Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2021 11:39 Stjórnarandstaðan segir ekki nóg að gert í fyrsta fjárlagafrumvarpi endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarliðar segja frumvarpið vera sóknarfrumvarp. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri. Atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu fjárlaga lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Meirihluti fjárlaganefndar gerði tillögu um aukin útgjöld upp á 14 milljarða á milli fyrstu og annarrar umræðu og verður hallinn á fjárlögum næsta árs því um 180 milljarðar króna eins og það var afgreitt til lokaumræðu sem fram fer milli jóla og nýars. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar segir fjárlagafrumvarpið miða að því að auka velferð allra landsmanna.Stöð 2 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld leggja áherslu á að vaxa út úr þeirri djúpu kreppu sem þjóðin hefði verið í og væri í ennþá. „Um leið og við stöndum frammi fyrir því að reka ríkissjóð með 180 milljarða halla á næsta ári erum við þrátt fyrir allt með þessum fjárlögum að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Með hagsmuni og velsæld almennings að leiðarljósi,“ sagði Bjarkey. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa sýnt á spilin fyrir fyrsta fjórðung kjörtímabilsins.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði fjárlög nýrrar ríkisstjórnar fyrsta prófsteininn á hvort mark væri takandi á loforðum hennar. Nú hefði hún sýnt á spilin varðandi fyrsta fjórðung kjörtímabilsins. „Og virðist ekki mikið að marka þau loforð. Umfang ríkissjóðs á síðustu tveimur árum endurspegla nauðsynleg viðbrögð við heimsfaraldri. Ekki stefnu eða sókn. Nú tekur við þriðja árið þar sem viðbragðsstjórnmál ráða för og lítið svigrúm er til nauðsynlegra útbóta á grunnkerfum hins opinbera til varnar velferðar eða til sóknar,“ sagði Kristrún. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir frumvarpið vera kyrrstöðufjárlög.Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar sagði ekkert tekið á rekstri ríkissjóðs sjálfs í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta eru fyrst og fremst kyrrstöðu fjárlög. Þetta eru fjárlög sem takast ekkert á við hin stærri kerfi sem skipta miklu máli í okkar samfélagi,“ sagði Jón Steindór. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir ekki nóg að gert í fjárlagafrumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þessi fjárlög eru ekki nóg. Þau eru ekki nóg fyrir Landspítalann í miðjum heimsfaraldri. Þau innibera ekki nóg af peningum í stofnframlög í húsnæðisuppbyggingu. Þau eru alls ekki nóg til að tryggja öryrkjum mannsæmandi kjör,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Haraldur Benediktsson segir fjárlagafrumvarpið endurspegla mikið efnahagsáfall en efnahagslífið væri að hjarna við.Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar allt annarrar skoðunar. Fjárlagafrumvarpið endurspeglaði skyndilegt efnahagslegt áfall. „Við erum á réttri leið. Við erum að hjarna við aftur. Þetta eru fjárlög sem eru styrkjandi. Þau eru uppbyggjandi. Þau endurspegla stefnu ríkisstjórnar sem fékk endurnýjað umboð í kosningunum í haust. Okkur gekk betur á líðandi ári en við vorum að óttast,“ sagði Haraldur Benediktsson. Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. 13. desember 2021 09:38 Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. 22. desember 2021 15:16 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu fjárlaga lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Meirihluti fjárlaganefndar gerði tillögu um aukin útgjöld upp á 14 milljarða á milli fyrstu og annarrar umræðu og verður hallinn á fjárlögum næsta árs því um 180 milljarðar króna eins og það var afgreitt til lokaumræðu sem fram fer milli jóla og nýars. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar segir fjárlagafrumvarpið miða að því að auka velferð allra landsmanna.Stöð 2 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld leggja áherslu á að vaxa út úr þeirri djúpu kreppu sem þjóðin hefði verið í og væri í ennþá. „Um leið og við stöndum frammi fyrir því að reka ríkissjóð með 180 milljarða halla á næsta ári erum við þrátt fyrir allt með þessum fjárlögum að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Með hagsmuni og velsæld almennings að leiðarljósi,“ sagði Bjarkey. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa sýnt á spilin fyrir fyrsta fjórðung kjörtímabilsins.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði fjárlög nýrrar ríkisstjórnar fyrsta prófsteininn á hvort mark væri takandi á loforðum hennar. Nú hefði hún sýnt á spilin varðandi fyrsta fjórðung kjörtímabilsins. „Og virðist ekki mikið að marka þau loforð. Umfang ríkissjóðs á síðustu tveimur árum endurspegla nauðsynleg viðbrögð við heimsfaraldri. Ekki stefnu eða sókn. Nú tekur við þriðja árið þar sem viðbragðsstjórnmál ráða för og lítið svigrúm er til nauðsynlegra útbóta á grunnkerfum hins opinbera til varnar velferðar eða til sóknar,“ sagði Kristrún. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir frumvarpið vera kyrrstöðufjárlög.Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar sagði ekkert tekið á rekstri ríkissjóðs sjálfs í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta eru fyrst og fremst kyrrstöðu fjárlög. Þetta eru fjárlög sem takast ekkert á við hin stærri kerfi sem skipta miklu máli í okkar samfélagi,“ sagði Jón Steindór. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir ekki nóg að gert í fjárlagafrumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þessi fjárlög eru ekki nóg. Þau eru ekki nóg fyrir Landspítalann í miðjum heimsfaraldri. Þau innibera ekki nóg af peningum í stofnframlög í húsnæðisuppbyggingu. Þau eru alls ekki nóg til að tryggja öryrkjum mannsæmandi kjör,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Haraldur Benediktsson segir fjárlagafrumvarpið endurspegla mikið efnahagsáfall en efnahagslífið væri að hjarna við.Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar allt annarrar skoðunar. Fjárlagafrumvarpið endurspeglaði skyndilegt efnahagslegt áfall. „Við erum á réttri leið. Við erum að hjarna við aftur. Þetta eru fjárlög sem eru styrkjandi. Þau eru uppbyggjandi. Þau endurspegla stefnu ríkisstjórnar sem fékk endurnýjað umboð í kosningunum í haust. Okkur gekk betur á líðandi ári en við vorum að óttast,“ sagði Haraldur Benediktsson.
Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. 13. desember 2021 09:38 Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. 22. desember 2021 15:16 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. 13. desember 2021 09:38
Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. 22. desember 2021 15:16