Enn er þó neyðarástand á hluta eyjarinnar, þar sem gosið olli mikilli eyðileggingu. Meðal þess sem fór í gosinu voru 3.000 byggingar, bananaplantekrur, vínekrur og landbúnaðar- og samgönguinnviðir. Gosið olli þó engu manntjóni með beinum hætti. Þó hafa andlát verið óbeint rakin til gossins.
AP-fréttaveitan hefur eftir Julio Pérez, sem fer fyrir viðbragðsteymi vegna hamfara á Kanaríeyjum, að goslokin séu mikill léttir.
„Það er engin gleði eða ánægja – hvernig eigum við skilgreina hvernig okkur líður? Þetta er andlegur léttur. Og von. Því nú getum við beitt okkur og einblínt á uppbyggingu,“ sagði Pérez.
