Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. desember 2021 08:14 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Stöð 2 Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Átakið Allir vinna gengur út á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna, meðal annars við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á þinginu í gærkvöldi þar sem meirihluti fjárlaganefndar lagði fram aukin útgjöld upp á fjórtán milljarða meðal annars vegna stuðnings við veitingarekstur vegna tekjufalls í faraldrinum, hækkun barnabóta og fleira. Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt og annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Bjarkey sagði að milljarður færi til einhvers konar styrkja til handa veitingageiranum líkt og lög geri ráð fyrir við tekjufall þar. „Miðað við aðstæður er alveg ljóst að þar er tekjufallið mikið. Síðan erum við að framlengja greiðslur í sóttkví, framlengja, eða öllu heldur að gera ráð fyrir, að ráðningarstyrkjum sem hægt var að sækja um til áramóta. Það eru ríflega þrír milljarðar sem fara í það á næsta ári. Þetta er það helsta hvað varðar COVID í frumvarpinu,“ segir Bjarkey. Bjarkey að að rætt hafi verið að framlengja átakið Allir vinna. „Það barst mikið ákall um það inn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Við erum ekki komin svo langt ennþá en við tökum það væntanlega fyrir milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki ósennilegt að það verði framlengt að einhverju leyti.“ Fjárlagafrumvarp 2022 Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Átakið Allir vinna gengur út á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna, meðal annars við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á þinginu í gærkvöldi þar sem meirihluti fjárlaganefndar lagði fram aukin útgjöld upp á fjórtán milljarða meðal annars vegna stuðnings við veitingarekstur vegna tekjufalls í faraldrinum, hækkun barnabóta og fleira. Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt og annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Bjarkey sagði að milljarður færi til einhvers konar styrkja til handa veitingageiranum líkt og lög geri ráð fyrir við tekjufall þar. „Miðað við aðstæður er alveg ljóst að þar er tekjufallið mikið. Síðan erum við að framlengja greiðslur í sóttkví, framlengja, eða öllu heldur að gera ráð fyrir, að ráðningarstyrkjum sem hægt var að sækja um til áramóta. Það eru ríflega þrír milljarðar sem fara í það á næsta ári. Þetta er það helsta hvað varðar COVID í frumvarpinu,“ segir Bjarkey. Bjarkey að að rætt hafi verið að framlengja átakið Allir vinna. „Það barst mikið ákall um það inn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Við erum ekki komin svo langt ennþá en við tökum það væntanlega fyrir milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki ósennilegt að það verði framlengt að einhverju leyti.“
Fjárlagafrumvarp 2022 Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48