Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2021 19:20 Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks segja málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Julian Assange ásamt auðvitð líf Assange sjálfs. Vísir/Vilhelm Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað. „Hættið að ofsækja frelsið. Sleppið Julian Assange,“ hrópuðu um þrjátíu mótmælendur fyrir utan annars friðsælt sendiráð Bretlands í Reykjavík í dag. Þar stóð Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra þriðja daginn í röð en á mánudag afhenti hann bréf til sendiherrans með þessum kröfum. Í dag var Kristinn Hrafsson ritstjóri WikiLeaks einnig mættur á staðinn. „Bandaríkjamenn krefjast þess að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér 170 ára fangelsi. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga og ég segi okkur vegna þess að þetta mál kemur okkur öllum við,“ sagði Ögmundur Julian Assange hefur verið í einangrun í mesta öryggisfangelsi Breta frá því lögregla ruddist inn í sendiráð Ekvador í Lundúnum í apríl 2019 og handtók hann. Ritstjóri WikiLeaks segir einangrunina eðlilega farna að draga mjög af honum. Mótmæli sem þessi skipti máli. Kristinn Hrafnsson hefur árum saman barist fyrir frelsi Julian Assange. Hann segir ekkert að marka útgefin loforð bandaríkjastjórnar um mánnúðlega meðferð verði Assange framseldur til Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm „Það verður að mótmæla þessu. Eins og Ögmundur segir þá er málfrelsið undir. Frelsi fjölmiðla er undir. Líf einstaklings er einnig undir sem er nú að fara að eyða sínum þriðju jólum í mesta öryggisfangelsi Bretlands fjarri fjölskyldu sinni. Fyrir þann eina glæp að stunda blaðamennsku. Þannig að þetta er þitt mál, þetta er mitt mál, þetta er mál okkar allra,“ sagði Kristinn. Hinn 10. desember snéri Hæstiréttur Bretlands við dómi um framsalskröfu Bandaríkjastjórnar og heimilaði að Assange verði framseldur. Kristinn og Ögmundur segja að íslensk stjórnvöld eigi að láta í sér heyra. „Taka opinberlega undir kröfu okkar um að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi. Þetta á að vera útlátalaust fyrir íslensk stjórnvöld að gera og það ber þeim að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. Vaxandi þrýstingur væri um allan heim á stjórnvöld í Bretlandi að sleppa Assange. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Hættið að ofsækja frelsið. Sleppið Julian Assange,“ hrópuðu um þrjátíu mótmælendur fyrir utan annars friðsælt sendiráð Bretlands í Reykjavík í dag. Þar stóð Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra þriðja daginn í röð en á mánudag afhenti hann bréf til sendiherrans með þessum kröfum. Í dag var Kristinn Hrafsson ritstjóri WikiLeaks einnig mættur á staðinn. „Bandaríkjamenn krefjast þess að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér 170 ára fangelsi. Við ætlum ekki að láta þetta yfir okkur ganga og ég segi okkur vegna þess að þetta mál kemur okkur öllum við,“ sagði Ögmundur Julian Assange hefur verið í einangrun í mesta öryggisfangelsi Breta frá því lögregla ruddist inn í sendiráð Ekvador í Lundúnum í apríl 2019 og handtók hann. Ritstjóri WikiLeaks segir einangrunina eðlilega farna að draga mjög af honum. Mótmæli sem þessi skipti máli. Kristinn Hrafnsson hefur árum saman barist fyrir frelsi Julian Assange. Hann segir ekkert að marka útgefin loforð bandaríkjastjórnar um mánnúðlega meðferð verði Assange framseldur til Bandaríkjanna.Vísir/Vilhelm „Það verður að mótmæla þessu. Eins og Ögmundur segir þá er málfrelsið undir. Frelsi fjölmiðla er undir. Líf einstaklings er einnig undir sem er nú að fara að eyða sínum þriðju jólum í mesta öryggisfangelsi Bretlands fjarri fjölskyldu sinni. Fyrir þann eina glæp að stunda blaðamennsku. Þannig að þetta er þitt mál, þetta er mitt mál, þetta er mál okkar allra,“ sagði Kristinn. Hinn 10. desember snéri Hæstiréttur Bretlands við dómi um framsalskröfu Bandaríkjastjórnar og heimilaði að Assange verði framseldur. Kristinn og Ögmundur segja að íslensk stjórnvöld eigi að láta í sér heyra. „Taka opinberlega undir kröfu okkar um að Julian Assange verði látinn laus úr fangelsi. Þetta á að vera útlátalaust fyrir íslensk stjórnvöld að gera og það ber þeim að gera,“ sagði Ögmundur Jónasson. Vaxandi þrýstingur væri um allan heim á stjórnvöld í Bretlandi að sleppa Assange.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09