenn og jafnvel forsetar. Þolendur hafa stigið upp úr holunum sínum og skilað skömminni. Konur hafa loksins fengið viðurkenningu á því að þær hafa verið níddar, beittar ofbeldi og þeim haldið niðri af körlum síðan mannkynið varð til. Það er að verða almenn vitneskja að konur og önnur kyn eru og hafa alltaf verið í lægri stöðu en karlar. En þó eru alltaf einhverjir sem berjast á móti og gera það að verkum að kerfið breytist hægt. Fólk sem heldur því fram að gagnrýni okkar sem berjumst gegn kynjamisrétti og ofbeldi sé ofbeldi. Fólk sem æpir um "dómstól götunnar" og slaufunarmenningu og segir að við verðum að treysta á löggjöf, dómstóla og kerfi sem er mölbrotið og ævagamalt. Fólk sem heldur því fram að konur tali um ofbeldi af illmennskunni einni saman og að konur sem tali um ofbeldi séu sjálfar sekar um ofbeldi. Karlar sem halda því fram að þeir séu allt í einu minnihlutahópur, af því að þeir njóta ekki lengur allra þeirra forréttinda sem þeir hafa haft öldum saman. Karlar sem vilja halda áfram að beita konur ofbeldi. Karlar sem vilja ekki sleppa völdunum og skilja ekki af hverju heimurinn snýst ekki lengur um þá. Fólk sem heldur að þetta eigi að vera svona. Ég á tvo bræður. Ég á kærasta, pabba, afa og fullt af frændum. Svo á ég fullt af karlkyns vinum. Þó ég ætli ekki að fullyrða að þeir sé allir fullkomnir get ég samt sagt að mér þykir vænt um þá alla. Þeir eru allir yndislegir og góðir menn og þess vegna veit ég að karlmenn geta betur en það sem þeir hafa gert öldum saman. Ég veit þeir geta komið fram við aðra af virðingu, ég veit þeir geta tekið ábyrgð á gjörðum sínum, ég veit þeir geta verið ljúfir og mjúkir, ég veit þeir geta sleppt því að beita ofbeldi, ég veit þeir geta séð það misrétti kynjanna sem er til staðar og ég veit að þeir eru það sem karlmenn eiga að vera. Og þess vegna er ég femínisti. Af því að ég elska karlmenn. Af því að ég trúi og veit að ofbeldi er ekki normið. Þess vegna berst ég gegn kynbundnu ofbeldi. Ég trúi og veit að karlmenn eru ekki allir ofbeldismenn. Ég trúi því að aðrir karlmenn geti betur og ég trúi því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og jafnað rétt kynjanna að fullu. En til þess þurfa öll að taka saman okkur saman í andlitinu, hlusta á konur og trúa að karlmenn geti gert betur. Gleðilega hátíð! Höfundur er meistaranemi í klínískri barnasálfræði.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun