„Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2021 14:55 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt fjögurra tíma blaðamannafund í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Vladimír Pútín, forseti Rússlands, krafðist þess aftur í dag að vesturveldin svokölluðu veittu Rússum tryggingar gagnvart því að Atlantshafsbandalagið neitaði ríkjum Austur-Evrópu um aðild að bandalaginu og vísaði aðildarríkjum af svæðinu á dyr. Mikil spenna er á svæðinu eftir að Rússar fluttu tugi þúsunda hermanna að landamærum Úkraínu. Þetta sagði Pútín á árlegum maraþonblaðamannafundi sínum í dag. Hann sagði að viðræður við Bandaríkin ættu að hefjast í næsta mánuði en ítrekaði að hann ætlaðist til skjótrar niðurstöðu úr þeim viðræðum. Rússar kröfðust þess meðal annars um síðustu helgi að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Sjá einnig: Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Ætla ekki að útiloka Úkraínu Forsvarsmenn NATO segja ekki koma til greina að neita ríkjum möguleika að aðild að bandalaginu, eins og Pútín hefur krafist. Sú ákvörðun sé á höndum íbúa ríkjanna sjálfra og svo aðildarríkja NATO sem þurfa að samþykkja umsóknir. Það er eitt að grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um aðild. Rússneskir hermenn við æfingar.AP Áður en Rússar réðust inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu og aðstoðuðu aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins með peningum, vopnum og hermönnum, var til umræðu í Úkraínu að sækja um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Rússar eru sagðir hafa komið um hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Blaðamaður Sky News spurði Pútín á fundinum hvort hann myndi ábyrgjast að ekki yrði gerð innrás í Úkraínu. Þeirri spurningu svaraði hann á þann veg að aðgerðir ríkisstjórnar hans myndu fara eftir því hvaða tryggingar vesturveldin myndu veita Rússlandi. „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pútín. „Eru það við sem erum við landamæri Bandaríkjanna eða Bretlands? Nei, þeir hafa komið til okkar og nú segja þeir að Úkraína muni verða í NATO.“ Hér að neðan má sjá blaðamannafund Pútíns í heild sinni. Sakaði vestrið um heilaþvott Pútin sakaði vestrið um að reyna að snúa Úkraínumönnum gegn Rússlandi með nútímavopnum og heilaþvætti. Þá sagði hann það mikilvægt fyrir öryggi Rússlands að tryggja að vestræn vopn væru ekki í Úkraínu. Slík vopn gætu, samkvæmt Pútín, hvatt Úkraínumenn til að reyna að ná aftur yfirráðum á svæði aðskilnaðarsinnanna, sem Rússar styðja, og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu í innrás árið 2014. Þá sagði Pútín að hinar meintu áhyggjur af innrás Rússa í Úkraínu gæti verið til þess ætlaðar að undirbúa tilraun Úkraínumanna til að sigra aðskilnaðarsinnana. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir forsetanum að vesturveldin beiti Rússland miklum þrýstingi vegna stærðar ríkisins og að lengi hefði verið komið illa fram við Rússland og þar áður Sovétríkin. Pútín hélt því fram að Sovétríkin hefðu reynt sitt ítrasta til að byggja upp jákvæð samskipti við vesturveldin. Hann sagði einnig að eftir fall Sovétríkjanna hefði vestrið átt að koma fram við Rússland sem mögulegan bandamann í stað þess að reyna að sundra ríkinu frekar. Hann sagði munnleg loforð hafa verið veitt fyrir því að NATO myndi ekki teygja anga sína til austurs en þau loforð hefðu verið brotin. FVladimír Pútín og George Robertson, þáverandi framkvæmdastjóri NATO, takast í hendur í Belgíu árið 2002AP/Viktor Korotayev Íhugaði sjálfur að Rússar gengju í NATO George Robertson, sem leiddi NATO á árunum 1999 til 2003, rifjaði upp í nóvember að Pútín sjálfur hefði sjálfur haft áhuga á því að Rússland gengi til liðs við Atlantshafsbandalagið. Skömmu eftir að hann hafi orðið forseti árið 2000 hefði Pútín spurt sig hvenær NATO ætlaði að bjóða Rússum aðild. Robertson sagði að ríkjum væri ekki boðin aðild. Þó sóttu um, samkvæmt frétt Guardian. Þá á Pútín að hafa svarað á þá leið að Rússland myndi ekki bíða í röð með öðrum ríkjum sem skiptu ekki máli. Guardian vísar einnig í viðtal við Pútín frá þessum tíma þar sem hann sagði aðild að NATO koma til greina. Rússland væri hluti af evrópskri menningu og hann gæti ekki ímyndað sér Rússland sem væri einangrað frá „því sem við köllum hinn siðmentaða heim“. Rússland Úkraína NATO Hernaður Tengdar fréttir Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29 Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28 Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01 Ætla að banna helstu mannréttindasamtök Rússlands Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að hæstiréttur leysti upp ein helstu mannréttindasamtök landsins. Þau afhjúpuðu meðal annars voðaverk hersins í Téténíustríðunum og rannsaka kúgun andófsfólks í Sovétríkjunum. 25. nóvember 2021 14:55 Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Mikil spenna er á svæðinu eftir að Rússar fluttu tugi þúsunda hermanna að landamærum Úkraínu. Þetta sagði Pútín á árlegum maraþonblaðamannafundi sínum í dag. Hann sagði að viðræður við Bandaríkin ættu að hefjast í næsta mánuði en ítrekaði að hann ætlaðist til skjótrar niðurstöðu úr þeim viðræðum. Rússar kröfðust þess meðal annars um síðustu helgi að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Sjá einnig: Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaríu, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía það einnig. Þessi ríki eru á gömlu yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Ætla ekki að útiloka Úkraínu Forsvarsmenn NATO segja ekki koma til greina að neita ríkjum möguleika að aðild að bandalaginu, eins og Pútín hefur krafist. Sú ákvörðun sé á höndum íbúa ríkjanna sjálfra og svo aðildarríkja NATO sem þurfa að samþykkja umsóknir. Það er eitt að grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um aðild. Rússneskir hermenn við æfingar.AP Áður en Rússar réðust inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu og aðstoðuðu aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins með peningum, vopnum og hermönnum, var til umræðu í Úkraínu að sækja um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Rússar eru sagðir hafa komið um hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Blaðamaður Sky News spurði Pútín á fundinum hvort hann myndi ábyrgjast að ekki yrði gerð innrás í Úkraínu. Þeirri spurningu svaraði hann á þann veg að aðgerðir ríkisstjórnar hans myndu fara eftir því hvaða tryggingar vesturveldin myndu veita Rússlandi. „Það eru ekki við sem höfum ógnað neinum,“ hefur AP fréttaveitan eftir Pútín. „Eru það við sem erum við landamæri Bandaríkjanna eða Bretlands? Nei, þeir hafa komið til okkar og nú segja þeir að Úkraína muni verða í NATO.“ Hér að neðan má sjá blaðamannafund Pútíns í heild sinni. Sakaði vestrið um heilaþvott Pútin sakaði vestrið um að reyna að snúa Úkraínumönnum gegn Rússlandi með nútímavopnum og heilaþvætti. Þá sagði hann það mikilvægt fyrir öryggi Rússlands að tryggja að vestræn vopn væru ekki í Úkraínu. Slík vopn gætu, samkvæmt Pútín, hvatt Úkraínumenn til að reyna að ná aftur yfirráðum á svæði aðskilnaðarsinnanna, sem Rússar styðja, og Krímskaga, sem Rússar innlimuðu í innrás árið 2014. Þá sagði Pútín að hinar meintu áhyggjur af innrás Rússa í Úkraínu gæti verið til þess ætlaðar að undirbúa tilraun Úkraínumanna til að sigra aðskilnaðarsinnana. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir forsetanum að vesturveldin beiti Rússland miklum þrýstingi vegna stærðar ríkisins og að lengi hefði verið komið illa fram við Rússland og þar áður Sovétríkin. Pútín hélt því fram að Sovétríkin hefðu reynt sitt ítrasta til að byggja upp jákvæð samskipti við vesturveldin. Hann sagði einnig að eftir fall Sovétríkjanna hefði vestrið átt að koma fram við Rússland sem mögulegan bandamann í stað þess að reyna að sundra ríkinu frekar. Hann sagði munnleg loforð hafa verið veitt fyrir því að NATO myndi ekki teygja anga sína til austurs en þau loforð hefðu verið brotin. FVladimír Pútín og George Robertson, þáverandi framkvæmdastjóri NATO, takast í hendur í Belgíu árið 2002AP/Viktor Korotayev Íhugaði sjálfur að Rússar gengju í NATO George Robertson, sem leiddi NATO á árunum 1999 til 2003, rifjaði upp í nóvember að Pútín sjálfur hefði sjálfur haft áhuga á því að Rússland gengi til liðs við Atlantshafsbandalagið. Skömmu eftir að hann hafi orðið forseti árið 2000 hefði Pútín spurt sig hvenær NATO ætlaði að bjóða Rússum aðild. Robertson sagði að ríkjum væri ekki boðin aðild. Þó sóttu um, samkvæmt frétt Guardian. Þá á Pútín að hafa svarað á þá leið að Rússland myndi ekki bíða í röð með öðrum ríkjum sem skiptu ekki máli. Guardian vísar einnig í viðtal við Pútín frá þessum tíma þar sem hann sagði aðild að NATO koma til greina. Rússland væri hluti af evrópskri menningu og hann gæti ekki ímyndað sér Rússland sem væri einangrað frá „því sem við köllum hinn siðmentaða heim“.
Rússland Úkraína NATO Hernaður Tengdar fréttir Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29 Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28 Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01 Ætla að banna helstu mannréttindasamtök Rússlands Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að hæstiréttur leysti upp ein helstu mannréttindasamtök landsins. Þau afhjúpuðu meðal annars voðaverk hersins í Téténíustríðunum og rannsaka kúgun andófsfólks í Sovétríkjunum. 25. nóvember 2021 14:55 Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Segir Rússa tilbúna í átök Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. 21. desember 2021 13:29
Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi. 19. desember 2021 14:28
Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35
Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01
Ætla að banna helstu mannréttindasamtök Rússlands Rússneskir saksóknarar kröfðust þess í dag að hæstiréttur leysti upp ein helstu mannréttindasamtök landsins. Þau afhjúpuðu meðal annars voðaverk hersins í Téténíustríðunum og rannsaka kúgun andófsfólks í Sovétríkjunum. 25. nóvember 2021 14:55
Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54