Ekkert fararsnið á Þóri sem segir kjarnann í norska liðinu geta spilað á ÓL 2024 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2021 10:31 Þórir Hergeirsson hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta. epa/Joan Monfort Þórir Hergeirsson segir ekkert því til fyrirstöðu að norska kvennalandsliðið í handbolta geti ekki haldið áfram að vinna til verðlauna á stórmótum. Hann heldur ótrauður áfram með liðið. Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári. Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári.
Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira