Fótbolti

Juventus nálgast Meistaradeildarsæti | Atalanta missteig sig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Moise Kean skoraði fyrra mark Juventus í kvöld.
Moise Kean skoraði fyrra mark Juventus í kvöld. Chris Ricco/Getty Images

Tveir leikir voru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Juventus vann góðan 2-0 sigur gegn Cagliari og Atalanta gerði óvænt markalaust jafntefli gegn Genoa.

Moise Kean kom Juventus yfir gegn Cagliari fimm mínútum fyrir hálfleik og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. 

Federico Bernardeschi tvöfaldaði forystu heimamanna á 83. mínútu og tryggði Juventus þar með 2-0 sigur.

Juventus er nú í fimmta sæti ítöslku deildarinnar með 34 stig eftir 19 leiki, fjórum stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða sæti sem gefur keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu. Cagliari situr hins vegar í næst neðsta sæti með tíu stig.

Þá missteig Atalanta sig í toppbaráttunni þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn fallbaráttuliði Genoa.

Sigur hefði komið Atalanta upp í annað sæti deildarinnar, en þess í stað halda liðsmenn Atalant upp á jólin í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×