Brúneggjamálinu vísað frá dómi Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2021 16:13 Ekki er víst að málinu sé lokið þó héraðsdómur hafi vísað máli eigenda Brúneggja frá en þeir óskuðu eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2017, eftir að umfjöllun um slæman aðbúnað hænsna fyrirtækisins birtist í Kastljósi í lok árs 2016. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins. Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29