Nýr veruleiki Glódísar hjá Bayern: „Mikill lærdómur en mjög gaman að fá nýja áskorun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2021 09:35 Glódís Perla Viggósdóttir hefur komið við sögu í öllum leikjum Bayern München á tímabilinu nema tveimur. Getty/Gualter Fatia Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir að fyrsta hálfa tímabilið í herbúðum Bayern München hafi verið afar lærdómsríkt. Hún hlakkar til spennandi árs með íslenska kvennalandsliðinu. Eftir að hafa spilað sex ár í Svíþjóð, fyrst með Eskilstuna United og síðan Rosengård, gekk Glódís í raðir þýska stórliðsins Bayern í sumar. Bayern vann Werder Bremen, 0-2, í síðasta leik sínum fyrir rúmlega mánaðar vetrarfrí og er á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni með 28 stig, einu stigi á undan Hoffenheim. Wolfsburg er í 3. sæti með 26 stig og getur komist á toppinn með sigri í leik gegn Potsdam sem liðið á inni. „Það var gaman klára árið á sigri og við gerðum allavega okkar,“ sagði Glódís sem er stödd á Tenerife í verðskulduðu fríi eftir viðburðarríkt ár þar sem hún varð sænskur meistari með Rosengård og samdi svo við eitt besta lið Evrópu. Bayern lenti í 2. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og mætir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í átta liða úrslitum keppninnar. Fyrri leikurinn fer fram í Þýskalandi 22. mars og sá síðari í Frakklandi átta dögum síðar. Sigurvegarinn mætir annað hvort Juventus eða Lyon í undanúrslitum. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég held það verði gaman að spila á móti PSG og þetta verði jafnir leikir. Vonandi náum við að klára þetta og eigum þá góða möguleika að fara alla leið,“ sagði Glódís. Fylgi alltaf magatilfinningunni Hún kann vel við sig í nýju umhverfi en segir að það hafi vissulega tekið tíma að venjast því eftir að hafa verið búin að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Þetta hefur verið lærdómsríkt, auðvitað öðruvísi en ég er vön, öðruvísi fótboltamenning, nýtt lið, nýjar áherslur og nýtt tungumál. Þetta hefur verið mikill lærdómur en mjög gaman að fá nýja áskorun. Eins og ég sagði þegar ég samdi við Bayern held ég að það hafi verið kominn tími á að fara annað og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Glódís. Hún er þó ekki á því að hún hefði átt að taka þetta skref fyrr. Glódís í baráttu við sænsku landsliðskonuna Stinu Blackstenius í leik Häcken og Bayern München í Meistaradeild Evrópu.epa/Adam Ihse „Ég held að þetta hafi verið akkúrat rétti tímapunkturinn fyrir mig. Ég fylgi alltaf magatilfinningunni með það hvert ég fer og hvenær og fann það strax í janúar á þessu ári að það væri kominn tíma á þetta. Þá fórum við að skoða þetta meira, svo kom Bayern upp og þá var skrifað í skýin að þetta væri rétti tíminn.“ En hversu stórt var stökkið, að fara frá Svíþjóðar til Þýskalands? „Það er erfitt að segja, þetta var aðallega stökk upp á það að fara frá félaginu þar sem ég var búin að vera lengi, vissi hvernig allt virkaði og allir þekktu mig og vissu hvað þeir myndu fá frá mér yfir í nýtt umhverfi þar sem enginn þekkir mig og ég þarf svolítið að sanna mig aftur. Svo eru aðstæður miklu betri í Þýskalandi. Hvað gæðin á deildunum varðar var þetta stökk en ekkert klikkað,“ sagði Glódís. Ekki alltaf verið auðvelt Þegar hún lék í Svíþjóð missti hún ekki af leik og spilaði hverju einustu sekúndu. Hjá Bayern eru margar um hituna og Glódís hefur þurft að verma varamannabekkinn í nokkrum leikjum, eitthvað sem hún hefur varla upplifað á ferlinum. Glódís þegar hún samdi við Bayern München.Bayern München „Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Þegar allar eru heilar erum við með 24 leikmenn, allt landsliðskonur. Það eru alltaf nokkrar utan hóps og bara ellefu sem byrja. Þetta hefur verið áskorun, ekki alltaf gaman og ég hef ekki alltaf verið sátt þegar ég hef verið á bekknum. En að sama skapi hef ég fengið að spila ótrúlega mikið og get í raun ekki yfir neinu kvartað. Þjálfarinn hefur sagt að hann vilji hreyfa liðið og öllum líði eins og þeir séu mikilvægir. Stundum verður maður bara að sætta sig við að byrja ekki,“ sagði Glódís. Það er þó ekki eins og hún sé úti í kuldanum, langt því frá. Á þessu tímabili hefur Bayern leikið tuttugu leiki og Glódís hefur komið við sögu í átján þeirra og skorað tvö mörk, bæði í deildinni. „Þetta er bara nýr veruleiki og kvennaboltinn stefnir í þessa átt, liðin eru með stærri hópa og samkeppnin er meiri. Svona er þetta bara þegar maður fer á stærra svið,“ sagði Glódís. Förum ekki á EM bara til að vera með Framundan er stórt ár hjá íslenska landsliðinu. Í sumar tekur það þátt á EM á Englandi og um haustið geta Íslendingar komist á HM í fyrsta sinn. Á Evrópumótinu er Ísland í riðli með Frakklandi, Belgíu og Ítalíu. Og íslenska liðið ætlar sér að komast í átta liða úrslit og fer fullt sjálfstrausts inn í mótið. Og íslensku stelpurnar vilja gera betur en á EM 2017 þar sem þær töpuðu öllum þremur leikjum sínum. Íslenska landsliðið vann síðustu fjóra leiki sína á árinu 2021.getty/Angelo Blankespoor „Alveg klárlega, við verðum að gera það. Þetta er stórmót og við förum ekki á EM bara til að vera með. Við ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. En öll liðin sem eru á EM eru góð og þetta verður alls ekki auðvelt verkefni fyrir okkur. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta er háleitt markmið en okkur langar að ná því og það væri ótrúlega gaman, sérstaklega þar sem það gekk ekki nógu vel síðast. Okkur langar að gera betur núna,“ sagði Glódís sem hefur leikið 97 landsleiki og bætist, ef allt er eðlilegt, í hundrað landsleikja klúbbinn á næsta ári. Verður vonandi í okkar höndum Ísland tapaði fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 en vann svo næstu þrjá leiki, 13-0 samanlagt. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils með níu stig, tveimur stigum á eftir Hollendingum sem hafa leikið einum leik meira. Hollenska liðið gerði jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Tékklandi. Glódís í kapphlaupi við einn skæðasta framherja heims, hina hollensku Vivianne Miedema.vísir/Hulda Margrét Ef Ísland og Holland vinna næstu leiki sína mætast þau í hreinum úrslitaleik um sæti á HM í Hollandi 6. september. En mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en sá leikur fer fram. „Við þurfum að klára okkar og eigum mikilvæga leiki í apríl sem við verðum að einbeita okkur að þótt við gætum lent í úrslitaleik gegn Hollandi í september. Vonandi verðum við með þetta í okkar eigin höndum næsta haust. Það yrði besta staðan og við ætlum okkur að ná því,“ sagði Glódís að lokum. Þýski boltinn EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Eftir að hafa spilað sex ár í Svíþjóð, fyrst með Eskilstuna United og síðan Rosengård, gekk Glódís í raðir þýska stórliðsins Bayern í sumar. Bayern vann Werder Bremen, 0-2, í síðasta leik sínum fyrir rúmlega mánaðar vetrarfrí og er á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni með 28 stig, einu stigi á undan Hoffenheim. Wolfsburg er í 3. sæti með 26 stig og getur komist á toppinn með sigri í leik gegn Potsdam sem liðið á inni. „Það var gaman klára árið á sigri og við gerðum allavega okkar,“ sagði Glódís sem er stödd á Tenerife í verðskulduðu fríi eftir viðburðarríkt ár þar sem hún varð sænskur meistari með Rosengård og samdi svo við eitt besta lið Evrópu. Bayern lenti í 2. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og mætir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í átta liða úrslitum keppninnar. Fyrri leikurinn fer fram í Þýskalandi 22. mars og sá síðari í Frakklandi átta dögum síðar. Sigurvegarinn mætir annað hvort Juventus eða Lyon í undanúrslitum. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég held það verði gaman að spila á móti PSG og þetta verði jafnir leikir. Vonandi náum við að klára þetta og eigum þá góða möguleika að fara alla leið,“ sagði Glódís. Fylgi alltaf magatilfinningunni Hún kann vel við sig í nýju umhverfi en segir að það hafi vissulega tekið tíma að venjast því eftir að hafa verið búin að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Þetta hefur verið lærdómsríkt, auðvitað öðruvísi en ég er vön, öðruvísi fótboltamenning, nýtt lið, nýjar áherslur og nýtt tungumál. Þetta hefur verið mikill lærdómur en mjög gaman að fá nýja áskorun. Eins og ég sagði þegar ég samdi við Bayern held ég að það hafi verið kominn tími á að fara annað og prófa eitthvað nýtt,“ sagði Glódís. Hún er þó ekki á því að hún hefði átt að taka þetta skref fyrr. Glódís í baráttu við sænsku landsliðskonuna Stinu Blackstenius í leik Häcken og Bayern München í Meistaradeild Evrópu.epa/Adam Ihse „Ég held að þetta hafi verið akkúrat rétti tímapunkturinn fyrir mig. Ég fylgi alltaf magatilfinningunni með það hvert ég fer og hvenær og fann það strax í janúar á þessu ári að það væri kominn tíma á þetta. Þá fórum við að skoða þetta meira, svo kom Bayern upp og þá var skrifað í skýin að þetta væri rétti tíminn.“ En hversu stórt var stökkið, að fara frá Svíþjóðar til Þýskalands? „Það er erfitt að segja, þetta var aðallega stökk upp á það að fara frá félaginu þar sem ég var búin að vera lengi, vissi hvernig allt virkaði og allir þekktu mig og vissu hvað þeir myndu fá frá mér yfir í nýtt umhverfi þar sem enginn þekkir mig og ég þarf svolítið að sanna mig aftur. Svo eru aðstæður miklu betri í Þýskalandi. Hvað gæðin á deildunum varðar var þetta stökk en ekkert klikkað,“ sagði Glódís. Ekki alltaf verið auðvelt Þegar hún lék í Svíþjóð missti hún ekki af leik og spilaði hverju einustu sekúndu. Hjá Bayern eru margar um hituna og Glódís hefur þurft að verma varamannabekkinn í nokkrum leikjum, eitthvað sem hún hefur varla upplifað á ferlinum. Glódís þegar hún samdi við Bayern München.Bayern München „Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Þegar allar eru heilar erum við með 24 leikmenn, allt landsliðskonur. Það eru alltaf nokkrar utan hóps og bara ellefu sem byrja. Þetta hefur verið áskorun, ekki alltaf gaman og ég hef ekki alltaf verið sátt þegar ég hef verið á bekknum. En að sama skapi hef ég fengið að spila ótrúlega mikið og get í raun ekki yfir neinu kvartað. Þjálfarinn hefur sagt að hann vilji hreyfa liðið og öllum líði eins og þeir séu mikilvægir. Stundum verður maður bara að sætta sig við að byrja ekki,“ sagði Glódís. Það er þó ekki eins og hún sé úti í kuldanum, langt því frá. Á þessu tímabili hefur Bayern leikið tuttugu leiki og Glódís hefur komið við sögu í átján þeirra og skorað tvö mörk, bæði í deildinni. „Þetta er bara nýr veruleiki og kvennaboltinn stefnir í þessa átt, liðin eru með stærri hópa og samkeppnin er meiri. Svona er þetta bara þegar maður fer á stærra svið,“ sagði Glódís. Förum ekki á EM bara til að vera með Framundan er stórt ár hjá íslenska landsliðinu. Í sumar tekur það þátt á EM á Englandi og um haustið geta Íslendingar komist á HM í fyrsta sinn. Á Evrópumótinu er Ísland í riðli með Frakklandi, Belgíu og Ítalíu. Og íslenska liðið ætlar sér að komast í átta liða úrslit og fer fullt sjálfstrausts inn í mótið. Og íslensku stelpurnar vilja gera betur en á EM 2017 þar sem þær töpuðu öllum þremur leikjum sínum. Íslenska landsliðið vann síðustu fjóra leiki sína á árinu 2021.getty/Angelo Blankespoor „Alveg klárlega, við verðum að gera það. Þetta er stórmót og við förum ekki á EM bara til að vera með. Við ætlum okkur að fara upp úr riðlinum. En öll liðin sem eru á EM eru góð og þetta verður alls ekki auðvelt verkefni fyrir okkur. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta er háleitt markmið en okkur langar að ná því og það væri ótrúlega gaman, sérstaklega þar sem það gekk ekki nógu vel síðast. Okkur langar að gera betur núna,“ sagði Glódís sem hefur leikið 97 landsleiki og bætist, ef allt er eðlilegt, í hundrað landsleikja klúbbinn á næsta ári. Verður vonandi í okkar höndum Ísland tapaði fyrir Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 en vann svo næstu þrjá leiki, 13-0 samanlagt. Íslendingar eru í 2. sæti C-riðils með níu stig, tveimur stigum á eftir Hollendingum sem hafa leikið einum leik meira. Hollenska liðið gerði jafntefli í báðum leikjum sínum gegn Tékklandi. Glódís í kapphlaupi við einn skæðasta framherja heims, hina hollensku Vivianne Miedema.vísir/Hulda Margrét Ef Ísland og Holland vinna næstu leiki sína mætast þau í hreinum úrslitaleik um sæti á HM í Hollandi 6. september. En mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en sá leikur fer fram. „Við þurfum að klára okkar og eigum mikilvæga leiki í apríl sem við verðum að einbeita okkur að þótt við gætum lent í úrslitaleik gegn Hollandi í september. Vonandi verðum við með þetta í okkar eigin höndum næsta haust. Það yrði besta staðan og við ætlum okkur að ná því,“ sagði Glódís að lokum.
Þýski boltinn EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira